Blogg - 16.10.2024 11:31:21

Kjarakönnun Intellecta í H3

Nú er hægt að skila gögnum í Kjarakönnun Intellecta með vefþjónustu frá H3. Kjarakönnun Intellecta veitir nákvæmar upplýsingar um launakjör stjórnenda, sérfræðinga og fagfólks. Kjarakönnun Intellecta er ein af stærstu kjarakönnunum sem gerð er á Íslandi, með upplýsingar um launakjör um 12.000 stjórnenda, sérfræðinga og fagfólks.

Berglind Lovísa Sveinsdóttir
vörustjóri H3

Kjarakönnun Intellecta:

  • Veitir aðgang að góðum markaðsupplýsingum um launakjör hjá  fyrirtækjum á Íslandi eftir starfssviði og ábyrgð.
  • Veitir innsýn inn í hvernig launakjör eftir starfssviði og ábyrgð er í samanburði við markaðinn.
  • Veitir innsýn í hvort launastefna fyrirtækisins er að ganga eftir í samanburði við markaðinn.
  • Sýnir hvernig launakjör hafa verði að þróast milli ára.
  • Veitir upplýsingar um útbreiðslu og gerð breytilegra skammtíma- og langtímaárangurslaunakerfa.

Gögnin í kjarakönnuninni eru áreiðanleg, þar sem þau eru fengin úr launakerfum þátttökufyrirtækja.

Kjarakönnun Intellecta er nú hægt að senda með vefþjónustu frá H3. Það tryggir gæði og öryggi gagna og gerir það að verkum að hægt er að fá örari niðurstöður með upplýsingar um launakjör starfsmanna.  Gögnin eru fengin úr H3 miðað við skráðar forsendur sem tryggir áreiðanleika gagnanna. Þátttökufyrirtækin vita við hvaða fyrirtæki þau eru að bera sig saman við.

Intellecta gefur kost á að vita hvaða fyrirtæki eru með í markaðslaunakönnuninni, og þú getur valið samanburð við ákveðin fyrirtæki eða greinar.  Viðskiptavinir Intellecta nota margs konar launa- og mannauðskerfi og það gefur kost á betri samanburði við starfsgreinar.

Um kjarakönnunina

Intellecta veita upplýsingar um langtíma- og skammtíma árangurslaunakerfi og hvað þau eru að gefa. Intellecta gerir betri gögn fyrir ákveðinn hluta af markaðnum – ábyrgðarstig og samanburðarhópar. Intellecta stefnir á að auka tíðnina og vera með að minnsta kosti tvisvar á ári á næstunni.  Í dag eru niðurstöðugögn tilbúin mánuði eftir að laun eru greidd og gögnin verða til, en stefnt er að því að stytta þann tíma verulega.

Um H3

H3 launa- og mannauðskerfið er alhliða launakerfi sem býður upp á mikinn sveigjanleika fyrir notendur. Lausnin miðar að því að auðvelda launavinnslu, spara tíma og auka yfirsýn yfir launakostnað og starfsmannaupplýsingar. H3 býður upp á öfluga viðskiptagreind ásamt fjölbreyttum skýrslum, fyrirspurnum og greiningum sem nýtast stjórnendum við ákvörðunartöku.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.