Blogg - 4.3.2025 10:02:30

Advania býður í NVIDIA GTC Watch Party

Útvaldir samstarfsaðilar fá að halda sannkallaðar áhorfsveislur og sýna beint frá opnunarræðunni á NVIDIA GTC. Advania er þar á meðal.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

NVIDIA GPU Technology Conference

er tröllvaxin ráðstefna sem haldin er í San Jose dagana 17. - 21. mars. Þar koma saman þúsundir einstaklinga á fyrirlestra og vinnustofur, en ráðstefnan hefst á opnunarræðu Jensen Huang. Þar sem hann kynnir stóra hluti sem eru framundan hjá NVIDIA. Ræðan er af mörgum talin stefnumarkandi fyrir það sem koma skal í tækniheiminum - og því um spennandi viðburð að ræða.

Við bjóðum í áhorfsveislu

Örfáum samstarfsaðilum NVIDIA í Evrópu er boðið að sýna beint frá opnunarræðunni GTC ráðstefnu NVIDIA, og er Advania þar á meðal. Við bjóðum því í sérstaka áhorfsveislu í höfuðstöðvum Advania 18. mars kl 16:00 og er fjöldi sæta í boði afar takmarkaður.

Fleiri fréttir

Fréttir
11.06.2025
Advania vinnur að því ásamt NVIDIA að setja upp séríslenskt gervigreindarský, þjónustu sem tryggir íslensku atvinnulífi aðgengi að nauðsynlegu reikniafli til þess að knýja áfram aukna eftirspurn eftir gervigreindarvinnslum. Hérlent gervigreindarský takmarkar nauðsyn mikilla fjárfestinga fyrirtækja og stofnana á fyrstu stigum við innleiðingu og nýtingu gervigreindar, ásamt því að öryggi gagna verður að fullu tryggt.
Fréttir
28.05.2025
Advania hlaut í dag Sjálfbærniásinn 2025 í flokki upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi. Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania tók við viðurkenningunni ásamt Þóru Rut Jónsdóttur forstöðumanns sjálfbærni og umbóta hjá Advania.
Blogg
22.05.2025
Meraki er stjórnunarkerfi í skýinu fyrir netbúnað. Með því geta fyrirtæki og stofnanir fylgst með og stjórnað WiFi netum, netbeinum, öryggiskerfum og fleiru í gegnum einfalt stjórnborð á netinu. En af hverju ætti þinn vinnustaður að íhuga Cisco Meraki?
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.