Persónuverndarstefna Advania
Þessi stefna er gefin út af ábyrgðaraðilum sem taldir eru upp í kafla 12 hér að neðan (saman „Advania“, „við“, „okkur“ og „okkar“) og er beint til einstaklinga utan fyrirtækis okkar sem við höfum samskipti við, þar á meðal viðskiptavina, gesta á vefsíðum okkar, annarra notenda þjónustu okkar, starfsfólki fyrirtækja og birgja, umsækjenda um atvinnu og gesta í húsnæði okkar (saman „þú“). Skilgreind hugtök sem notuð eru í þessari stefnu eru útskýrð í kafla 14 hér að neðan.
Þessari stefnu kann að verða breytt eða hún uppfærð til að endurspegla breytingar á starfsháttum okkar með tilliti til vinnslu persónuupplýsinga, eða breytingar á gildandi lögum. Við hvetjum þig til að lesa þessa stefnu vandlega og skoða þessa síðu reglulega til að skoða allar breytingar sem kunna að vera gerðar í samræmi við skilmála þessarar stefnu.
Advania leggur ríka áherslu á að vernda friðhelgi einkalífs þíns og gæta persónuverndar í allri starfsemi sinni. Við viljum vera opinská um hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar og hjálpa þér að skilja hvernig við munum vinna úr þeim.
Í þessari stefnu, sem gildir fyrir alla viðskiptavini Advania, birgja og samstarfsaðila í viðkomandi landi, viljum við upplýsa þig um hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar þegar þær tengjast heimsóknum á vefsíður okkar, skráningu aðgangs í netverslun okkar, skráningu á póstlista, þegar vinnuveitendur þínir kaupa vörur okkar eða þjónustu eða í öðrum samskiptum við okkur.
Advania hefur einnig sett sér sérstaka gervigreindarstefnu um ábyrga notkun gervigreindar við vinnslu persónuupplýsinga. Stefnuna má finna hér að neðan.
Advania vinnur stöðugt að persónuverndarmálum og því gætum við uppfært þessa stefnu. Þú finnur nýjustu útgáfuna á þessari síðu. Þessi stefna var síðast uppfærð í apríl 2024.
Við söfnum persónuupplýsingum:
- þegar þú veitir okkur slík gögn (t.d. þegar þú hefur samband við okkur);
- á meðan sambandi okkar við þig stendur (t.d. þegar við veitum þér eða fyrirtækinu sem þú vinnur fyrir þjónustu);
- þegar þú gerir persónuupplýsingar opinberar (t.d. ef þú birtir opinbera færslu um okkur á samfélagsmiðlum);
- þegar þú heimsækir vefsíður okkar; og
- þegar þú skráir þig til að nota einhverja af vefsíðum okkar eða þjónustu.
Við kunnum einnig að fá persónuupplýsingar um þig frá viðskiptavinum, birgja eða samstarfsaðila sem þú starfar fyrir. Í einhverjum tilfellum kunnum við einnig að safna persónuupplýsingum úr opinberum skrám (t.d. frá fyrirtækjaskrá ef þú ert stjórnarmaður, framkvæmdastjóri eða samningsaðili). Við búum einnig til persónuupplýsingar um þig í ákveðnum tilfellum, t.d. með því að búa til skrár yfir samskipti þín við okkur og upplýsingar um fyrri samskipti þín við okkur.
