Fréttir - 10.1.2024 10:50:01

Sylvía Rut nýr samskipta- og kynningarstjóri Advania

Sylvía Rut Sigfúsdóttir hefur verið ráðin til að stýra samskipta- og kynningarmálum Advania á Íslandi.

Sylvía Rut hefur undanfarið starfað sem upplýsingafulltrúi í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Áður starfaði hún um árabil í fjölmiðlum, síðast sem varafréttastjóri á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Sylvía Rut vann þar einnig að þáttagerð, þar á meðal við ljósmyndaþættina RAX Augnablik sem hlutu Edduverðlaunin árið 2021.

Sylvía Rut lauk B.A.-gráðu í félagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og M.A.-gráðu í fjölmiðlafræði frá Kaupmannahafnarháskóla.

Alls bárust ríflega áttatíu umsóknir um starfið.

„Í heimi upplýsingatækni sem er sífellt í þróun er það dýrmætt að hafa einstaklinga sem hafa bæði faglega þekkingu og hæfni til að miðla henni á skilvirkan hátt.  Það er því mikill akkur fyrir okkur að fá Sylvíu Rut til liðs við okkar teymi. Hennar víðtæka reynsla bæði af fjölmiðlun og í almannatengslum mun styrkja okkur og efla þekkingarmiðlun Advania“.

- Einar Örn Sigurdórsson, markaðsstjóri Advania

Fleiri fréttir

Fréttir
11.06.2025
Advania vinnur að því ásamt NVIDIA að setja upp séríslenskt gervigreindarský, þjónustu sem tryggir íslensku atvinnulífi aðgengi að nauðsynlegu reikniafli til þess að knýja áfram aukna eftirspurn eftir gervigreindarvinnslum. Hérlent gervigreindarský takmarkar nauðsyn mikilla fjárfestinga fyrirtækja og stofnana á fyrstu stigum við innleiðingu og nýtingu gervigreindar, ásamt því að öryggi gagna verður að fullu tryggt.
Fréttir
28.05.2025
Advania hlaut í dag Sjálfbærniásinn 2025 í flokki upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi. Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania tók við viðurkenningunni ásamt Þóru Rut Jónsdóttur forstöðumanns sjálfbærni og umbóta hjá Advania.
Blogg
22.05.2025
Meraki er stjórnunarkerfi í skýinu fyrir netbúnað. Með því geta fyrirtæki og stofnanir fylgst með og stjórnað WiFi netum, netbeinum, öryggiskerfum og fleiru í gegnum einfalt stjórnborð á netinu. En af hverju ætti þinn vinnustaður að íhuga Cisco Meraki?
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.