Blogg - 4.2.2025 12:56:33

Wi-Fi 7 – Næsta skref í þráðlausri þróun

Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.

Vignir Benediktsson
Sérfræðingur hjá Advania

Hvað gerir Wi-Fi 7 sérstakt?

  • Hraðari nettenging:  Wi-Fi 7 byggir á nýsköpun Wi-Fi 6 og Wi-Fi 6E og tekur hana enn lengra. Með stuðningi við 320 MHz rásabreidd og 4K-QAM mótun getur Wi-Fi 7 skilað margfalt meiri hraða en fyrri kynslóðir.
  • Stöðugari tengingar: Með Multi-Link Operation (MLO) getur Wi-Fi 7 nýtt mörg tíðnisvið samtímis, sem dregur úr truflunum og eykur áreiðanleika. Þetta er sérstaklega gagnlegt í umhverfi með margar nettengingar, þar sem fyrri kynslóðir Wi-Fi hafa oft átt í erfiðleikum með stöðugleika.
  • Fleiri tæki á sama tíma:  Wi-Fi 7 er hannað fyrir umhverfi þar sem sífellt fleiri tæki tengjast netinu. Með betri rásastjórnun og aukinni afkastagetu tryggir Wi-Fi 7 stöðuga og hraða tengingu fyrir fleiri notendur og tæki, án þess að nettengingin verði hægari eða óstöðug.

Er tími til að uppfæra?

Wi-Fi 7 er enn í upphafi innleiðingar, en fyrstu fyrirtækin eru þegar farin að nýta sér þessa tækni. Hjá Advania höfum við nú þegar selt hundruð Wi-Fi 7 aðgangspunkta og séð hvernig fyrirtæki undirbúa sig fyrir þessa þróun.

Til að njóta fulls ávinning af Wi-Fi 7 þurfa fyrirtæki að yfirfara netinnviði sína. Öflugri aðgangspunktar kalla á hraðari tengingar, sem þýðir að oft þarf að uppfæra netbúnað sem styður aukna bandbreidd og afköst.

Þróunin í Wi-Fi heldur áfram – spurningin er, hvenær ætlar þú að taka næsta skref?

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.