Blogg - 30.8.2024 20:43:34

Hlaðborð af fríum fyrirlestrum

Eins og á öllum alvöru hátíðum þá verður boðið upp á hliðardagskrá á Haustráðstefnu Advania sem er með svokölluðu “off-venue” fyrirkomulagi sem Íslendingar þekkja svo vel. Frítt er á viðburðina en við biðjum þig að skrá þig svo við séum viss um að húsið nái að rýma alla. Þó við séum á hliðardagskrá þýðir það ekki að það séu minni rokkstjörnur sem stíga þar á svið miðað við aðalsviðið. Við erum með allt frá yfirkerfisfræðingum til forstjóra sem ætla að kafa á dýptina og svara spurningum áhorfenda í sal. Að sjálfsögðu verður boðið upp á kaffi og léttar veitingar enda erum við að ræsa eldsnemma um morguninn í mörgum tilfellum.

Bjarni Ben

Konur eru líka nörd

Þó að vefdagskráin fái alla athygli miðvikudaginn 4. september þá ætlum við samt að þjófstarta með einum viðburði kl. 16:00 þann daginn þegar konur í tækni koma saman í Björtuloftum, hátíðarsal Hörpu. Við fáum þær Jette Hansen frá Dell og Lindu Malm frá NVIDIA sem ætla að deila persónulegum reynslusögum úr tæknigeiranum með starfssystrum sínum. Auk þeirra ætlar Sigríður Sía Þórðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptalausna hjá Advania að segja frá sinni vegferð í upplýsingatækni sem spannar tvo áratugi.

Áhuginn er gríðarlegur og fullt er á þennan viðburð!

Sjálfbærni og gervigreind - Þetta endurvinnur sig ekki sjálft, eða hvað?

Eins og við þekkjum öll þá eru gerðar sífellt meiri kröfur á fyrirtæki og stofnanir um stefnumótun í sjálfbærni. Getum við ekki sjálfvirknivætt hluta af þeim ferlum með tilkomu gervigreindar? Steinar Brunborg og Anne-Marie Bindzus frá Oracle vita allt um það og ætla að segja okkur hvernig við getum bætt fjámálaupplýsingum inn í slík verkefni, tryggt rekjanleika upplýsinga og auðveldað samvinnu við gerð sjálfbærniskýrsla.

Öryggi og ábyrgð stjórnenda - Á ég að gera það?

Hvað er GDPR, NIS2 og DORA? Hvernig hefur þessar reglugerðir áhrif á rekstur fyrirtækja? Tómas Kristjánsson, persónuverndarfulltrúi Advania veit nákvæmlega hver ber ábygrð á hverju og hvað við þurfum að gera til að tryggja öryggi gagna. En hvernig komumst við þangað?

Marcel Giacomini frá Oracle tekur við og segir okkur hvernig Oracle skýið hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að tryggja öryggi gagna og minnka kostnað vegna regluvörslu.

Sturla Þór Björnsson lokar svo viðburðinum með dæmisögu um hvernig margir af stærstu gagnagrunnum ríkisins voru færðir milli kerfa á 12 mánaða tímabili.

Kennslustund í framleiðni og afköstum gervigreindar

Johhny Dahlberg ber titilinn Senior Systems Engineer hjá VAST Data og mun segja okkur fimm dæmisögur um hvernig VAST Data bætti afköst djúpnáms (deep learning) í gervigreind. Honum til halds og traust verða Sigurður Sæberg Þorsteinsson, forstjóri Advania í Danmörku og Renen Hallak, forstjóri VAST Data sem munu verða til tals og svara spurningum áhorfenda í sal.

Vituð þér enn eða hvað? Íslenska og gervigreind

Það var á allra vörum þegar menningar- og viðskiptaráðuneytið tilkynnti samstarf við OpenAI og íslenska varð annað tungumál ChatGPT. Óttar Kolbeinsson Proppé, sérfræðingur í máltækni hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu leiddi það samstarfsverkefni og nú ætlar hann að leiða pallborðsumræður um íslensku og gervigreind á Haustráðstefnu Advania.

Í pallborðinu verða Eydís Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og meðeigandi Tiro ehf, Vilhjálmur Þorsteinsson stofnandi og stjórnarformaður Miðeindar, Lilja Dögg Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri Almannaróms og Jón Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri Bara tala.

Hlaðborð af fríum fyrirlestrum

Allir þessir hliðarviðburðir verða í hliðarsölum í Hörpu og því þarf ekki miða á ráðstefnuna til þess að mæta. Auk þess verður boðið upp á kaffi og léttan morgunverð þegar það á við og því kjörið að skreppa út úr húsi, inn í Hörpu, fá sér kaffi og hlusta á sérfræðinga taka dýpri umræðu en við fáum á aðalsviðinu.

Sjáumst í Hörpu!

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.