Frá viðburði sem Microsoft hélt í sumar fyrir Inner Circle samstarfsaðila.

11.09.2024

Advania í innsta hring Microsoft þriðja árið í röð

Microsoft hefur tilkynnt þá samstarfsaðila sem komast í hópinn 2024-2025 Microsoft Business Applications Inner Circle. Advania er í þessum virta hóp samstarfsaðila þriðja árið í röð.

Aðeins eitt prósent samstarfsaðila Microsoft komast á þennan eftirsótta lista, en það eru þeir 78 samstarfsaðilar sem náð hafa bestum árangri.

„Við erum einstaklega stolt af því að vera áfram í innsta hring Microsoft. Samstarfsaðilar þeirra skipta þúsundum á heimsvísu og aðeins 15 samstarfsaðilar í Evrópu komust á listann að þessu sinni,“ segir Högni Hallgrímsson forstöðumaður vörustjórnunar hjá viðskiptalausnum Advania.

„Við höfum mikið metnað fyrir að bjóða heildarframboð af Microsoft Dynamics lausnum hvort sem þær heita F&O, Business Central, Sales, Power Platform o.s.frv. Við höfum verið leiðandi í skýjavæðingu ERP kerfa með Microsoft á heimsvísu og með þéttu samstarfi systurfyrirtækja okkar á norðurlöndunum og Bretlandi erum við ekki bara stærsti þjónustuaðili Dynamics á Íslandi heldur komin í hóp stærstu samstarfsaðila Microsoft á heimsvísu,“ segir Högni.

Högni Hallgrímsson forstöðumaður vörustjórnunar hjá viðskiptalausnum (t.v.) fór fyrir hönd Advania á Íslandi á árlega boðsráðstefnu Microsoft fyrir Inner Circle meðlimi.

Högni Hallgrímsson forstöðumaður vörustjórnunar hjá viðskiptalausnum (t.v.) fór fyrir hönd Advania á Íslandi á árlega boðsráðstefnu Microsoft fyrir Inner Circle meðlimi.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.