Fréttir - 15.11.2023 08:58:05

Anita Brá nýr forstöðumaður þjónustuupplifunar hjá Advania.

Anita Brá Ingvadóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns þjónustuupplifunar, sem er nýtt svið innan Advania.

Sem einn af lykilstjórnendum Advania mun hún leiða samstarf innan félagsins til að tryggja að þarfir og ánægja viðskiptavina verði alltaf í forgrunni.

Anita Brá er sálfræðingur að mennt með sérhæfingu í upplifunar- og þjónustuþróun. Hún starfaði áður við sölu- og þjónustustýringu hjá BIOEFFECT og NOVA. Þar að auki hefur Anita starfað sjálfstætt við ráðgjöf í þjónustuupplifun og innleiðingu þjónustumenningar.

Hjá Advania finn ég fyrir miklum metnaði hjá starfsfólki þegar kemur að þjónustu til viðskiptavina. Félagið hefur verið í spennandi vegferð í átt að bættri upplifun til viðskiptavina og að fá tækifærið til að leiða þá vegferð áfram er ég þakklát fyrir. Ég stíg inn í verkefnin full eldmóðs og hlakka til að drífa þau áfram með þeim öflugu einstaklingum sem innan félagsins eru.

- Anita Brá

Stofnun þjónustuupplifunarsviðs og ráðning Anitu er stórt skref í vegferð Advania að enn betri þjónustu. Markmið félagsins er ávallt að hafa viðskiptavininn í fyrsta sæti og það er gríðarlegur fengur að fá Anitu til að leiða áframhaldandi þróun á upplifun þeirra.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.