04.03.2025

Advania býður í NVIDIA GTC Watch Party

Útvaldir samstarfsaðilar fá að halda sannkallaðar áhorfsveislur og sýna beint frá opnunarræðunni á NVIDIA GTC. Advania er þar á meðal.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

NVIDIA GPU Technology Conference

er tröllvaxin ráðstefna sem haldin er í San Jose dagana 17. - 21. mars. Þar koma saman þúsundir einstaklinga á fyrirlestra og vinnustofur, en ráðstefnan hefst á opnunarræðu Jensen Huang. Þar sem hann kynnir stóra hluti sem eru framundan hjá NVIDIA. Ræðan er af mörgum talin stefnumarkandi fyrir það sem koma skal í tækniheiminum - og því um spennandi viðburð að ræða.

Við bjóðum í áhorfsveislu

Örfáum samstarfsaðilum NVIDIA í Evrópu er boðið að sýna beint frá opnunarræðunni GTC ráðstefnu NVIDIA, og er Advania þar á meðal. Við bjóðum því í sérstaka áhorfsveislu í höfuðstöðvum Advania 18. mars kl 16:00 og er fjöldi sæta í boði afar takmarkaður.

Fleiri fréttir

Fréttir
21.03.2025
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur tekið næsta skref í sínum netöryggismálum með innleiðingu Skjaldar, öryggisvöktunarþjónustu Advania. Með þessari lausn tryggir sveitarfélagið stöðuga vöktun og skjót viðbrögð við netógnum allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Fréttir
21.03.2025
Sérfræðingar í ferðaþjónustu á Íslandi deila nýjustu rannsóknum, þróun og stefnumótandi innsýn á morgunverðarfundi í höfuðstöðvum Advania í næstu viku.
Blogg
21.03.2025
Advania í samstarfi við Salesforce, heldur spennandi eins dags hagnýta vinnustofu sem miðar að því að leiðbeina þátttakendum í gegnum ferlið við innleiðingu gervigreindardrifinna erindreka (e. digital agents).
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.