Vefverslanir

Öflug vefverslun er forsenda fyrir samkeppnishæfni endursöluaðila. Vefverslun er opin allan sólarhringinn og veitir þínum viðskiptavinum aðgang að vörum og þjónustu í rauntíma. Tenging við helstu birgða- og bókhaldskerfi tryggir að þín vefverslun viti alltaf hvað er til og hvað það kostar.

Spjöllum saman
áratuga reynsla

Við erum sérfræðingar í vefverslunum

Samþættingar við birgða - og bókhaldskerfi
Tryggir að verð og birgðastaða séu alltaf réttar.
Tilbúnar tengingar við helstu greiðslu- og sendingaraðila
Innbyggð virkni svo viðskiptavinurinn þurfi aldrei að fara út úr vefversluninni.
Headless möguleikar
Sérsniðin vefverslun að þínum kerfislegu þörfum
Samþættingar við þriðja aðila þjónustur
Tengir vefverslunina við þau markaðskerfi sem þú þarft

Tilbúnar tengingar við greiðslu- og sendingaraðila

Advania býður upp á innbyggðar tengingar við helstu greiðslu- og sendingaraðila landsins til þess að senda viðskiptavininn aldrei útaf vefversluninni. Dæmi um tengingar eru við Valitor, SaltPay, Korta, Síminn Pay, Netgíró,Pei og Póstinn og Dropp.

Samþættingar við birgðir og bókhald

Tryggir að verð og birgðastaða séu alltaf rétt. Rauntíma tenging milli birgða, bókhaldskerfis og vefverslunar tryggir að viðskiptavinir versla alltaf vörur sem eru til á lager og á réttu verði. Samþættingar tryggja að öll sala á vef skili sér inn í kerfið og einfaldar utanumhald og afgreiðslu af vefnum. S4S opnaði nýlega glæsilegan vef sem sameinar fimm vefverslanir fyrirtækisins undir einni verslun. Vefurinn var þróaður af veflausnum Advania og hér er fjallað um helstu atriði sem stuðla að góðum árangri hans.

Þú ert í góðum félagsskap

Headless möguleikar

Í nútíma vefumhverfi breytast þarfirnar hratt. Með headless er hægt að velja inn kerfi og þjónustuaðila eins og hentar án þess að þurfa að þróa vefinn upp á nýtt. Headless vefir eru mun léttari og sneggri en hefðbundnir vefir og henta því sérlega vel á stórum vefum.

Samþættingar við þjónustu þriðja aðila

Þarftu að tengja vefverslunina við póstlistakerfið þitt eða viltu fá vörurnar þínar inn í vöruleit ja.is? Viltu geta boðið uppá bókanir á viðburði eða þjónustu? Við getum tengt þig við þær þjónustur sem þú þarft fyrir þinn rekstur.

Vefverslun í DynamicWeb

DynamicWeb veitir góða yfirsýn yfir allt sem viðkemur vefverslun, vörustýringu og markaðsmálum. Kerfið hentar miðlungs og stórum vefverslunum með breitt vöruúrval og þurfa öflugt kerfi til að vinna með gögnin sín.

Sjáðu DynamicWeb nánar

Fréttir og greinar um vefverslanir

Hefur þú litið í spegil nýlega? Hefurðu sett þig í spor viðskiptavina þinna og skoðað vefinn þinn með þeirra augum? Hvað blasir við þeim?
S4S opnaði nýlega glæsilegan vef sem sameinar fimm vefverslanir fyrirtækisins undir einni verslun. Vefurinn var þróaður af veflausnum Advania og hér er fjallað um helstu atriði sem stuðla að góðum árangri hans.
Viltu vita meira?

Spjöllum saman

Viltu vita meira um vefverslanir? Sendu okkur fyrirspurn og við svörum um hæl.