Blogg - 4.3.2025 10:02:30

Advania býður í NVIDIA GTC Watch Party

Útvaldir samstarfsaðilar fá að halda sannkallaðar áhorfsveislur og sýna beint frá opnunarræðunni á NVIDIA GTC. Advania er þar á meðal.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

NVIDIA GPU Technology Conference

er tröllvaxin ráðstefna sem haldin er í San Jose dagana 17. - 21. mars. Þar koma saman þúsundir einstaklinga á fyrirlestra og vinnustofur, en ráðstefnan hefst á opnunarræðu Jensen Huang. Þar sem hann kynnir stóra hluti sem eru framundan hjá NVIDIA. Ræðan er af mörgum talin stefnumarkandi fyrir það sem koma skal í tækniheiminum - og því um spennandi viðburð að ræða.

Við bjóðum í áhorfsveislu

Örfáum samstarfsaðilum NVIDIA í Evrópu er boðið að sýna beint frá opnunarræðunni GTC ráðstefnu NVIDIA, og er Advania þar á meðal. Við bjóðum því í sérstaka áhorfsveislu í höfuðstöðvum Advania 18. mars kl 16:00 og er fjöldi sæta í boði afar takmarkaður.

Fleiri fréttir

Blogg
02.12.2025
Í vöruflóru Dell leynist lítið en merkilegt forrit sem þú kannast kannski ekki við. Dell Display and Peripheral Manager (DDPM) er forrit sem gerir þér kleift að stjórna öllum skjáum og jaðartækjum á einum stað. Ef þú hefur ekki skoðað þetta þrælsniðuga forrit, mælum við með að þú gerir það í einum grænum.
Fréttir
28.11.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson netöryggis- og gagnaþróunarstjóri Advania ræddi netsvik í tengslum við afsláttardaga, í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í gær.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.