Tilgangur | Tegund persónuupplýsinga | Grundvöllur fyrir vinnslu |
---|---|---|
Að hafa umsjón með sambandi við tengiliði viðskiptavina, birgja eða samstarfsaðila, þ.e. samskiptum fyrir og meðan á samningssambandi stendur. |
|
|
Að hafa umsjón með þjónustubeiðnum viðskiptavina, s.s. móttöku, skoðun og viðbrögðum við slíkum beiðnum. |
| Lögmætir hagsmunir Advania af því að hafa umsjón með þjónustubeiðnum viðskiptavina, birgja og samstarfsaðila, nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) |
Að senda fréttabréf, m.a. í markaðssetningarskyni. |
| Lögmætir hagsmunir Advania af því að geta upplýst um og markaðssett starfsemi sína, nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) |
Að stýra viðburðum á okkar vegum eða í samvinnu við samstarfsaðila okkar. | • Nafn og starfsheiti tengiliðs • Netfang • Fyrirtæki/vinnuveitandi • Símanúmer • Upplýsingar um heilsufar (ofnæmi) • Fatastærð • Inntak samskipta
| • Lögmætir hagsmunir Advania af stjórnun viðburða, nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) og/eða • Ef þú sendir heilsufarsupplýsingar (t.d. um ofnæmi), munum við óska eftir skýru samþykki þínu (a-lið, 2. mgr. 9. gr. PVRG) |
Að framkvæma kannanir. | • Nafn • Netfang • Svör við spurningum úr könnunum
| Lögmætir hagsmunir Advania af því að framkvæma kannanir, nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) |
Að veita uppfærslur og umbætur á þjónustu og vörum sem og að tryggja tæknilega virkni tölvukerfa okkar og vefsíðna. | • IP-tala | Lögmætir hagsmunir Advania af því að bæta þjónustu og vörur sem og tæknilega virkni tölvukerfa okkar og vefsíðna nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) |
Halda skrár yfir einstaklinga sem hafa andmælt frekari samskiptum í markaðssetningarskyni frá Advania. | • Netfang | Vinnslan er nauðsynleg til að fullnægja lagalegri skyldu okkar (c-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) |
Halda skrár yfir sölu, fjármál, endurskoðun og birgjastjórnun. | • Nafn og starfsheiti tengiliðs • Netfang • Fyrirtæki/vinnuveitandi • Símanúmer
| Lögmætir hagsmunir Advania af því að framkvæma vinnsluna í þeim tilgangi að stýra fjármálum fyrirtækisins nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG). Vinnsluheimild þeirrar vinnslu sem fellur undir bókhaldslög tilheyrir c-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG. |
Að uppfylla kröfur samkvæmt gildandi lögum og reglum. | Eftir því sem við á, með fullnægjandi hætti og takmarkað við það sem telst nauðsynlegt við þær aðstæður sem um ræðir hverju sinni. | Vinnslan er nauðsynleg til að fullnægja lagalegri skyldu okkar (c-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) |
Að tryggja öryggi á starfssvæði okkar með rafrænni vöktun. | • Nafn • Gestaskrár • Upptökur úr öryggismyndavélum • Rafrænt öryggi (þar á meðal innskráningarskrár og aðgangsupplýsingar)
| Lögmætir hagsmunir Advania af því að tryggja öryggi rekstursins, tryggja öryggi á starfsstöðvum fyrirtækisins og öryggi einstaklinga sem heimsækja starfsstöðvar Advania og til að koma í veg fyrir og rannsaka hugsanleg lögbrot nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG). Vöktun eftirlitsmyndavéla er tilgreind með merkingum. |
