13.07.2022

Sjálfbærara Advania með Microsoft

Advania hefur undirritað viljayfirlýsingu Microsoft um að styðja við sjálfbæra þróun í tækni.

Advania hefur undirritað viljayfirlýsingu Microsoft um að styðja við sjálfbæra þróun í tækni. Advania er fyrsta íslenska fyrirtækið sem tekur þátt í þessu verkefni Microsoft.

Yfirlýsingin tekur á fimm áhersluatriðum sem Advania hyggst leggja frekari áherslu á í sjálfbærnivegferð sinni. Þau eru stafræn hæfni, sjálfbærni, ábyrg og siðferðisleg gervigreind, netöryggi og inngilding og fjölbreytileiki. Þessar áherslur falla vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem að eru leiðarvísir sjálbærnisstefnu Advania.

Microsoft biðlar til þeirra samstarfsaðila sem skrifa undir viljayfirlýsinguna að velja sér áhersluverkefni og Advania hefur valið að leggja mesta áherslu á netöryggi. Advania vinnur að því að vera leiðandi á því sviði og að stuðla að vitundarvakningu um öryggi meðal starfsfólks og viðskiptavina sinna.

Sem samstarfsaðili að Microsoft Partner Pledge skuldbindur Advania sig í að taka þátt í Microsoft Sustainability Summit á tveggja ára fresti. Til þess að læra af öðrum og leggja línunrnar fyrir framtíðina.

Kynntu þér Microsoft hjá Advania  og meira um sjálfbærnistefnu Advania má lesa hér.

Fleiri fréttir

Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
22.04.2025
Við hjá Advania erum stolt af því að tilkynna að við höfum verið valin sem Elite samstarfsaðili Genesys sem setur okkur í hóp með fáum útvöldum um heim allan.
Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.