Uppfært: 12.03.2024 - Greinin birtist upphaflega: 16.09.2022

Ertu hauslaus?

Hvað er headless vefþróun? Hér verður fjallað um þetta hauslausa fyrirbæri, hvað það þýðir og af hverju það er sniðugt.

Arna Gunnur Ingólfsdóttir
ráðgjafi veflausna Advania

Hvað er að vera með haus?

Lítum aðeins um öxl og sjáum hvar áherslur voru fyrir ekki svo löngu. Fyrstu vefverslanirnar voru flóknar sérsmíðaðar lausnir. Þetta voru kerfi sem voru búin til í kringum hverja verslun og fyrirtæki og öll þróun átti sér stað inni í lokuðum hólfum stórra forritunarteyma. Síðar komu tilbúnar miðlægar lausnir, einföld kerfi sem komu með vefeiningum, verslunarvirkni og sniðmátum sem fyrirtæki gátu aðlagað að sínu vörumerki. Þessi kerfi eru á ensku kölluð "monolithic" (einföld) vefverslunarkerfi, eitt kerfi sem geymir efni, myndir, vörur, birgðir og verð (búkurinn) og stýrir framenda (hausinn).

Af hverju eru allir að tala um þetta hauslausa fyrirbæri?

Eins frábær og þessi öra þróun hefur verið þá er stærsti gallinn við einföld kerfi að þau eru einhæf. Fyrirtæki sem nýta slíkar lausnir skortir 360° sýn á reksturinn sem oftar en ekki spannar verslun, vefverslun og app sem þarf að tala saman.

Tilfærslan í hauslaus kerfi er því aftenging frá einhæfum kerfum í minna sérhæfð kerfi sem eru bundin saman með tengingum og pakkað inn með fallegu framendaviðmóti. Það væri því réttara að tala um færslu fyrirtækja yfir í hauslausan kerfisstrúktúr, þar sem kerfin eru sérvalin út frá því hvað hentar hverjum rekstri frekar en að þau geti leyst sem flest vandamál. Gögnin flæða svo milli kerfa með því sem heitir á tæknimáli API millilagi. Því má lýsa sem straumbreyti sem gerir kerfum kleift að tala saman þrátt fyrir að vera aðskilin. Þannig er hægt að raða saman þeim kerfum sem gera þér kleift að stunda þinn rekstur best og notað millilagið til að tengja gögnin við framenda vef, appið þitt, þjónustusíður og/eða spjallmenni.

Áður var öll áhersla á að finna þetta eina sanna kerfi (OMNI channel) sem að myndi leysa allar þarfir fyrirtækja (Macro lausnir) en nú hefur orðið  U-beygju á markaðnum með tilkomu margra minni (Micro) lausna sem leysa sérhæfða virkni á mjög góðan hátt og að tengja þau saman á skilvirkan hátt.

Sem dæmi má nefna fyrirtæki í blönduðum rekstri þar sem þjónusta og vörur eru í boði. Það er nefnilega ekkert eitt kerfi sem getur leyst af hólmi að halda utan bókanir og sölu með tengingum við allt sem þarf. En á sama tíma er þörf á því að vita hvort að viðskiptavinur hefur bókað þjónustu og er að versla í annað eða fimmta sinn eða hvort markaðsátak skili árangri. Einföld kerfi gera það sem þau þurfa en þau veita þér ekki 360° yfirsýn.

Þetta er staðreynd sem flest fyrirtæki standa frammi fyrir stórum gagnasílóum á ólíkum stöðum í bakenda rekstursins. En flest vilja geta þau þekkja viðskiptavininn betur, geta boðið honum betri þjónustu og vitað hvað virkar og hvað ekki.

Hvernig verður maður hauslaus?

Hvað ætti að vera micro lausn frekar en macro og hvernig veit fólk hvað hentar þeirra rekstri best?

Góð fyrsta spurning er “where does it hurt?” Hvar er ferli eða flöskuháls sem er ekki hægt að sleppa en er tímafrekur og leiðinlegur. Það er oftar en ekki rétti staðurinn til að staldra við. Skoða hvernig hægt er að sjálfvirknivæða ferlið og rekja þaðan hvaða bakenda kerfi þarf að bæta við eða laga til að komast þangað.

Gott er að teikna upp hvaða grunnþarfir þarf að leysa, finna hvar sársaukinn er í daglegum rekstri og mynda rauða þráðinn í því sem er í lagi. Hvað þarf að laga eða skipta um? Áður en þú veist af er kominn grunnur að nýjum kerfisstrúktur.

Þetta er í raun alltaf samtengt við stafrænar umbreytingar hvers fyrirtækis og gerist ekki yfir nótt. En með því að ákveða hverjir stafrænir draumar fyrirtækisins eru þá er auðvelt að velja inn kerfi sem styðja við hauslausan strúktur. Þar byrjar vegferðin.

Svo getur þú líka haft samband við okkur ráðgjafa Advania.

Greining birtist upphaflega 16.09.2022

Efnisveita