Blogg - 4.3.2025 10:02:30

Advania býður í NVIDIA GTC Watch Party

Útvaldir samstarfsaðilar fá að halda sannkallaðar áhorfsveislur og sýna beint frá opnunarræðunni á NVIDIA GTC. Advania er þar á meðal.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

NVIDIA GPU Technology Conference

er tröllvaxin ráðstefna sem haldin er í San Jose dagana 17. - 21. mars. Þar koma saman þúsundir einstaklinga á fyrirlestra og vinnustofur, en ráðstefnan hefst á opnunarræðu Jensen Huang. Þar sem hann kynnir stóra hluti sem eru framundan hjá NVIDIA. Ræðan er af mörgum talin stefnumarkandi fyrir það sem koma skal í tækniheiminum - og því um spennandi viðburð að ræða.

Við bjóðum í áhorfsveislu

Örfáum samstarfsaðilum NVIDIA í Evrópu er boðið að sýna beint frá opnunarræðunni GTC ráðstefnu NVIDIA, og er Advania þar á meðal. Við bjóðum því í sérstaka áhorfsveislu í höfuðstöðvum Advania 18. mars kl 16:00 og er fjöldi sæta í boði afar takmarkaður.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.