04.02.2025

Wi-Fi 7 – Næsta skref í þráðlausri þróun

Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.

Vignir Benediktsson
Sérfræðingur hjá Advania

Hvað gerir Wi-Fi 7 sérstakt?

  • Hraðari nettenging:  Wi-Fi 7 byggir á nýsköpun Wi-Fi 6 og Wi-Fi 6E og tekur hana enn lengra. Með stuðningi við 320 MHz rásabreidd og 4K-QAM mótun getur Wi-Fi 7 skilað margfalt meiri hraða en fyrri kynslóðir.
  • Stöðugari tengingar: Með Multi-Link Operation (MLO) getur Wi-Fi 7 nýtt mörg tíðnisvið samtímis, sem dregur úr truflunum og eykur áreiðanleika. Þetta er sérstaklega gagnlegt í umhverfi með margar nettengingar, þar sem fyrri kynslóðir Wi-Fi hafa oft átt í erfiðleikum með stöðugleika.
  • Fleiri tæki á sama tíma:  Wi-Fi 7 er hannað fyrir umhverfi þar sem sífellt fleiri tæki tengjast netinu. Með betri rásastjórnun og aukinni afkastagetu tryggir Wi-Fi 7 stöðuga og hraða tengingu fyrir fleiri notendur og tæki, án þess að nettengingin verði hægari eða óstöðug.

Er tími til að uppfæra?

Wi-Fi 7 er enn í upphafi innleiðingar, en fyrstu fyrirtækin eru þegar farin að nýta sér þessa tækni. Hjá Advania höfum við nú þegar selt hundruð Wi-Fi 7 aðgangspunkta og séð hvernig fyrirtæki undirbúa sig fyrir þessa þróun.

Til að njóta fulls ávinning af Wi-Fi 7 þurfa fyrirtæki að yfirfara netinnviði sína. Öflugri aðgangspunktar kalla á hraðari tengingar, sem þýðir að oft þarf að uppfæra netbúnað sem styður aukna bandbreidd og afköst.

Þróunin í Wi-Fi heldur áfram – spurningin er, hvenær ætlar þú að taka næsta skref?

Fleiri fréttir

Blogg
04.03.2025
Útvaldir samstarfsaðilar fá að halda sannkallaðar áhorfsveislur og sýna beint frá opnunarræðunni á NVIDIA GTC. Advania er þar á meðal.
Fréttir
26.02.2025
Hildur Einarsdóttir er nýr forstjóri Advania á Íslandi, stærsta upplýsingatæknifyrirtækis landsins. Hún tekur við starfinu af Ægi Má Þórissyni, sem gegnt hefur starfinu í tæp tíu ár en tekur nú við lykilhlutverki í framkvæmdastjórn Advania-samstæðunnar.
Fréttir
23.02.2025
Advania hefur verið samstarfsaðili Héðins á þeirra stafrænu vegferð og meðal annars aðstoðað með netöryggi, sjálfvirknivæðingu ferla, betrumbætur á flæði og fleira.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.