Nýjasta nýtt - 17.11.2017 15:13:00

Viðskiptavinir Advania fá aðstoð vegna GDPR

Sérfræðingar okkar eru boðnir og búnir til að veita viðskiptavinum ráðgjöf um nýja persónuverndarlöggjöf (GDPR).

Sérfræðingar okkar eru boðnir og búnir til að veita viðskiptavinum ráðgjöf um nýja persónuverndarlöggjöf (GDPR). 

Þátttaka á morgunverðarfundi Advania, föstudaginn 17. nóvember, um nýju löggjöfina sýnir að stjórnendur íslenskra fyrirtækja eru á tánum og farnir að búa sig undir breytt lagaumhverfi. Fullt var út úr dyrum á fundinum og þegar öllum stólum í húsinu hafði verið ráðstafað þurfti að loka fyrir skráningar. Færri komust að en vildu en á næstu dögum verður upptaka af fundinum birt hér á vefnum ásamt viðtölum við fyrirlesarana.

Nýju lögin skerpa á réttindum einstaklinga gagnvart þeim sem sýsla með persónuupplýsingar. Stjórnendur fyrirtækja þurfa því að kynna sér í hvaða mæli fyrirtæki þeirra vinna með persónuupplýsingar.

Kristján H. Hákonarsson, öryggisstjóri Advania, benti á að fyrstu skrefin í undirbúningsferlinu feli í sér að upplýsa stjórnendateymi innan fyrirtækja svo hægt sé að kortleggja hvort fyrirtækið flokkist sem ábyrgðaraðili, vinnsluaðili eða þróunaraðili við umsýslu gagnanna.
Þegar hlutverk fyrirtækisins hefur verið skilgreint þarf að grípa til viðeigandi ráðstafanna. 

Advania státar af breiðum hópi sérfræðinga sem bjóða fram krafta sína við allt sem viðkemur aðlögun að nýju lagaumhverfi. Sérfræðingunum ber saman um að engin ástæða sé til að örvænta en tímabært sé að hefja undirbúning sem fyrst. 

Svavar H. Viðarsson verið ráðinn til Advania sem sérstakur stjórnendaráðgjafi. Hlutverk hans er að veita stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf um undirbúninginn. Svavar hefur starfað í Noregi undanfarinn áratug og hefur mikla reynslu af því að búa fyrirtæki undir nýju löggjöfina.

 Ekki hika við að hafa samband okkur!

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.