Ralph Stocker og Þórður Ingi Guðmundsson að lokinni vel heppnaðri vinnustofu.

Fréttir - 14.5.2025 21:28:54

Fullt út úr húsi á vinnustofu um krafta gervigreindar

Íslendingar létu ekki framhjá sér fara tækifæri til að læra af gervigreindarsérfræðingum þrátt fyrir sólríka daga í Reykjavík.

Í þessari viku tekur nýsköpun yfir borgina í tilefni af Iceland Innovation Week og Advania og NVIDIA taka saman þátt í ár. Í gær var haldin sérstök vinnustofa í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni. Viðfangsefnið var hagnýting gervigreindar í íslensku atvinnulífi.

Við hófum leika á i vinnustofu þar sem þátttakendur fengu tækifæri til að deila sín á milli af eigin sýn og reynslu. Fóru strax af stað áhugaverðar umræður varðandi helstu áskoranir og tækifæri sem fyrirtæki standa frami fyrir í tengslum við innleiðingu gervigreindar í sinni starfsemi. Umræðunum stýrði Þórður Ingi Guðmundsson forstöðumaður hjá viðskiptalausnum Advania ásamt góðum hópi starfsfólks Advania.

Eftir að umræðunum lauk steig Ralph Stocker sérfræðingur hjá NVIDIA á sviðið. Fór hann í gegnum NIM Workshop frá tæknirisanum. Tóku allir þátttakendur þátt á eigin tölvum á þessu gagnlega námskeiði. Sýndi hann þar meðal annars hvernig nýta má NIM vettvanginn til að einfalda og hraða útfærslu á gervigreindarlausnum. Spurningum rigndi úr salnum og er ljóst að áhuginn á að læra að nýta krafta gervigreindar fer svo sannarlega ekki minnkandi.

Viðburðurinn endaði á tengslamyndun þar sem áfram var rætt um helstu áskoranir og öll tólin og tækifærin sem í boði eru þegar kemur að gervigreind á Íslandi.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.