Fréttir - 14.5.2025 22:43:54

Advania LIVE: Sjáðu upptökuna frá Iceland Innovation Week

Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni, Innovation Week, í dag. Advania LIVE upptökuverið verður í þetta skiptið í bíl fyrir utan Kolaportið, þar sem aðalsvið Iceland Innovation Week er í ár.

Iceland Innovation Week er árleg nýsköpunarvika sem hefur það markmið að efla frumkvöðlastarfsemi og tækniframfarir á Íslandi.

Í útsendingunni í dag verður meðal annars rætt við fyrirlesara Iceland Innovation Week og fleiri góða gesti. Á meðal þeirra sem mæta í útsendinguna og ræða nýsköpun á Íslandi er Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Útsendingunni stýrir Sylvía Rut Sigfúsdóttir samskiptastjóri Advania á Íslandi.

Hægt er að horfa á upptöku hér fyrir neðan. Þættirnir verða einnig aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Iceland Innovation Week er vettvangur sem dregur að sér bæði innlenda og erlenda sérfræðinga og hefur þannig stuðlað að aukinni alþjóðlegri athygli á nýsköpunarumhverfi Íslands. Advania og NVIDIA eru saman á meðal aðalstyrktaraðila Iceland Innovation Week í ár.

Advania LIVE er hlaðvarp með lifandi umræðum við sérfræðinga í beinni útsendingu við ýmis tilefni. Fjallað er um margar hliðar upplýsingatækni út frá sjálfbærni, gervigreind, öryggismálum og öllu því sem er í forgrunni hverju sinni.

Það var einmitt á Nýsköpunarvikunni á síðasta ári sem fyrsta Advania LIVE hlaðvarpsútsendingin fór fram. Síðan þá höfum við verið í beinni útsendingu frá hinum ýmsu viðburðum eins og Mannauðsdeginum, UTmessunni og Ferðaþjónustuvikunni.

Fleiri fréttir

Blogg
09.12.2025
Það er gaman að segja frá því að næsta skref í þróun og reiknilíkönum fyrir gervigreind er á leiðinni. Advania kynnti fyrir stuttu NVIDIA DGX Spark vélina sem seldist upp samdægurs, nú er komið að Dell að taka við keflinu.
Blogg
02.12.2025
Í vöruflóru Dell leynist lítið en merkilegt forrit sem þú kannast kannski ekki við. Dell Display and Peripheral Manager (DDPM) er forrit sem gerir þér kleift að stjórna öllum skjáum og jaðartækjum á einum stað. Ef þú hefur ekki skoðað þetta þrælsniðuga forrit, mælum við með að þú gerir það í einum grænum.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.