Frá viðburði sem Microsoft hélt í sumar fyrir Inner Circle samstarfsaðila.

11.09.2024

Advania í innsta hring Microsoft þriðja árið í röð

Microsoft hefur tilkynnt þá samstarfsaðila sem komast í hópinn 2024-2025 Microsoft Business Applications Inner Circle. Advania er í þessum virta hóp samstarfsaðila þriðja árið í röð.

Aðeins eitt prósent samstarfsaðila Microsoft komast á þennan eftirsótta lista, en það eru þeir 78 samstarfsaðilar sem náð hafa bestum árangri.

„Við erum einstaklega stolt af því að vera áfram í innsta hring Microsoft. Samstarfsaðilar þeirra skipta þúsundum á heimsvísu og aðeins 15 samstarfsaðilar í Evrópu komust á listann að þessu sinni,“ segir Högni Hallgrímsson forstöðumaður vörustjórnunar hjá viðskiptalausnum Advania.

„Við höfum mikið metnað fyrir að bjóða heildarframboð af Microsoft Dynamics lausnum hvort sem þær heita F&O, Business Central, Sales, Power Platform o.s.frv. Við höfum verið leiðandi í skýjavæðingu ERP kerfa með Microsoft á heimsvísu og með þéttu samstarfi systurfyrirtækja okkar á norðurlöndunum og Bretlandi erum við ekki bara stærsti þjónustuaðili Dynamics á Íslandi heldur komin í hóp stærstu samstarfsaðila Microsoft á heimsvísu,“ segir Högni.

Högni Hallgrímsson forstöðumaður vörustjórnunar hjá viðskiptalausnum (t.v.) fór fyrir hönd Advania á Íslandi á árlega boðsráðstefnu Microsoft fyrir Inner Circle meðlimi.

Högni Hallgrímsson forstöðumaður vörustjórnunar hjá viðskiptalausnum (t.v.) fór fyrir hönd Advania á Íslandi á árlega boðsráðstefnu Microsoft fyrir Inner Circle meðlimi.

Fleiri fréttir

Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Blogg
11.04.2025
Hvað ef fleiri upplýsingatækniverkefni næðu betri árangri – einfaldlega með því að byrja á fólkinu? Ekki bara á kerfunum, ekki á tólunum – heldur á fólkinu sem á að nota þau, lifa með þeim og leiða breytingarnar sem þau eiga að styðja.
Blogg
11.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.