04.02.2025

Wi-Fi 7 – Næsta skref í þráðlausri þróun

Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.

Vignir Benediktsson
Sérfræðingur hjá Advania

Hvað gerir Wi-Fi 7 sérstakt?

  • Hraðari nettenging:  Wi-Fi 7 byggir á nýsköpun Wi-Fi 6 og Wi-Fi 6E og tekur hana enn lengra. Með stuðningi við 320 MHz rásabreidd og 4K-QAM mótun getur Wi-Fi 7 skilað margfalt meiri hraða en fyrri kynslóðir.
  • Stöðugari tengingar: Með Multi-Link Operation (MLO) getur Wi-Fi 7 nýtt mörg tíðnisvið samtímis, sem dregur úr truflunum og eykur áreiðanleika. Þetta er sérstaklega gagnlegt í umhverfi með margar nettengingar, þar sem fyrri kynslóðir Wi-Fi hafa oft átt í erfiðleikum með stöðugleika.
  • Fleiri tæki á sama tíma:  Wi-Fi 7 er hannað fyrir umhverfi þar sem sífellt fleiri tæki tengjast netinu. Með betri rásastjórnun og aukinni afkastagetu tryggir Wi-Fi 7 stöðuga og hraða tengingu fyrir fleiri notendur og tæki, án þess að nettengingin verði hægari eða óstöðug.

Er tími til að uppfæra?

Wi-Fi 7 er enn í upphafi innleiðingar, en fyrstu fyrirtækin eru þegar farin að nýta sér þessa tækni. Hjá Advania höfum við nú þegar selt hundruð Wi-Fi 7 aðgangspunkta og séð hvernig fyrirtæki undirbúa sig fyrir þessa þróun.

Til að njóta fulls ávinning af Wi-Fi 7 þurfa fyrirtæki að yfirfara netinnviði sína. Öflugri aðgangspunktar kalla á hraðari tengingar, sem þýðir að oft þarf að uppfæra netbúnað sem styður aukna bandbreidd og afköst.

Þróunin í Wi-Fi heldur áfram – spurningin er, hvenær ætlar þú að taka næsta skref?

Fleiri fréttir

Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Blogg
11.04.2025
Hvað ef fleiri upplýsingatækniverkefni næðu betri árangri – einfaldlega með því að byrja á fólkinu? Ekki bara á kerfunum, ekki á tólunum – heldur á fólkinu sem á að nota þau, lifa með þeim og leiða breytingarnar sem þau eiga að styðja.
Blogg
11.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.