22.08.2024

Gagnvirkir iiyama skjáir

Það hefur aldrei verið betri tími en núna til að stafrænivæða skólastofuna.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Í vor vorum við með sérstakt kynningaverð á frábærum gagnvirkum skjá frá iiyama sem er á verðum sem ekki hafa sést á þessum markaði fram til þessa. Við teljum þetta vera byltingu fyrir menntastofnanir og fyrirtæki sem nota teiknitöflur. Gekk þetta mjög vel og hafa skjáirnir komið vel út. Nú eru skólarnir að byrja aftur og höfum við í samstarfið við iiyama ákveðið að setja þetta ótrúlega tilboð í gang aftur og út október.

iiyama skjáirnir eru hannaðir fyrir langan líftíma og á þeim er sérstök glampavörn (non-glare) og gott birtustig fyrir björt rými. Þar að auki fylgja með skýjalausnir til þess að stjórna skjáunum. Svo er ótrúlega auðvelt að deila skjá þráðlaust frá tölvum, spjaldtölvum eða símum með Miracast, Apple Airplay, Google Cast eða iiyama Share appinu. Með framúrskarandi lausn er svo hægt að fá öll skjöl frá One Drive eða Google Drive upp á skjáinn með því að skanna QR kóða. Hér er sjón sögu ríkari.

Kíktu í kaffi

Við höfum nú sett upp sérstakt rými í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni til þess að sýna þessa snilld. Við viljum bjóða ykkur í heimsókn og þiggja frábæran kaffibolla á kaffihúsinu okkar í leiðinni.

Sjáðu tilboðin hér: Gagnvirkir Skjáir

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.