Rauði krossinn hefur tekið í notkun Salesforce Nonprofit Success Pack
28.03.2023Rauði krossinn tekur á móti framtíðinni með Salesforce
Eftir að hafa tekið í notkun Salesforce Nonprofit Success Pack hefur Rauði krossinn nú í fyrsta sinn 360 gráðu sýn á umfangsmikla starfsemi sína og þjónustu.
Innleiðing Rauða krossins á Salesforce í samstarfi við Advania gerði þeim kleift að sjálfvirknivæða mikið af verkefnum sem áður kröfðust margra handtaka, eins og t.d. að bóka og stýra skyndihjálparnámskeiðum sem um 10.000 manns sækja ár hvert. Með rauntímagögnum og betri yfirsýn er félagið betur í stakk búið til að taka gagnadrifnar ákvarðanir á mun skemmri tíma en áður.
„Við vildum taka ákvarðanir byggðar á rauntímagögnum og nýta okkur sjálfvirkni til að létta álag og byrði á fólkinu okkar. Mikilvægast var að við vildum sameina starfsemi okkar á einum stað og nota Salesforce sem vettvang fyrir alla okkar starfsemi. Í Fyrsta skipti höfum við nú fullkomna 360 gráðu sýn á umfang starfsemi okkar, þjónustuna sem við veitum og árangurinn sem við erum að skila”
Margrét Gíslínudóttir, gæðateymisstjóri hjá Rauða krossinum
Félagið setti í kjölfarið nýja heimasíðu í loftið með öruggri gátt sem gerir hlutaðeigendum s.s. sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum kleift að stofna sinn eigin aðgang þar sem rauntímagögnum er safnað og uppfærð í Salesforce. Með samþættingu við íslenska ríkið uppfærast þessi gögn svo sjálfkrafa í Þjóðskrá, öllum landsmönnum til hagsbóta. Notendur geta þá einnig hlaðið niður skírteinum frá þeim námskeiðum sem þeir hafa lokið, sem sparar teyminu fjölda tíma í hverjum mánuði. Salseforce Survey Response sendir svo sjálfvirkan spurningalista eftir hvert námskeið, sem veitir skjóta endurgjöf um námskeiðið frá þátttakendum. Lausnin opnaði einnig fyrir ný tækifæri, til að mynda með aðgangi að gögnum sem er hægt að greina og nýta í fjáröflunarskyni og í samskiptum. Það hefur verið frábært fyrir Advania að koma að þessu verkefni fyrir Rauða krossinn og við hlökkum til að fylgjast áfram með því hvernig þau hagnýta tæknina til að hjálpa sér í því mikilvæga starfi sem þau sinna.