Að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur: umsjón með réttarkröfum; leggja sönnur á staðreyndir og kröfur (þar á meðal söfnun, yfirferð og framlagning skjala, staðreynda, sönnunargagna og vitnaskýrslna), og hafa uppi og verja lögbundin réttindi og kröfur (þar á meðal málsmeðferð fyrir dómi). | • Nafn • Heimilisfang • Eins og við á hverju sinni, það sem telst viðeigandi og fullnægjandi og takmarkað við það sem nauðsynlegt er miðað við aðstæður
| Lögmætir hagsmunir Advania af því að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) |
Aðkoma að ráðningarferli (auglýsing um lausar stöður, atvinnuviðtöl, leggja mat á hæfi einstaklinga fyrir viðkomandi stöðu og skrásetja ákvarðanir um ráðningar, upplýsingar um atvinnutilboð og upplýsingar um samþykki tilboða). Ráðningarupplýsingunum sem fá ekki brautargengi er eytt eftir 6 mánuði. | • Nafn • Heimilisfang • Upplýsingar um tengilið • Ferilskrá og vottanir/réttindi
| • Vinnslan er nauðsynleg til að uppfylla lagalegar skyldur okkar, sérstaklega með tilliti til gildandi vinnulöggjafar (c-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) • Lögmætir hagsmunir Advania af því að sinna ráðningarstarfsemi sinni og meðhöndla starfsumsóknir (nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG); og/eða • Við höfum aflað fyrir fram samþykkis þíns fyrir vinnslunni (á aðeins við þegar vinnslan er ekki nauðsynleg – á ekki við þegar vinnslan er nauðsynleg eða skilyrði að öllu eða einhverju leyti (a-lið, 2. mgr. 9. gr. PVRG). |
Okkur er annt um persónuupplýsingar þínar og viljum því upplýsa þig um að á grundvelli afdráttarlauss samþykkis þíns kunnum við að safna upplýsingum um heilsufar (t.d ofnæmi, upplýsingar um hjólastólaaðgengi o.s.frv.) í tengslum við skipulagningu á viðburðum þegar matur eða drykkur er borinn fram í samræmi við óskir þínar og þarfir (grundvöllur samþykkis þíns er eingöngu notaður í tengslum við vinnslu sem er algjörlega valfrjáls – en ekki þegar vinnsla er nauðsynleg eða skilyrði að öllu eða einhverju leyti). Við munum biðja um skýrt og afdráttarlaust samþykki þitt fyrir vinnslu þessara upplýsinga samhliða boði eða skráningu á þann viðburð sem um ræðir. Persónuupplýsingar þínar eru vistaðar í einn mánuð eftir að viðburðinum lýkur. Vinsamlegast hafðu samband við okkur (samskiptaupplýsingar okkar eru í kafla 12 hér að neðan) til að afturkalla samþykki þitt eða til að uppfæra upplýsingarnar sem eru skráðar um þig. Lestu meira um hvernig við vinnum persónuupplýsingar þínar í persónuverndarupplýsingunum okkar hér að neðan.
Advania ábyrgist að farið sé með persónuupplýsingar þínar í samræmi við viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að vernda gegn ólöglegum eða óviðkomandi aðgangi að umræddum upplýsingum sem og til að vernda gegn eyðileggingu, tapi, breytingum, óleyfilegri birtingu og öðrum ólögmætum eða óheimilum aðferðum vinnslu, samkvæmt gildandi lögum. Við hjá Advania meðhöndlum eingöngu nauðsynlegar upplýsingar og eru þær einungis unnar af þeim sem þess þurfa í þeim tilgangi að veita sem besta þjónustu til viðskiptavina okkar, birgja og annarra sem hafa samband við Advania.
Þar sem internetið er opið kerfi er miðlun upplýsinga í gegnum netið ekki fullkomlega örugg. Þrátt fyrir að Advania framkvæmi allar ráðstafanir sem með sanngirni má ætlast til af félaginu í því skyni að vernda persónuupplýsingar þínar, getum við ekki ábyrgst öryggi gagna þinna sem send eru til okkar með því að nota internetið - slíkar sendingar eru á þína ábyrgð og þú berð ábyrgð á að tryggja að allar persónuupplýsingar séu sendar á öruggan hátt til okkar, t.d í gegnum Signet transfer.
