Hvað er eiginlega blágeislavörn?
Mikið hefur verið rætt um bláa geisla í skjáum og óþægindin sem þeim kunna að fylgja. En er þetta eitthvað sem við þurfum að spá í?
Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania
Í bláum skugga óþæginda
Í mjög stuttu máli eru bláir geislar sýnilegir geislar sem skjáir senda frá sér. Þeir eru á stuttri bylgjulengd og með mikla orku. Mikilvægt er að halda þessum geislum í skefjum, til að minnka áreiti á augun og minnka möguleg áhrif á gæði svefns¹.
Þú hefur eflaust tekið eftir hvernig annar hver skjár í kringum þig verður gulur þegar líður á kvöldið. Tæknifyrirtæki hafa nú í nokkurn tíma notað hugbúnað til að minnka magn blárra geisla og gera myndina hlýrri. Þetta er sérstaklega hjálplegt til að auka gæði svefns, en þýðir óneitanlega að tilveran verður eilítið… gulari.
Nýrri og nútímalegri nálgun
Dell hefur ákveðið að tækla vandamálið á nútímalegri hátt: með vélbúnaði. ComfortView Plus er innbyggð blágeislavörn sem er alltaf á og hefur ekki áhrif á litina sem skjárinn sýnir. Þetta þýðir bláu geislunum er haldið í skefjum án þess að notandinn verði einu sinni var við það. Fyrir þau okkar sem sitjum allan vinnudaginn fyrir framan tölvuskjá er þetta engin smá bylting.
Hvernig næli ég mér í blágeislavörn?
ComfortView Plus tæknin hefur nú þegar ratað í þónokkur tæki frá Dell. Bæði skjái og fartölvur. Og ekki nóg með það, heldur kom nýlega í sölu stórglæsilegur skjár með fimm stjörnu augnþægindavottun frá TÜV Rheinland, sem hefur sérhæft sig í öryggi á vinnustöðum í 150 ár.
Glæsilegur USB-C skjár með blágeislavörn á tilboði:
Dell Professional 27" (2560 x 1440) 27" USB-C skjá
Glæsilegur 27" vinnuvistfræðilega hannaður QHD skjár úr Professional línu Dell. ComfortView Plus Low Blue Light tækni