Ólafur Helgi Haraldsson, deildarstjóri rekstrarlausna hjá Advania

Fréttir - 11.1.2024 13:45:49

Aukið öryggi með nýju gagnaveri á Akureyri

Advania lauk í haust uppsetningu á nýju gagnaveri á Akureyri í samstarfi við atNorth. Gagnaverið var hannað sérstaklega í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til gagnaöryggis með möguleika á speglun milli landshluta.

Til að lágmarka svartíma milli landshluta eru fjarskiptaleiðir yfir Sprengisand og Kjöl nýttar, að sögn Ólafs Helga. Auk þess notast Advania við eldri leiðir í gegnum NATO ljósleiðara og eru fjarskipti þannig tryggð milli landshluta. Ísland þykir vænlegur kostur fyrir staðsetningu gagnavera vegna orkunýtingar, öryggis og sjálfbærni en Akureyri er á landfræðilega hlutlausum stað og hentar því sérstaklega vel sem staðsetning fyrir nýtt gagnaver.

Nánar er fjallað um málið á fréttavefnum akureyri.net:

Aukið öryggi með nýju gagnaveri á Akureyri

„Miklar kröfur eru gerðar til áfallaþols gagna viðskiptavina okkar og með því að geta boðið þeim val um tvöfaldar þjónustur á milli landshluta eykst öryggi gagna mikið, aðgengi að þjónustum er betra og áhætta vegna náttúruhamfara er lágmörkuð. Þetta er mikilvægt til að tryggja að gögn séu örugg og aðgengileg hvenær sem er.“

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.