Hópur viðtakenda | Tilgangur og lagagrundvöllur | Tegundir persónuupplýsinga |
---|---|---|
Þjónustuveitendur okkar (vinnsluaðilar sem starfa fyrir okkar hönd og í samræmi við leiðbeiningar okkar) til dæmis á sviði hýsingar. | Til að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar gagnvart þér (grein 6.1b í GDPR) og til að hafa umsjón með þörfum rekstursins, nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG). | Þær persónuupplýsingarnar sem krafist er samkvæmt samningi. |
Bókarar, endurskoðendur, ráðgjafar, lögfræðingar og aðrir utanaðkomandi faglegir ráðgjafar Advania, háð því að viðkomandi aðilar séu bundnir trúnaði samkvæmt samningi. | Til að uppfylla lagalegar skyldur okkar samkvæmt bókhaldslögum (c-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) og lögmætir hagsmunir okkar af því að tryggja og viðhalda samfellu í rekstrinum, útvega fjármagn, hafa umsjón með fyrirhugaðri sölu eða samruna félagsins og í slíkum öðrum tilgangi sem nauðsynlegur rekstrinum, nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG). |
|
Yfirvöld og eftirlitsstofnanir (t.d. skattyfirvöld) | Til að uppfylla lagalegar skyldur okkar (c-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) | Persónuupplýsingar sem krafist er samkvæmt lögum. |
Aðrir samstarfsaðilar en sá sem þú vinnur fyrir. | Lögmætir hagsmunir okkar af því að hafa umsjón með samstarfssamningum (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG). |
|
Löggæslustofnanir, dómstólar, umboðsmenn, aðilar og gagnaðilar. | Til að uppfylla lagalegar skyldur okkar (c-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) og lögmætir hagsmunir okkar að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur (t.d. ef um ágreining er að ræða) nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) | • Nafn og starfsheiti tengiliðs |
Leyfisveitendur vara og þjónustu sem Advania endurselur. | Lögmætir hagsmunir okkar af því að hafa umsjón með samningum við leyfisveitendur, t.d. til að upplýsa leyfisveitandi um notanda og tengilið hans nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (b-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) | • Nafn og starfsheiti tengiliðs • Netfang • Fyrirtæki/vinnuveitandi
|
Ráðgjafar og kaupendur að starfsemi og rekstri, í heild eða að hluta. | Lögmætir hagsmunir okkar af því að geta framkvæmt sölu á rekstrinum, í heild eða að hluta, t.d. í tengslum við könnun á fyrirtækinu nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) | • Nafn og starfsheiti tengiliðs • Netfang • Fyrirtæki/vinnuveitandi
|
Persónuupplýsingar þínar kunna einnig að vera birtar hlutaðeigandi þjónustuveitanda, þar sem vefsíður okkar nota auglýsingar, viðbætur og/eða efni frá þriðja aðila. Við notum þjónustu þriðja aðila til að viðhalda virkni vefsíðna okkar (til að ná fram lögmætum hagsmunum okkar, nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt vegi þyngra (f-lið, 1. mgr. 6. gr. PVRG) . Ef þú velur t.d. að smella á eða nota auglýsingar, viðbætur eða efni, kann persónuupplýsingum þínum að vera deilt með viðkomandi þriðja aðila. Við mælum með að þú skoðir persónuverndarstefnu þriðja aðila áður en þú ákveður að smella á auglýsingar, viðbætur eða efni frá slíkum aðilum.
Samantekt
Við grípum til allra viðeigandi ráðstafana til að tryggja að persónuupplýsingar þínar séu varðveittar aðeins á meðan þeirra er þörf í tengslum við lögmætan tilgang.
