Viðburðurinn fer fram í Kaldalóni, Hörpu
27.08.2024NVIDIA og Dell leiða hesta sína saman á Íslandi
Haustráðstefna Advania nálgast óðfluga. Fjöldinn allur af fríum hliðarviðburðum er á dagskrá í kringum ráðstefnuna - þar á meðal alveg gríðarlega spennandi fyrirlestraröð á vegum Dell og NVIDA.
Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania
Viðfangsefnið? Nú auðvitað gervigreind
Það kemur trúlega engum á óvart að viðfangsefnið er tæknin sem er að umbylta heiminum. Þrír fyrirlesara koma til landsins og tala á praktískum nótum um hvernig vinnustaðir geta nýtt gervigreind í sínum rekstri, og hvernig þeir ættu að vera að undirbúa sig undir það sem koma skal.
Frítt er á viðburðinn og fer hann fram á undan aðaldagskrá Haustráðstefnu Advania, fimmtudaginn 5. september. Þetta er því kjörið tækifæri til að byrja daginn snemma með gagnlegum fyrirlestrum og ljúffengum kaffibolla - hvort sem þú átt miða á ráðstefnuna eður ei.