27.11.2024

Mikilvægt að afrita gögn sem geymd eru í skýjaþjónustum erlendis

Töluverð umræða skapaðist um öryggi gagna eftir fjölmiðlaumfjöllun um sæstreng sem slitnaði á milli Svíþjóðar og Litháen og skemmdir á öðrum sæstreng, á milli Finnlands og Þýskalands. Hafsteinn Guðmundsson framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Advania ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

„Það er alls ekki óeðlilegt að þessi umræða komist í hámæli hér á Íslandi þegar við horfum á atburði eins og blasa við okkur í Eystrasaltinu núna. Við búum í sítengdum heimi og ég held að Íslendingar séu í fararbroddi með að nýta sér upplýsingatækni og skýjaþjónustur.“

Hafsteinn segir mikilvægt að horfa til þess að við erum eyja norður í Atlantshafi og reiðum okkur að öllu leyti á sæstrengi og tengingar við umheiminn, þar af eru þrír strengir sem tengja okkur við Evrópu. Hann segir mikilvægt að halda umræðunni um þessi mál hófstilltri.

„Cert-IS hefur nú þegar gefið út að þau sjái ekki ástæðu til að hækka eitthvað viðbúnaðarstig út af þessu, en hafa um leið sagt að þau séu með í frekari undirbúningi vinnu í að rýna í sviðsmyndir og veita íslenskum stofnunum og fyrirtækjum sem eru að reka okkar mikilvægustu innviði ráðgjöf um hvernig réttast sé að reyna að mögulega að halda í lágmarki mögulegum neikvæðum áhrifum sem við gætum þurft að glíma við.“

Möguleikar á að endurbyggja kerfi

Versta sviðsmyndin sé að við verðum slitin úr sambandi, þó að mikið þurfi til að það gerist. Hafsteinn bendir samt á í þessu samhengi að mörg fyrirtæki hér á landi reiða sig á skýjaþjónustur.

„Gögn ýmissa stofnanna og fyrirtækja eru farin að keyra ansi mikið í gagnaverum á Írlandi og í norðvestur Evrópu. Við hjá Advania höfum lagt áherslu á það að þau gögn, tölvupóstur og önnur gögn sem eru mikilvæg fyrirtækjum, séu afrituð til Íslands og tiltæk hérlendis líka ef til rofs eða verulegs samdráttar í bandvídd kæmi til.“

Hluti af sviðsmyndagreiningum sem ríki og einstök fyrirtæki geta farið í þegar þau áhættumeta sínar „krítískustu“ þjónustur. Ég tel að það að hafa afrit gagna fyrir lykilkerfi hérlendis og þá möguleikana á að endurbyggja kerfi hér heima sé mikilvægt.“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni á fréttavefnum Vísi og hér fyrir neðan.

Með sjálfvirkri afritun úr skýjaþjónustum til Íslands geta fyrirtæki nú uppfyllt kröfur um gagnageymslu á Íslandi og jafnvel sett upp rauntímaafritun milli landshluta. Þannig getur rekstraröryggi verið tryggt, jafnvel í neyðartilvikum þegar allt samband við útlönd er í uppnámi.

Fleiri fréttir

Blogg
12.05.2025
Ofurtölvan Spark (áður þekkt sem DIGITS) frá NVIDIA með Blackwell ofurflögunni er á leiðinni í sölu hjá Advania. Vélin skilar reiknigetu upp á 1000 AI TOPS í ótrúlega litlu boxi. Eitthvað sem hefur aldrei sést áður.
Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.