Viðar Pétur Styrkársson, Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Högni Hallgrímsson.
Uppfært: 11.04.2024 - Greinin birtist upphaflega: 10.04.2024Veffundur: Náðu forskoti með eyu, spunagreind Advania
Sjáðu upptökuna: Fimmtudaginn 11. apríl fór fram veffundurinn Náðu forskoti með eyu, spunagreind Advania. Sylvía Rut Sigfúsdóttir samskipta- og kynningarstjóri Advania ræddi við Högna Hallgrímsson forstöðumann viðskiptalausna og Viðar Pétur Styrkársson vörustjóra hugbúnaðarlausna um eyu, nýja gervigreindarlausn Advania.
Á fundinum fóru þau yfir það sem er almennt að gerast í gervigreind þessa dagana og það sem Advania hefur upp á að bjóða varðandi spunagreind.
Eftir þennan fund ættir þú að þekkja:
- eya spunagreindarlausnina og hvernig hún er notuð.
- Hvers vegna það er mikilvægt að tryggja öryggi gagna þegar kemur að notkun á gervigreind.
- Hvernig fyrirtæki geta náð forskoti þegar kemur að framleiðni með eya spunagreindarlausninni.