11.01.2024

Sylvía Rut nýr samskipta- og kynningarstjóri Advania

Sylvía Rut Sigfúsdóttir hefur verið ráðin til að stýra samskipta- og kynningarmálum Advania á Íslandi.

Sylvía Rut hefur undanfarið starfað sem upplýsingafulltrúi í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Áður starfaði hún um árabil í fjölmiðlum, síðast sem varafréttastjóri á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Sylvía Rut vann þar einnig að þáttagerð, þar á meðal við ljósmyndaþættina RAX Augnablik sem hlutu Edduverðlaunin árið 2021.

Sylvía Rut lauk B.A.-gráðu í félagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og M.A.-gráðu í fjölmiðlafræði frá Kaupmannahafnarháskóla.

Alls bárust ríflega áttatíu umsóknir um starfið.

„Í heimi upplýsingatækni sem er sífellt í þróun er það dýrmætt að hafa einstaklinga sem hafa bæði faglega þekkingu og hæfni til að miðla henni á skilvirkan hátt.  Það er því mikill akkur fyrir okkur að fá Sylvíu Rut til liðs við okkar teymi. Hennar víðtæka reynsla bæði af fjölmiðlun og í almannatengslum mun styrkja okkur og efla þekkingarmiðlun Advania“.

- Einar Örn Sigurdórsson, markaðsstjóri Advania

Fleiri fréttir

Blogg
04.02.2025
Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.
Blogg
03.02.2025
DeepSeek-R1 líkanið er nú fáanlegt sem NVIDIA NIM og keyrir á NVIDIA HGX H200 þjónum, sem gerir forriturum kleift að gera tilraunir á öruggan hátt með gervigreind.
Ítarefni
29.01.2025
Þegar kemur að því að velja viðskiptahugbúnað fyrir fyrirtækið þitt, er öryggi eitt af mikilvægustu atriðunum sem taka þarf tillit til. Microsoft Dynamics 365 Business Central býður upp á öflugt og öruggt aðgengi að kerfinu, þar sem fjölþátta auðkenning (MFA) spilar lykilhlutverk í að tryggja að aðeins réttir aðilar hafi aðgang að viðkvæmum gögnum fyrirtækisins.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.