13.07.2022

Sjálfbærara Advania með Microsoft

Advania hefur undirritað viljayfirlýsingu Microsoft um að styðja við sjálfbæra þróun í tækni.

Advania hefur undirritað viljayfirlýsingu Microsoft um að styðja við sjálfbæra þróun í tækni. Advania er fyrsta íslenska fyrirtækið sem tekur þátt í þessu verkefni Microsoft.

Yfirlýsingin tekur á fimm áhersluatriðum sem Advania hyggst leggja frekari áherslu á í sjálfbærnivegferð sinni. Þau eru stafræn hæfni, sjálfbærni, ábyrg og siðferðisleg gervigreind, netöryggi og inngilding og fjölbreytileiki. Þessar áherslur falla vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem að eru leiðarvísir sjálbærnisstefnu Advania.

Microsoft biðlar til þeirra samstarfsaðila sem skrifa undir viljayfirlýsinguna að velja sér áhersluverkefni og Advania hefur valið að leggja mesta áherslu á netöryggi. Advania vinnur að því að vera leiðandi á því sviði og að stuðla að vitundarvakningu um öryggi meðal starfsfólks og viðskiptavina sinna.

Sem samstarfsaðili að Microsoft Partner Pledge skuldbindur Advania sig í að taka þátt í Microsoft Sustainability Summit á tveggja ára fresti. Til þess að læra af öðrum og leggja línunrnar fyrir framtíðina.

Kynntu þér Microsoft hjá Advania  og meira um sjálfbærnistefnu Advania má lesa hér.

Fleiri fréttir

Fréttir
07.02.2025
Í dag fer fram ráðstefnudagur hinnar árlegu UTmessu í Hörpu. Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf. Þetta er í 15. skipti sem UTmessan er haldin.
Blogg
04.02.2025
Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.
Blogg
03.02.2025
DeepSeek-R1 líkanið er nú fáanlegt sem NVIDIA NIM og keyrir á NVIDIA HGX H200 þjónum, sem gerir forriturum kleift að gera tilraunir á öruggan hátt með gervigreind.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.