11.01.2024

Sylvía Rut nýr samskipta- og kynningarstjóri Advania

Sylvía Rut Sigfúsdóttir hefur verið ráðin til að stýra samskipta- og kynningarmálum Advania á Íslandi.

Sylvía Rut hefur undanfarið starfað sem upplýsingafulltrúi í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Áður starfaði hún um árabil í fjölmiðlum, síðast sem varafréttastjóri á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Sylvía Rut vann þar einnig að þáttagerð, þar á meðal við ljósmyndaþættina RAX Augnablik sem hlutu Edduverðlaunin árið 2021.

Sylvía Rut lauk B.A.-gráðu í félagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og M.A.-gráðu í fjölmiðlafræði frá Kaupmannahafnarháskóla.

Alls bárust ríflega áttatíu umsóknir um starfið.

„Í heimi upplýsingatækni sem er sífellt í þróun er það dýrmætt að hafa einstaklinga sem hafa bæði faglega þekkingu og hæfni til að miðla henni á skilvirkan hátt.  Það er því mikill akkur fyrir okkur að fá Sylvíu Rut til liðs við okkar teymi. Hennar víðtæka reynsla bæði af fjölmiðlun og í almannatengslum mun styrkja okkur og efla þekkingarmiðlun Advania“.

- Einar Örn Sigurdórsson, markaðsstjóri Advania

Fleiri fréttir

Blogg
12.03.2025
Viðskiptakerfadagur Advania var einstaklega vel heppnaður en á Hilton komu saman rúmlega 300 manns. Í aðdraganda ráðstefnunnar var ljóst að mikill áhugi væri á viðburðinum enda kom á daginn að loka þurfti fyrir skráningar þar sem húsnæðið réð ekki við fleiri gesti. Þessi mikla þátttaka undirstrikaði áhuga og mikilvægi slíkra viðburða fyrir þá sem hafa áhuga á viðskiptakerfum og daglegum rekstri á Dynamics 365 Business Central, Dynamics 365 Finance & Operations, Power Platform og gervigreind.
Blogg
04.03.2025
Útvaldir samstarfsaðilar fá að halda sannkallaðar áhorfsveislur og sýna beint frá opnunarræðunni á NVIDIA GTC. Advania er þar á meðal.
Fréttir
26.02.2025
Hildur Einarsdóttir er nýr forstjóri Advania á Íslandi, stærsta upplýsingatæknifyrirtækis landsins. Hún tekur við starfinu af Ægi Má Þórissyni, sem gegnt hefur starfinu í tæp tíu ár en tekur nú við lykilhlutverki í framkvæmdastjórn Advania-samstæðunnar.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.