Fréttir - 9.1.2025 14:10:28

NVIDIA kynnir ofurtölvu fyrir okkur hin

NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.

Lykillinn er GB10 ofurflagan

GB10 er ARM kerfi (e. System on a chip) og er byggt á NVIDIA Grace Blackwell arkitektúr. Flagan skilar allt að einu petaflop-i af afköstum í gervigreindarverkefnum, frammistöðutala sem aldrei hefur sést áður í tölvu af þessari smæð. GB10 inniheldur NVIDIA Blackwell GPU, NVIDIA Grace örgjörva, 128GB vinnsluminni og allt að 4TB af geymslurými. Auk þess er hægt að nýta NVIDIA ConnectX til að tengja tvær vélar saman og keyra þannig módel með allt að 405 milljörðum breyta. Fyrir þau sem skilja hvað eitthvað af þessu þýðir, eru því verulega spennandi tímar framundan.

Ofurtölvutæknin Grace Blackwell AI verður innan seilingar

Með Grace Blackwell arkitektúrnum sem tæknin er byggð á, geta fyrirtæki og notendur set fram frumgerðir, fínstillt og prófað módel á vélinni, og gefið út á NVIDIA DGX Cloud eða öðrum skýjalausnum. Þetta gerir notendum kleift að vinna gervigreindarvinnu á staðnum, og skala svo upp sömu tækni í skýinu. Samhliða opnast fyrir ótal verkfæri frá NVIDIA sem notuð eru í gervigreindarvinnu, t.d NVIDIA NeMo, NVIDIA RAPIDS, NVIDIA Blueprints og NVIDIA NIM.

Verður í boði hjá Advania

Advania á Íslandi er Elite Partner hjá NVIDIA. Project DIGITS ofurtölvan er því væntanleg í sölu seinna á árinu. Verð og tímasetningar verða tilkynnt síðar, en hægt er að forskrá sig í vefverslun Advania:

Fleiri fréttir

Fréttir
12.09.2025
Díana Björk Olsen hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Mannauðslausna Advania. Díana Björk hóf störf hjá Advania árið 2021 og  hefur frá árinu 2022 starfað sem deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu á sama sviði innan Viðskiptalausna. Hún hefur nú þegar tekið við þessu nýja hlutverki.
Blogg
10.09.2025
Fulltrúar frá NVIDIA héldu áhugaverða kynningu á Haustráðstefnu Advania þar sem farið var yfir sögu og framtíð gervigreindar (AI) og GPU-tækni. Í kynningunni var farið yfir hvernig NVIDIA hefur þróast frá því að vera fyrirtæki í framleiðslu á skjákort fyrir tölvuleiki yfir í að vera leiðandi fyrirtæki í gervigreind.
Fréttir
10.09.2025
Þórður Ingi Guðmundsson hefur tekið að sér stöðu forstöðumanns Gervigreindarseturs  Advania og Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur gengið til liðs við Advania sem netöryggis- og gagnaþróunarstjóri. Þessi tvö stefnumarkandi svið munu tilheyra nýstofnaðri Skrifstofu stefnumótunar, sem heyrir beint undir forstjóra.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.