29.03.2022

Advania og Jökulá í samstarf

Advania og hönnunarstofan Jökulá hefja samstarf um hönnun og smíði á stafrænum lausnum.

Markmiðið með samstarfinu er að bjóða framúrskarandi stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini. Jökulá er hönnunarstofa sem býður þjónustu og ráðgjöf í notendaupplifun, viðmótshönnun, notendarannsóknum og grafískri hönnun. Hjá Jökulá starfa 12 sérfræðingar sem hafa unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum jum landsins. Jökulá fékk á dögunum SVEF verðlaun fyrir bestu hönnun og viðmót ársins 2021.

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni sem býður viðskiptavinum sínum ráðgjöf, þjónustu og fjölbreyttar stafrænar lausnir. Veflausnir Advania sérhæfa sig í smíði og þróun veflausna, appa og fjölbreyttra stafrænna lausna með áherslu á sjálfvirknivæðingu, einföldun ferla, notendaupplifun og upplýsingaflæði milli kerfa.

Sigtryggur Arnþórsson, framkvæmdastjóri Jökulá segir mikil tækifæri fólgin í samstarfinu „Jökulá hefur um árabil lagt áherslu á að skapa góða notendaupplifun sem er orðin einn stærsti ákvörðunarvaldur notenda við val um kaup á vöru og þjónustu. Samstarfið hefur þegar skilað sér í öflugum og notendavænni lausnum. Við erum spennt fyrir framhaldinu.“

„Kröfur um góða notendaupplifun og notendaviðmót verða sífellt meiri. Með samstarfinu er Advania betur í stakk búið til að aðstoða viðskiptavini við að bjóða framúrskarandi notendaupplifun og viðmót í þeim lausunum sem okkar sérfræðingar smíða og þróa,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri sérlausna Advania.

„Við erum í skýjunum yfir samstarfinu við Jökulá enda hefur það alltaf verið stefna okkar að bjóða viðskiptavinum okkar framúrskarandi lausnir og þjónustu, bæði í hönnun og hugbúnaðargerð. Við erum ánægð með að vera komin í samstarf við þá bestu á þessu sviði og trúum því að viðskiptavinir munu njóta góðs af,” segir Valeria Rivina forstöðukona veflausna Advania.


Mynd: Björgvin Pétur, hönnunarstjóri Jökulá, Valeria Rivina, forstöðukona veflausna Advania, Sigtryggur Arnþórsson, framkvæmdastjóri Jökulá og Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri sérlausna Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
07.02.2025
Í dag fer fram ráðstefnudagur hinnar árlegu UTmessu í Hörpu. Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf. Þetta er í 15. skipti sem UTmessan er haldin.
Blogg
04.02.2025
Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.
Blogg
03.02.2025
DeepSeek-R1 líkanið er nú fáanlegt sem NVIDIA NIM og keyrir á NVIDIA HGX H200 þjónum, sem gerir forriturum kleift að gera tilraunir á öruggan hátt með gervigreind.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.