02.09.2024

Taktu upplifunina alla leið á Haustráðstefnunni 2024

Þrítugasta Haustráðstefna Advania fer fram í þessari viku, dagana 4.-5. september. Magnea Gestrún Gestsdóttir verkefnastjóri Haustráðstefnunnar fer hér yfir hvað ráðstefnan hefur upp á að bjóða og hvernig er hægt að hámarka upplifunina.

Magnea Gestrún Gestsdóttir
sérfræðingur í markaðsdeild og verkefnastjóri Haustráðstefnu Advania

Hefjum haustið með krafti!

Ég skil vel af hverju haustið er uppáhalds tími margra. Eftir sumarfríið komumst við í rútínu, hittum aftur vinnufélaga, hefjum ný verkefni og nýjar áskoranir sem geta verið spennandi og hvetjandi. Haustráðstefnan er frábær vettvangur til að sækja sér innblástur og innsýn inn í snjalla notkun tækninnar.

Að mæta á ráðstefnu eins og Haustráðstefnu Advania getur verið dýrmætt. Þar gefst tækifæri til þess að hitta fólk úr bransanum, mögulega samstarfsaðila, fjárfesta og viðskiptavini. Að byggja upp þessi tengsl getur opnað dyr að nýjum tækifærum.

Hér höfum við tekið saman nokkur atriði svo að þú fáir sem mest út úr Haustráðstefnunni.

Á vefnum og á staðnum

Eins og síðustu ár skiptum við ráðstefnunni í tvennt og verðum við með vefdagskrá sem er öllum opin án endurgjalds miðvikudaginn 4. september í gegnum streymi. Fimmtudaginn 5. september ætlum við síðan að hittast í Hörpu og teygja á tengslanetinu, sækja innblástur frá áhugaverðum fyrirlestrum, borða góðan mat og hlusta á ljúfa tóna. Þetta blandaða fyrirkomulag býður upp á aukinn sveigjanleika og fjölbreyttari upplifun.

Settu saman þína dagskrá

Það er nóg að gerast umfram aðaldagskrá ráðstefnunnar í Hörpu, því sneisafull vefdagskrá, hliðarviðburðir, pallborð og fleira eru í boði.

Þegar þú hefur skráð þig á ráðstefnuvefinn með netfanginu þínu getur þú sett hjarta við þau erindi sem þú hefur áhuga á og raðað saman þinni eigin uppáhalds dagskrá. Yfirlit yfir þau erindi má síðan að finna undir „Mín erindi.“

Haustráðstefna Advania 2024 verður staðurinn þar sem snjöllustu hugarnir í íslensku tækni og athafnalífi koma saman. Gervigreind, netöryggi og sjálfbærni eru mál málanna í dag, allt málefni sem við verðum öll að huga að til að ná árangri í samkeppni.

Ætlar þú að fylgjast með vefdagskránni 4. september?

  1. Við mælum með því að þú skráir þig inn á ráðstefnuvefinn tímalega því auðvitað er lang skemmtilegast að fylgjast með fyrirlestrunum í beinni útsendingu. En svo er auðvitað líka hægt að horfa á upptökur eftir á.
  2. Notaðu heyrnartól eða góða hátalara, þá verður upplifunin eins og best verður á kosið.
  3. Stærri skjár = betri upplifun. Ráðstefnuvefurinn er hannaður með allar gerðir snjalltækja í huga. Það er því hægt að njóta Haustráðstefnu Advania í símum og spjaldtölvum, en fyrir bestu upplifunina mælum við með að þú horfir í tölvu.
  4. Þú getur notað hvaða vafra sem er. Allar nýjustu útgáfur af Chrome, Firefox. Safari, Microsoft Edge virka vel.
  5. Af hverju ekki að sækja sér popp og kók og hóa saman samstarfsfélögum? Það er auðvitað gaman að deila gleðinni með öðrum. Líka þeim sem eru að missa af, því hvetjum við alla til að deila gleðinni á samfélagsmiðlum undir merkinu #haustradstefna

Átt þú miða í Hörpu 5. september?

  1. Byrjaðu daginn snemma! Áður en aðaldagskráin hefst á sviðinu í Silfurbergi í Hörpu 5. september fer fram sérstakur viðburður, Dell Technologies and NVIDIA Focus Session, í Kaldalóni. Þetta er kjörið tækifæri til að byrja daginn með gagnlegum fyrirlestrum og ljúffengum kaffibolla - hvort sem þú átt miða á ráðstefnuna eða ekki. Hér getur þú lesið nánar um aðra hliðarviðburði.
  2. Sæktu aðgangspassann þinn í Norðurljós og taktu út sýningarsvæðið. Samstarfsaðilar okkar verða með bása þar sem þeir kynna starfsemi sýna og tækninýjungar.
  3. Kl. 10 hefst síðan aðaldagskrá í Silfurbergi.
  4. Eftir ráðstefnu eru allir gestir sem eiga miða velkomnir að þiggja mat, drykk og hlusta á góða tónlist. Þar getur þú spjallað við fyrirlesarana og fólk úr fjölbreyttum áttum úr atvinnulífinu.
  5. GDRN og DJ Dóra Júlía munu spila í Norðurljósum fyrir gesti ráðstefnunnar eftir að síðasta fyrirlestri dagsins lýkur.
  6. Það getur verið ómetanlegt að eiga möguleika á að horfa á erindið seinna eða hreinlega  aftur þegar komið er heim í kósýgallann og verða því upptökur aðgengilega fyrir miðaeigendur eftir ráðstefnu.

Við hlökkum til að sjá þig á þrítugustu Haustráðstefnu Advania hvort sem þú kaupir miða og mætir í Hörpu eða fygist með á skjánum.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.