Frá viðburði sem Microsoft hélt í sumar fyrir Inner Circle samstarfsaðila.

Fréttir - 11.9.2024 14:11:53

Advania í innsta hring Microsoft þriðja árið í röð

Microsoft hefur tilkynnt þá samstarfsaðila sem komast í hópinn 2024-2025 Microsoft Business Applications Inner Circle. Advania er í þessum virta hóp samstarfsaðila þriðja árið í röð.

Aðeins eitt prósent samstarfsaðila Microsoft komast á þennan eftirsótta lista, en það eru þeir 78 samstarfsaðilar sem náð hafa bestum árangri.

„Við erum einstaklega stolt af því að vera áfram í innsta hring Microsoft. Samstarfsaðilar þeirra skipta þúsundum á heimsvísu og aðeins 15 samstarfsaðilar í Evrópu komust á listann að þessu sinni,“ segir Högni Hallgrímsson forstöðumaður vörustjórnunar hjá viðskiptalausnum Advania.

„Við höfum mikið metnað fyrir að bjóða heildarframboð af Microsoft Dynamics lausnum hvort sem þær heita F&O, Business Central, Sales, Power Platform o.s.frv. Við höfum verið leiðandi í skýjavæðingu ERP kerfa með Microsoft á heimsvísu og með þéttu samstarfi systurfyrirtækja okkar á norðurlöndunum og Bretlandi erum við ekki bara stærsti þjónustuaðili Dynamics á Íslandi heldur komin í hóp stærstu samstarfsaðila Microsoft á heimsvísu,“ segir Högni.

Högni Hallgrímsson forstöðumaður vörustjórnunar hjá viðskiptalausnum (t.v.) fór fyrir hönd Advania á Íslandi á árlega boðsráðstefnu Microsoft fyrir Inner Circle meðlimi.

Högni Hallgrímsson forstöðumaður vörustjórnunar hjá viðskiptalausnum (t.v.) fór fyrir hönd Advania á Íslandi á árlega boðsráðstefnu Microsoft fyrir Inner Circle meðlimi.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.