Handhafar Jafnvægisvogarinnar 2023. Mynd: FKA - Félag kvenna í atvinnulífinu.

13.10.2023

Advania hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

Advania hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA. Tilgangur verkefnisins er að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi og að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

Advania skrifaði undir viljayfirlýsingu jafnvægisvogar FKA árið 2020 og hefur síðan þá aukið hlut kvenna hjá fyrirtækinu heilt yfir og í framkvæmdastjórn félagsins.

Upplýsingatækni er og hefur sögulega verið karllæg grein en hlutfall kvenna innan upplýsingatækni er aðeins 25%. Við höfum lagt vinnu í að auka hlut kvenna hjá Advania og höfum náð árangri innan okkar fyrirtækis. Hlutfall kvenna innan Advania er orðið 30% og hækkar því ofar sem farið er í stjórnendalögin. Meðal innri verkefna sem markvisst hefur verið unnið að og skilað hafa árangri má nefna verkefni tengd jafnlaunamálum, ráðningarferlum og umsóknarfjölda, fæðingarorlofstöku, kynjahlutföllum, starfsánægju, starfsþróun, starfsmannaveltu, vinnuumhverfi og aðbúnaði. Við trúum því að þegar okkar fólki líði vel og fái stuðning til jafnra tækifæra náum við betri árangri.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.