Við grípum til allra viðeigandi ráðstafana til að tryggja að persónuupplýsingar þínar séu aðeins unnar á þeim tíma sem nauðsynlegur er í þeim tilgangi sem settur er fram í þessari stefnu. Viðmið sem lögð eru til grundvallar ákvörðun um varðveislutími persónuupplýsinga þinna eru eftirfarandi:
(1) Við munum varðveita persónuupplýsingar með sniði sem leyfir auðkenningu eins lengi og
(a) viðskiptasamband milli okkar er fyrir hendi (t.d. þar sem þú ert notanda þjónustu okkar, eða að þú ert skráður með réttmætum hætti á póstlista okkar og hefur ekki afskráð þig); eða
(b) persónuupplýsingar þínar eru nauðsynlegar í tengslum við lögmætan tilgang sem settur er fram í þessari stefnu, og lögmætur grundvöllur er fyrir hendi (t.d. þar sem persónuupplýsingar þínar koma fram í samningi milli okkar og vinnuveitanda þíns, og við höfum lögmæta hagsmuni af því að vinna upplýsingarnar í þeim tilgangi að reka fyrirtæki okkar og að standa við skuldbindingar okkar samkvæmt þeim samningi; eða þar sem okkur ber lagaleg skylda til að varðveita persónuupplýsingar þínar),
einnig:
(2) Á meðan eftirfarandi tímabili stendur:
(a) Fyrningarfrestur eða málshöfðunarfrestur samkvæmt gildandi lögum (þ.e. það tímabil þar sem aðili getur gert kröfu á hendur okkur í tengslum við persónuupplýsingar þínar, eða sem persónuupplýsingar þínar eiga við um); og
(b) tveggja (2) mánaða viðbótartímabil að loknum framangreindum fresti (þannig að ef einstaklingur setur fram kröfu við lok slíks frest höfum við hæfilegan tíma til að finna þær persónuupplýsingar sem snúa að kröfunni,
og:
(3) Til viðbótar, ef kröfur eiga rétt á sér, munum við halda áfram að vinna persónuupplýsingar á meðan vinnslu máls stendur eins og nauðsyn krefur.
Á þeim tíma sem tilgreindur er í lið (2)(a) og (2)(b) hér að ofan, munum við takmarka vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum við geymslu gagnanna og til að viðhalda öryggi þeirra, nema að því marki sem skoða þarf gögnin í tengslum við lagakröfur, eða vegna lögbundinnar skyldu okkar.
Að þeim tíma loknum sem tilgreindur er í liðum (1), (2) og (3) hér að ofan, eftir því sem við á, munum við annaðhvort:
- eyða viðkomandi persónuupplýsingum varanlega; eða
- gera viðkomandi persónuupplýsingar ópersónugreinanlegar.
Þar sem við erum alþjóðlegt fyrirtæki kunnum við að flytja persónuupplýsingar innan Advania samstæðunnar í Evrópu og til þeirra þriðju aðila sem tilgreindir eru í kaflanum Birting persónuupplýsinga. Því gætum við flutt persónuupplýsingar til annarra landa sem kunna að hafa önnur lög og kröfur um vernd persónuupplýsinga en þau sem gilda í þínu landi.
Ef undanþága eða takmörkun á við (t.d. þar sem flutningur gagna er nauðsynlegur til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur) getum við reitt okkur á þá undanþágu eða takmörkun, eftir því sem við á. Ef engin undanþága eða takmörkun á við, og við flytjum persónuupplýsingar þínar frá EES svæðinu til viðtakenda sem staðsettir eru utan EES, á svæðum sem ekki hafa verið talin veita fullnægjandi vernd persónuupplýsinga skv. auglýsingu Persónuverndar nr. 1155/2022, gerum við það á grundvelli viðeigandi staðlaðra samningsákvæða (SCC). Þú kannt að eiga rétt á að biðja um lista yfir viðkomandi lönd sem persónuupplýsingar þínar kunna að vera fluttar til og afrit af stöðluðum samningsákvæðum okkar með því að hafa samband við okkur, sbr. upplýsingarnar sem koma fram í kafla 12 hér að neðan.
Vinsamlegast athugaðu að þegar þú flytur persónuupplýsingar beint til fyrirtækis Advania samstæðunnar sem er staðsett utan EES, erum við ekki ábyrg fyrir þeim flutningi persónuupplýsinga þinna. Við munum engu að síður vinna úr persónuupplýsingum þínum, frá því að fáum þau gögn í hendurnar, í samræmi við ákvæði þessarar persónuverndarstefnu.
Þú kannt að eiga eftirtalin réttindi varðandi vinnslu persónuupplýsinga þinna, á grundvelli gildandi laga. Til þess að leggja fram beiðni í tengslum við réttindi hins skráða getur þú haft samband við okkur, sjá upplýsingar í kafla 12 hér að neðan. Ef við fáum beiðni frá þér kunnum við að biðja um frekari upplýsingar til að tryggja að við séum að afhenda réttum aðila upplýsingarnar. Takmarkanir á þessum réttindum eru taldar upp í 5. tl. 14. gr. PVRG.
