Fréttir - 14.5.2025 22:43:54

Advania LIVE: Sjáðu upptökuna frá Iceland Innovation Week

Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni, Innovation Week, í dag. Advania LIVE upptökuverið verður í þetta skiptið í bíl fyrir utan Kolaportið, þar sem aðalsvið Iceland Innovation Week er í ár.

Iceland Innovation Week er árleg nýsköpunarvika sem hefur það markmið að efla frumkvöðlastarfsemi og tækniframfarir á Íslandi.

Í útsendingunni í dag verður meðal annars rætt við fyrirlesara Iceland Innovation Week og fleiri góða gesti. Á meðal þeirra sem mæta í útsendinguna og ræða nýsköpun á Íslandi er Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Útsendingunni stýrir Sylvía Rut Sigfúsdóttir samskiptastjóri Advania á Íslandi.

Hægt er að horfa á upptöku hér fyrir neðan. Þættirnir verða einnig aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Iceland Innovation Week er vettvangur sem dregur að sér bæði innlenda og erlenda sérfræðinga og hefur þannig stuðlað að aukinni alþjóðlegri athygli á nýsköpunarumhverfi Íslands. Advania og NVIDIA eru saman á meðal aðalstyrktaraðila Iceland Innovation Week í ár.

Advania LIVE er hlaðvarp með lifandi umræðum við sérfræðinga í beinni útsendingu við ýmis tilefni. Fjallað er um margar hliðar upplýsingatækni út frá sjálfbærni, gervigreind, öryggismálum og öllu því sem er í forgrunni hverju sinni.

Það var einmitt á Nýsköpunarvikunni á síðasta ári sem fyrsta Advania LIVE hlaðvarpsútsendingin fór fram. Síðan þá höfum við verið í beinni útsendingu frá hinum ýmsu viðburðum eins og Mannauðsdeginum, UTmessunni og Ferðaþjónustuvikunni.

Fleiri fréttir

Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Fréttir
25.06.2025
Ný heimsíða Rio Tinto á Íslandi hefur verið sett í loftið en hún nýtir Veva cms hönnunarkerfið og var þróuð af vefteymi Advania. Heimasíðan er hluti af stefnu fyrirtækisins um að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við viðskiptavini og samfélagið.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.