Ralph Stocker og Þórður Ingi Guðmundsson að lokinni vel heppnaðri vinnustofu.

Fréttir - 14.5.2025 21:28:54

Fullt út úr húsi á vinnustofu um krafta gervigreindar

Íslendingar létu ekki framhjá sér fara tækifæri til að læra af gervigreindarsérfræðingum þrátt fyrir sólríka daga í Reykjavík.

Í þessari viku tekur nýsköpun yfir borgina í tilefni af Iceland Innovation Week og Advania og NVIDIA taka saman þátt í ár. Í gær var haldin sérstök vinnustofa í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni. Viðfangsefnið var hagnýting gervigreindar í íslensku atvinnulífi.

Við hófum leika á i vinnustofu þar sem þátttakendur fengu tækifæri til að deila sín á milli af eigin sýn og reynslu. Fóru strax af stað áhugaverðar umræður varðandi helstu áskoranir og tækifæri sem fyrirtæki standa frami fyrir í tengslum við innleiðingu gervigreindar í sinni starfsemi. Umræðunum stýrði Þórður Ingi Guðmundsson forstöðumaður hjá viðskiptalausnum Advania ásamt góðum hópi starfsfólks Advania.

Eftir að umræðunum lauk steig Ralph Stocker sérfræðingur hjá NVIDIA á sviðið. Fór hann í gegnum NIM Workshop frá tæknirisanum. Tóku allir þátttakendur þátt á eigin tölvum á þessu gagnlega námskeiði. Sýndi hann þar meðal annars hvernig nýta má NIM vettvanginn til að einfalda og hraða útfærslu á gervigreindarlausnum. Spurningum rigndi úr salnum og er ljóst að áhuginn á að læra að nýta krafta gervigreindar fer svo sannarlega ekki minnkandi.

Viðburðurinn endaði á tengslamyndun þar sem áfram var rætt um helstu áskoranir og öll tólin og tækifærin sem í boði eru þegar kemur að gervigreind á Íslandi.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.