13.07.2022

Sjálfbærara Advania með Microsoft

Advania hefur undirritað viljayfirlýsingu Microsoft um að styðja við sjálfbæra þróun í tækni.

Advania hefur undirritað viljayfirlýsingu Microsoft um að styðja við sjálfbæra þróun í tækni. Advania er fyrsta íslenska fyrirtækið sem tekur þátt í þessu verkefni Microsoft.

Yfirlýsingin tekur á fimm áhersluatriðum sem Advania hyggst leggja frekari áherslu á í sjálfbærnivegferð sinni. Þau eru stafræn hæfni, sjálfbærni, ábyrg og siðferðisleg gervigreind, netöryggi og inngilding og fjölbreytileiki. Þessar áherslur falla vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem að eru leiðarvísir sjálbærnisstefnu Advania.

Microsoft biðlar til þeirra samstarfsaðila sem skrifa undir viljayfirlýsinguna að velja sér áhersluverkefni og Advania hefur valið að leggja mesta áherslu á netöryggi. Advania vinnur að því að vera leiðandi á því sviði og að stuðla að vitundarvakningu um öryggi meðal starfsfólks og viðskiptavina sinna.

Sem samstarfsaðili að Microsoft Partner Pledge skuldbindur Advania sig í að taka þátt í Microsoft Sustainability Summit á tveggja ára fresti. Til þess að læra af öðrum og leggja línunrnar fyrir framtíðina.

Kynntu þér Microsoft hjá Advania  og meira um sjálfbærnistefnu Advania má lesa hér.

Fleiri fréttir

Fréttir
28.03.2025
Verkada One var nú haldin í fyrsta skipti í London þann 25. mars 2025 og vakti mikla lukku meðal sérfræðinga og viðskiptavina í öryggismálum.
Fréttir
21.03.2025
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur tekið næsta skref í sínum netöryggismálum með innleiðingu Skjaldar, öryggisvöktunarþjónustu Advania. Með þessari lausn tryggir sveitarfélagið stöðuga vöktun og skjót viðbrögð við netógnum allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Fréttir
21.03.2025
Sérfræðingar í ferðaþjónustu á Íslandi deila nýjustu rannsóknum, þróun og stefnumótandi innsýn á morgunverðarfundi í höfuðstöðvum Advania í næstu viku.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.