· Réttur til þess að veita ekki persónuupplýsingar
Þú átt rétt á því að láta okkur ekki í té persónuupplýsingar þínar. Við bendum þó á að ef þú veitir okkur ekki nauðsynlegar persónuupplýsingar getum við ekki tryggt þér fullan ávinning af notkun vefsíðna okkar eða þjónustu.
· Aðgangsréttur
Á grundvelli viðeigandi laga, kannt þú að eiga rétt á að fá staðfestingu frá Advania um að persónuupplýsingar þínar séu unnar hjá Advania og, ef svo er, rétt til að fá aðgang að persónuupplýsingunum og eftirfarandi upplýsingum um:
- tilgang vinnslunnar;
- flokka persónuupplýsinga sem unnið er með;
- viðtakendur persónuupplýsinga (sérstaklega ef þeir eru staðsettir utan ESB/EES) og ef það er raunin, upplýsingar um viðeigandi verndarráðstafanir varðandi flutning gagna samkvæmt 46. og 47. gr. PVRG;
- tímabil sem unnið er með persónuupplýsingarnar;
- upplýsingar um réttindin sem sett eru fram í þessu ákvæði (s.s. rétt þinn til leiðréttingar eða eyðingar persónuupplýsinga þinna);
- uppruna persónuupplýsinga sem safnað hefur verið; og
- hvort sjálfvirk ákvarðanataka hafi verið nýtt í tengslum við persónuupplýsingar þínar, þar með talið gerð persónusniðs.
Á grundvelli viðeigandi laga, kannt þú einnig að eiga rétt á að óska eftir afriti af persónuupplýsingum þínum á rafrænu formi. Vinsamlegast athugaðu að Advania hefur rétt til að krefjast endurgjalds fyrir afritun ef þú óskar eftir fleiri en einu (1) afriti af persónuupplýsingum þínum og/eða umsýslukostnaður telst verulegur sbr. 3. mgr. 15. gr. PVRG.
· Réttur til leiðréttingar
Á grundvelli viðeigandi laga, kannt þú að eiga rétt á að krefjast leiðréttingar á ófullkomnum eða röngum persónuupplýsingum sem við vinnum með. Þú kannt einnig að eiga rétt á að upplýsingum séu bætt við þær persónuupplýsingar sem Advania hefur um þig og þú telur ófullnægjandi, háð tilgangi vinnslunnar. Það er gert með því að leggja fram athugasemd þess efnis á advania@advania.is eða personuvernd@advania.is.
· Réttur til eyðingar
Á grundvelli viðeigandi laga kannt þú að eiga rétt á að láta eyða persónuupplýsingum þínum. Réttur til eyðingar getur átt við:
- ef þú hefur dregið til baka áður veitt samþykki samkvæmt grein 6.1 a) GDPR og ekki er fyrir hendi annar lagagrundvöllur fyrir áframhaldandi vinnslu persónuupplýsinga þinna;
- ef persónuupplýsingarnar sem unnið er með eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem lá að baki vinnslu þeirra og ekki eru fyrir hendi lögmætar ástæður fyrir vinnslunni;
- ef þú andmælir vinnslu samkvæmt 21. grein GDPR þar sem vinnslan byggist á lögmætum hagsmunum (grein 6.1 f) í GDPR) eða almannahagsmunum (grein 6.1 e) í GDPR) og það eru engar haldbærar ástæður til að halda vinnslunni áfram eða þú mótmælir vinnslu sem fer fram í vegna beinnar markaðssetningar; og
- ef eyða þarf persónuupplýsingunum til að uppfylla lagaskyldu.
