15.11.2023

Anita Brá nýr forstöðumaður þjónustuupplifunar hjá Advania.

Anita Brá Ingvadóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns þjónustuupplifunar, sem er nýtt svið innan Advania.

Sem einn af lykilstjórnendum Advania mun hún leiða samstarf innan félagsins til að tryggja að þarfir og ánægja viðskiptavina verði alltaf í forgrunni.

Anita Brá er sálfræðingur að mennt með sérhæfingu í upplifunar- og þjónustuþróun. Hún starfaði áður við sölu- og þjónustustýringu hjá BIOEFFECT og NOVA. Þar að auki hefur Anita starfað sjálfstætt við ráðgjöf í þjónustuupplifun og innleiðingu þjónustumenningar.

Hjá Advania finn ég fyrir miklum metnaði hjá starfsfólki þegar kemur að þjónustu til viðskiptavina. Félagið hefur verið í spennandi vegferð í átt að bættri upplifun til viðskiptavina og að fá tækifærið til að leiða þá vegferð áfram er ég þakklát fyrir. Ég stíg inn í verkefnin full eldmóðs og hlakka til að drífa þau áfram með þeim öflugu einstaklingum sem innan félagsins eru.

- Anita Brá

Stofnun þjónustuupplifunarsviðs og ráðning Anitu er stórt skref í vegferð Advania að enn betri þjónustu. Markmið félagsins er ávallt að hafa viðskiptavininn í fyrsta sæti og það er gríðarlegur fengur að fá Anitu til að leiða áframhaldandi þróun á upplifun þeirra.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.