Stafræn forysta

Flestir vinnustaðir eru á stafrænni vegferð. Ráðgjafar okkar aðstoða fyrirtæki við að efla samkeppnisstöðu sína með stafrænum lausnum.

ÞETTA GERIST EKKI AÐ SJÁLFU SÉR

Hvernig nærð þú stafrænni forystu?

Stafræn vegferð snýst um fólk og innviði. Fólk þarf að hafa þekkingu og færni til að skapa ný tækifæri. Innviðir þurfa að vera nógu sterkir til að geta borið þær tæknilausnir sem vinnustaðir hyggjast nýta við sína verðmætasköpun.

Fyrirtæki sem ná árangri á sinni stafrænu vegferð leiða verðmætasköpun framtíðarinnar. Stjórnendur bera ábyrgð á að móta og skapa fyrirtækjum samkeppnisforskot og stafræna forystu. Advania aðstoðar vinnustaði í hverju skrefi.

Hvernig hefjumst við handa?

Að velja tækifæri til umbóta og nýsköpunar reynist mörgum erfitt. Ráðgjafar Advania styðja stjórnendur og stafræna leiðtoga í að tryggja samspil rekstrar á upplýsingatæknikerfum og framtíðarsýn vinnustaðanna. Í upphafi er staðan metin og framtíðarsýn mótuð með sérfræðingum, hönnuðum og forriturum.   

  • Við vinnum þétt með viðskiptavinum okkar á öllum stigum.
  • Við hönnum virðisaukandi lausnir sem svara þörfum viðskiptavina.
  • Við byggjum á áratuga reynslu og erum stöðugt að bæta aðgerðir í notendarannsóknum, þróun, prófunum og teymisvinnu.
Eigum við að setjast niður?

Bókaðu frían ráðgjafafund

Bóka fund

Er grunnurinn í lagi?

Traustur grunnur upplýsingakerfa og innviða er undirstaða stafrænnar vegferðar. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að vera reiðubúin til að aðlagast að  kröfum neytenda.

Mikilvægt er að stjórnendur skapi menningu og skipulag sem styðji við framtíðarsýnina.

Til að ná árangri þurfa stjórnendur að huga að þessu:

  • Eru undirstöður upplýsingatækninnar nægilega sterkar fyrir stafræna sýn fyrirtækisins?
  • Tala upplýsingakerfin nægilega vel saman?
  • Eru möguleikar tækninnar sem vinnustaðurinn býr yfir, nýttir til fulls?
  • Skapar tæknin fyrirtækinu samkeppnisforskot?
Spjöllum saman

Snjallar lausnir sem hjálpa þinni stafrænni vegferð

Veflausnir

Veflausnir Advania er ein af stærstu vefstofum landsins. Hjá okkur færðu allt sem tengist vefmálum, hvort sem það er ytri eða innri vefur, app, ráðstefnulausn eða hvaða sérsmíði sem gæti skapað virði fyrir þinn vinnustað.

Spjallmenni

Spjallmenni (e. chatbot) er sjálfvirkt netspjall sem veitir viðskiptavinum fyrirtækja aðstoð án nokkurra tafa.
Þau nýta gervigreind til að veita hjálparhönd og standa vaktina allan sólahringinn.

Signet

Signet vörufjölskyldan auðveldar stafræna ferla, svo sem undirritanir og öruggan gagnaflutning. Segðu bless við pappírinn, umslögin, skjalaskápana og póstflutninginn með rafrænum lausnum frá Signet.

Vefverslanir

Öflug vefverslun er forsenda fyrir samkeppnishæfni endursöluaðila. Vefverslun er opin allan sólarhringinn og veitir þínum viðskiptavinum aðgang að vörum og þjónustu í rauntíma.

Öryggislausnir

Meirihluti innbrota í fyrirtæki eru vegna öryggisgalla í hugbúnaði, ýmist frá þekktum alþjóðlegum framleiðendum eða sérsmíðuðum lausnum. Advania býður lausnir sem framkvæma reglulegar veikleikaskannanir á kerfunum.

Viðskiptalausnir

Viðskiptaforrit Microsoft (e. Business Applications) gera fyrirtækjum kleift að greina gögn til hlítar og nýta til að tengja saman viðskiptavini, vörur, fólk og rekstur.

Viðskiptatengsl

Salesforce er lausn fyrir viðskiptatengslastjórnun (CRM) og getur stórbætt upplifun viðskiptavina af samskiptum við fyrirtæki. Salesforce einfaldar ferla í sölu, þjónustu og markaðsmálum.

Viðburðalausn

Velkomin er stafræn lausn til að halda glæsilega viðburði, ráðstefnur og kynningar á netinu. Lausnin er skalanleg eftir stærð viðburða og veitir áhorfendum möguleika á virkri þátttöku.

Samþættingar og ferlalausnir

Áralöng reynsla af samþættingarlausnum og gerð stafrænna ferla. Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf um val lausna, arkitektúr og stefnumótun, sjáum um innleiðingu búnaðar og ferla, og getum einnig séð um vöktun og rekstur kerfanna.

OutSystems

OutSystems er hraðþróunar-umhverfi eða svokallað low-code platform. Með því má smíða öpp, vefi og heilu vefkerfin á miklum hraða. Það þýðir margfalt lægri kostaður við smíði og viðhald lausna. Hentar mjög vel til að raungera stafræna ferla með tengingum í hin ýmsu kerfi.

Salesforce

Salesforce er lausn fyrir viðskiptatengslastjórnun (CRM) og getur stórbætt upplifun viðskiptavina af samskiptum við fyrirtæki. Salesforce einfaldar ferla í sölu, þjónustu og markaðsmálum.

Power platform

Microsoft Power Platform skiptist í fjórar meginlausnir þar sem hver lausn hefur sitt sérsvið. Þær eiga það sameiginlegt að gera notendum kleift að þróa hinar ýmsu viðskiptalausnir, mælaborð, öpp og stafræna ferla án mikillar forritunarþekkingar.

Fréttir af stafrænni forystu

Þekking á stafrænni markaðssetningu og netöryggi er stórlega ábótavant hjá stjórnendum, samkvæmt könnun sem gerð var af Stafræna hæfniklasanum í lok ársins 2021.
Met þátttaka var á veffundi Advania um hlutverk og vægi stafrænna leiðtoga. Fundurinn fór fram á dögunum en hátt í 600 manns fylgdust með honum og tóku þátt í umræðum. Augljóst er af viðbrögðunum að dæma, að hlutverk stafrænna leiðtoga enn í mótun á mörgum vinnustöðum.
Átta spurningar sem allir stjórnendur og stafrænir leiðtogar ættu að spyrja sig.
Viltu aðstoð á stafrænni vegferð?

Spjöllum saman