Handhafar Jafnvægisvogarinnar 2023. Mynd: FKA - Félag kvenna í atvinnulífinu.

Fréttir - 13.10.2023 11:18:06

Advania hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

Advania hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA. Tilgangur verkefnisins er að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi og að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

Advania skrifaði undir viljayfirlýsingu jafnvægisvogar FKA árið 2020 og hefur síðan þá aukið hlut kvenna hjá fyrirtækinu heilt yfir og í framkvæmdastjórn félagsins.

Upplýsingatækni er og hefur sögulega verið karllæg grein en hlutfall kvenna innan upplýsingatækni er aðeins 25%. Við höfum lagt vinnu í að auka hlut kvenna hjá Advania og höfum náð árangri innan okkar fyrirtækis. Hlutfall kvenna innan Advania er orðið 30% og hækkar því ofar sem farið er í stjórnendalögin. Meðal innri verkefna sem markvisst hefur verið unnið að og skilað hafa árangri má nefna verkefni tengd jafnlaunamálum, ráðningarferlum og umsóknarfjölda, fæðingarorlofstöku, kynjahlutföllum, starfsánægju, starfsþróun, starfsmannaveltu, vinnuumhverfi og aðbúnaði. Við trúum því að þegar okkar fólki líði vel og fái stuðning til jafnra tækifæra náum við betri árangri.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.