Vituð þér enn eða hvað? Íslenska og gervigreind

Vinsamlega fylltu formið út til að skrá þig á pallborð um íslensku og gervigreind. Þessi viðburður er hluti af Haustráðstefnu Advania og er opinn öllum gestum sem skrá sig.

Haustráðstefnuvefur Advania

Fram koma

Óttar Kolbeinsson Proppé - fundarstjóri
Sérfræðingur hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu
Eydís Huld Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri og meðeigandi Tiro ehf
Vilhjálmur Þorsteinsson
Stofnandi og stjórnarformaður Miðeindar
Lilja Dögg Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri Almannaróms
Jón Gunnar Þórðarson
Framkvæmdastjóri Bara tala

Um viðburðinn

Óttar Kolbeinsson Proppé sérfræðingur í máltækni hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu stýrir sérstökum pallborðsumræðum um gervigreind og íslenska tungu.

Í pallborðinu verða Eydís Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og meðeigandi Tiro ehf, Vilhjálmur Þorsteinsson stofnandi og stjórnarformaður Miðeindar, Lilja Dögg Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri Almannaróms og Jón Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri Bara tala.

Óttar Kolbeinsson Proppé er sérfræðingur í máltækni hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Hann kom að gerð máltækniáætlunar 2 og sér um innleiðingu hennar í ráðuneytinu. Einnig leiðir hann samstarfsverkefni ráðuneytisins við OpenAI.

Eydís Huld Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri og meðeigandi Tiro ehf. Eydís lauk doktorsgráðu í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík í janúar 2019. Hún hefur frá þeim tíma unnið að máltækni með áherslu á talgreiningu, bæði sem rannsóknarsérfræðingur innan HR og við uppbyggingu talgreiningarlausna á ýmsum sérsviðum innan Tiro.

Vilhjálmur Þorsteinsson er stofnandi og stjórnarformaður Miðeindar, hugbúnaðarfyrirtækis sem sérhæfir sig í máltækni og gervigreind á íslensku og hefur m.a. átt í samstarfi við OpenAI um íslensku í mállíkaninu GPT-4. Hann á að baki yfir 40 ára feril í upplýsingatækni, sem forritari, frumkvöðull, stjórnarmaður og fjárfestir. Vilhjálmur stofnaði ásamt félaga sínum Íslenska forritaþróun árið 1983.

Lilja Dögg Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Almannaróms, miðstöðvar um máltækni. Markmið Almannaróms er að tryggja að íslenska standi jafnfætis öðrum tungumálum í heimi tækninnar. Lilja Dögg hefur að starfað á vettvangi gervigreindar og máltækni síðastliðinn áratug, meðal annars sem einn höfunda máltækniáætlunar 2 (2024) og gervigreindarstefnu Íslands (2021).

Jón Gunnar Þórðarson er stofnandi og framkvæmdastjóri Bara tala, menntasprota atvinnulífsins 2024. Bara tala hefur þróað stafrænan íslenskukennara sem nýtir gervigreind og íslenska máltækni til að veita fyrirtækjum og stofnunum gagnvirkt íslenskunám fyrir erlent starfsfólk sitt. Áður en Jón Gunnar stofnaði Bara tala, starfaði hann sem framkvæmdastjóri Mussila, þar sem hann leiddi þróun skapandi menntatækniforrita fyrir börn.

Staður og stund

Viðburðurinn er haldinn í Kaldalóni á fyrstu hæð Hörpu. Við byrjum á slaginu 14:00. Pallborðsumræðurnar eru opnar öllum sem skrá sig. Viðburðurinn er 45 mínútur og fer hann fram á íslensku.