Viðar Pétur Styrkársson, Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Högni Hallgrímsson.

Uppfært: 11.04.2024 - Greinin birtist upphaflega: 10.04.2024

Veffundur: Náðu forskoti með eyu, spunagreind Advania

Sjáðu upptökuna: Fimmtudaginn 11. apríl fór fram veffundurinn Náðu forskoti með eyu, spunagreind Advania.  Sylvía Rut Sigfúsdóttir samskipta- og kynningarstjóri Advania ræddi við Högna Hallgrímsson forstöðumann viðskiptalausna og Viðar Pétur Styrkársson vörustjóra hugbúnaðarlausna um eyu, nýja gervigreindarlausn Advania.

Á fundinum fóru þau yfir það sem er almennt að gerast í gervigreind þessa dagana og það sem Advania hefur upp á að bjóða varðandi spunagreind.

Eftir þennan fund ættir þú að þekkja:

  • eya spunagreindarlausnina og hvernig hún er notuð.
  • Hvers vegna það er mikilvægt að tryggja öryggi gagna þegar kemur að notkun á gervigreind.
  • Hvernig fyrirtæki geta náð forskoti þegar kemur að framleiðni með eya spunagreindarlausninni.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.