20.11.2024

Næsta kynslóð heyrnartóla og fundahátalara frá Jabra

Jabra hefur um langt skeið verið leiðandi í heiminum þegar kemur að heyrnartólum og fundahátölurum. Nýlega kynnti Jabra til sögunnar nýjar útgáfur af vinsælu Evolve og Speak línunum sínum, sem eru sérstaklega hannaðar til að styðja við kröfur tvinnustaðarins (Hybrid Workplace).

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Evolve2 65 Flex

Heyrnartól fyrir fólk á ferðinni með frábærum hljómgæðum og ótrúlegum þægindum.

Evolve2 65 Flex eru sérhönnuð fyrir fólk á ferðinni með sinni byltingarkenndu fold-and-go hönnun, sem gerir það auðvelt að grípa þau með sér. Hægt er að fella hljóðnemaarminn inn í og bæta við þráðlausum hleðslupad á borðið sem getur hlaðið flestar tegundir nútíma farsíma þráðlaust. Heyrnartólin koma í mjög fallegu hulstri. CNET valdi þessi heyrnartól nýlega sem bestu tólin fyrir fjarvinnuna.

Evolve2 50

Nýjasta kynslóð snúrutengdra heyrnartóla með frábærum hljómgæðum.
Evolve2 50 tengist tækinu þínu í gegnum USB-C eða USB-A  en einnig er mögulegt að tengjast með bluetooth í farsíma. Hægt er að fá Evolve2 55 í bæði Stereo og Mono útgáfu

Evolve2 55

Næsta kynslóð þráðlausra heyrnartóla með frábærum hljómgæðum og ótrúlegum þægindum.
Evolve2 55 er þráðlaus valkostur sem býður upp á allt að 37 klukkustunda endingu á rafhlöðu og hraðhleðslueiginleika sem gefur þér auka klukkutíma notkun á aðeins 15 mínútum. Innbyggt Bluetooth og með Link380 í USB-A eða USB-C nærðu allt að 30 metra drægni. Hægt er að fá Evolve2 55 í Stereo eða Mono útgáfu

Hvaða heyrnartól henta þér best ?

Speak2 fundahátalarar - bylting fyrir tvinnustaðinn (Hybrid Workplace)

Markaðshlutdeild Jabra í fundahátölurum er engin tilviljun enda frábær vara sem hefur margsannað sig. Speak2 er næsta kynslóð fundahátalara frá Jabra og inniheldur þrjár gerðir, Speak2 75, Speak2 55 og Speak2 40.

Allar gerðir eru með 4 stefnuvirka hljóðnema og hágæða hátalara sem framkalla háþróað tvíhliða hljóð, sem tryggir að allir þátttakendur fundarins heyri vel í öllum á sem náttúrulegastan hátt. Jabra hefur einnig lagt mikla vinnu í útlitshönnun svo þeir henti í hvaða rými sem er og þeir koma allir í snyrtilegu hulstri. Speak2 hátalararnir sem við seljum koma með Teams hnapp en hægt að tengja þá við flest öll forrit.

Speak2 40

Speak2 40 er snúrutengdur valkostur sem hægt er að tengja með USB-C eða USB-A en það er nýjung að hafa bæði USB-C og USB-A tengi á sama kaplinum. Hátalarinn er ryk- og vatnsþolinn með IP64  vottun.

Speak2 55

Speak2 55 er þráðlaus valkostur sem býður upp á allt að 12 klukkustunda rafhlöðuendingu og allt að 30 metra drægni (með link380). Hátalarinn er ryk- og vatnsþolinn með IP64 vottun. Frábær hljómgæði í hátölurum og fjórir noise-cancelling beamforming hljóðnemar sem eyða umhverfishljóðum sem gera fundaupplifunina enn ánægjulegri.

Speak2 75

Speak2 75 er fullkomnasta gerðin í línunni með sérhönnuðum mæli sem sýnir þér hversu vel hljóðnemarnir nema röddina þína. Hann er einnig með 360 gráðu ljóshring sem gefur til kynna stöðu hátalarans. Öflugur 65 mm hátalari sem skilar ótrúlegri hljóðupplifun fyrir skilvirka og afkastamikla fundi.

Efnisveita