17.05.2024

Ástæðulaust að hafa áhyggjur af upplýsingagjöf eftir endalok Workplace

Meta hefur nú staðfest opinberlega að Workplace muni hætta árið 2026. Á næsta ári lokar Workplace fyrir nýjar færslur en fyrirtæki fá þó tíma eftir það til að afrita gögnin sín.

Hvað tekur við?

Í ljósi þessara breytinga er ljóst að viðskiptavinir okkar, og aðrir notendur Workplace, þurfa að huga að því hvað taki við. Horfa þarf til þess að fara rétt að því hvernig Workplace verði útleitt og hvernig yfirfærsla í aðra lausn verði háttað.

Tímalínan sem Meta hefur gefið upp lítur svona út:

Til 31. ágúst 2025: Engin breyting.

Tímabilið 1. september 2025 til 31. maí 2026: Eingöngu hægt að lesa og hlaða niður upplýsingum og gögnum sem þegar eru á Workplace.

Eftir 1. júní 2026: Workplace aðgangi þínum verður lokað og Workplace umhverfi þínu verður eytt.

Frekari upplýsingar frá Meta má nálgast hér!

En hvað tekur þá við? Hvaða lausn getum við notað í staðinn fyrir Workplace? Þetta eru nú spurningar sem þarf að huga að. Dæmi um góða lausn sem getur auðveldlega leyst Workplace af hólmi er Microsoft Viva Engage. Grunnáskrift af þessari sniðugu lausn er ódýrari en grunnáskrift af Workplace en það besta við hana er að þú getur bætt henni við Teams. Fyrir vinnustaði sem nota Teams þá bætir þetta innanhússsamskiptin og fækkar þeim stöðum sem starfsfólk þarf að vakta eða leita að upplýsingum á.

Það er því algjör óþarfi að hafa áhyggjur af því hvar eigi að kynna matseðla mötuneytisins, auglýsa skráninguna á árshátíð vinnustaðarins og birta allar mikilvægar og skemmtilegar tilkynningar til starfsfólks. Á Viva Engage er auðvitað líka hægt að birta skemmtilegar starfsmannamyndir eins og af tvíförum dagsins og starfsmanni mánaðarins, allt í Microsoft umhverfinu. Einnig er auðveldara að deila skrám úr OneDrive eða SharePoint í póstum, eða skilaboðum til samstarfsfólks.

Aðlögunartími nauðsynlegur

Með Microsoft Viva Engage tengir þú alla sem starfa hjá fyrirtækinu. Hægt er að setja upp hópa utan um áhugamál, störf, deildir og önnur málefni. Í þessari Microsoft lausn getur starfsfólk átt í samskiptum, skrifað pósta, tengst samstarfsfólki og byggt upp samskipti þvert á teymi.

Þar sem Viva Engage er hluti af Microsoft umhverfinu þá er alltaf hægt að nálgast það í Microsoft Teams og því ekki þörf á að færa sig alltaf yfir í vafra til að sjá nýjustu fréttir eða tilkynningar. Viva Engage virkar samt einnig í vafra fyrir þá sem það kjósa.

Þó stutt sé síðan Meta staðfesti að Workplace hætti þá er mikilvægt að notendur fari strax að huga að því hvað komi í staðinn fyrir lausnina. Það tekur tíma að færa samskipti yfir á nýja lausn og nauðsynlegt að gera ráð fyrir aðlögunartíma áður en Workplace lokar fyrir nýjar færslur á næsta ári.

Við hjá Advania erum tilbúin að ræða við þig varðandi hvaða möguleikar standa þér til boða og hvernig best sé að snúa sér í framhaldi tilkynningar Meta. Hægt er að hafa samband við okkur á microsoft@advania.is.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.