Kristjana Sunna Erludóttir deildarstjóri þjónustu og ráðgjafar og Ingibjörg Edda Snorradóttir, deildarstjóri hugbúnaðarþróunar ásamt Brynju Baldursdóttur, framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi og Johan Krantz, forstjóra InfoMentor.

Fréttir - 3.9.2024 08:24:44

InfoMentor kaupir INNU og Völu af Advania

Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Með kaupunum tekur InfoMentor yfir allar skuldbindingar Advania gagnvart viðskiptavinum þessara lausna og því starfsfólki sem þróar og þjónustar þessar lausnir. Alls munu 12 sérfræðingar Advania færast með lausnunum yfir til InfoMentor en það eru stjórnendur, vörustjórar, og aðrir sérfræðingar í þróunar- og þjónustuteymi.

„Hjá Advania metum við vöru- og þjónustuframboð okkar reglulega til að skerpa á fókus út frá nýjustu tækni og þróun markaðarins. Undanfarin misseri höfum við rýnt stöðu og framtíðarsýn þeirra lausna sem Advania hefur þróað undanfarin ár fyrir nemenda- og skólaumsýslu. Í kjölfar þess tókum við ákvörðun um að stíga út úr því að þróa og viðhalda sértækum lausnum á þessu sviði. Það kom svo í ljós að áhugi væri hjá fjárfestum að kaupa þessar lausnir út úr félaginu og eftir viðræður við aðila á markaðnum var gengið til samninga við InfoMentor. Við sjáum á eftir frábærum vinnufélögum og viðskiptavinum en vitum af þeim í góðum höndum hjá öflugu fyrirtæki,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.

„Eftir að viðræður hófust á milli InfoMentor og Advania var strax ljóst að þessar lausnir ættu góða samleið við þá vegferð sem InfoMentor er á og tækifæri væru þar til að gera enn betur með því að taka saman höndum. Hjá InfoMentor starfar hópur sérfræðinga sem lifir og hrærist í skólalausnum og hefur víðtæka sérfræðiþekkingu á íslenskum og sænskum markaði. Með þessa þekkingu og þekkingu sérfræðinga skólalausna Advania gefst tækifæri til að halda áfram að þróa öflugar hugbúnaðarlausnir fyrir þessa markaði með hagsmuni nemenda og skólasamfélagsins að leiðarljósi,“ segir Johan Krantz, forstjóri InfoMentor.

Inna er upplýsingakerfi fyrir framhaldsskóla og inniheldur m.a. kennslukerfi og nemendabókhald. Vala er lausn fyrir sveitarfélög sem nær yfir umsýslu leikskóla, skólamat, frístundastarf og vinnuskóla. Hugbúnaðarfyrirtækið InfoMentor var stofnað á Íslandi árið 1990 og er með yfir þriggja áratuga reynslu af rekstri og þróun hugbúnaðar og tæknilausna fyrir leik- og grunnskóla. Fyrirtækið og kerfið hefur þróast mikið á þessum tíma og hefur í dag hátt í milljón daglega notendur á Íslandi og í Svíþjóð. InfoMentor mun halda áfram þróun lausnanna tveggja og vinna náið með viðskiptavinum í að þróa áfram gæða kerfi í takt við þróun og þarfir markaðarins.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.