Í þeim tilfellum sem við höfum gert persónuupplýsingarnar opinberar og er gert skylt að eyða persónuupplýsingunum samkvæmt ofangreindu, skulum við, með hliðsjón af fyrirliggjandi tækni og kostnaði við framkvæmdina, gera eðlilegar ráðstafanir, þ.m.t. tæknilegar ráðstafanir, til að upplýsa ábyrgðaraðila sem vinna persónuupplýsingarnar um að þú hafir farið fram á að slíkir ábyrgðaraðilar, afmái hvers kyns tengla í eða afrit eða eftirmyndir af þessum persónuupplýsingum.
Það sem að framan greinir um rétt til eyðingar gildir ekki að því marki sem vinnslan er nauðsynleg:
- til að neyta réttarins til tjáningar- og upplýsingafrelsis;
- til að uppfylla lagaskyldu; eða
- vegna skjalavistunar í þágu almannahagsmuna, rannsókna á sviði vísinda eða sagnfræði eða í tölfræðilegum tilgangi í samræmi við 1. mgr. 89. gr. PVRG.
· Réttur til takmörkunar á vinnslu
Á grundvelli viðeigandi laga, kannt þú að eiga rétt á því að takmarka vinnslu þegar eitt af eftirfarandi á við:
- þegar þú vefengir að persónuupplýsingar séu réttar, þangað til við höfum fengið tækifæri til að staðfesta að þær séu réttar
- þegar vinnslan er ólögmæt og þú andmælir því að persónuupplýsingunum sé eytt og ferð fram á takmarkaða notkun þeirra í staðinn,
- þegar við þurfum ekki lengur á persónuupplýsingunum að halda fyrir vinnsluna en þú þarfnast þeirra til þess að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur,
- þegar þú hefur andmælt vinnslunni skv. 1. mgr. 21. gr. PVRG á meðan beðið er sannprófunar á lögmætum hagsmunum.
Þegar vinnsla hefur verið takmörkuð skal einungis vinna slíkar persónuupplýsingar, að varðveislu undanskilinni, með samþykki þínu eða til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur eða til að vernda réttindi annars einstaklings eða lögaðila eða með skírskotun til brýnna almannahagsmuna Sambandsins eða aðildarríkis. Ef þú hefur fengið fram takmörkun á vinnslu munum við upplýsa þig áður en takmörkun á vinnslu er aflétt.
· Réttur til afturkalla samþykki
Þú hefur rétt til að afturkalla samþykki þitt að því marki sem vinnsla Advania á persónuupplýsingunum þínum er byggð á samþykki (athugaðu að slík afturköllun hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem framkvæmd var fyrir þann dag sem við fáum tilkynningu um slíka afturköllun, og kemur ekki í veg fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna með hliðsjón af annarri tiltækri lagastoð).
· Réttur til að flytja eigin gögn
Þegar vinnsla persónuupplýsinga þinna fer fram á grundvelli samþykkis þíns eða við gerð samnings við þig og að því tilskildu að persónuupplýsingunum hafi verið safnað beint frá þér, átt þú rétt á að fá afrit af persónuupplýsingum þínum á hefðbundnu tölvulesanlegu sniði. Til að nýta þennan rétt þinn bendum við þér á að hafa samband við okkur samkvæmt þeim leiðum sem gefnar eru upp í kafla 12 hér að neðan.
· Réttur til að andmæla vinnslu
Á grundvelli gildandi laga kannt þú að eiga eftirfarandi viðbótarrétt varðandi vinnslu persónuupplýsinga þinna:
- rétt til að andmæla, vegna sérstakra aðstæðna þinna, vinnslu persónuupplýsinga þinna af okkar hálfu eða fyrir okkar hönd, þar sem slík vinnsla er byggð á greinum e-lið, 1. mgr. 6. gr. (almannahagsmunir) eða f-lið, 1. mgr. 6. gr. (lögmætir hagsmunir) PVRG; og
- rétt til að mótmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna af okkar hálfu eða fyrir okkar hönd í þágu beinnar markaðssetningar.
Þér er velkomið að hafa samband við okkur með spurningar eða kvartanir varðandi vinnslu persónuupplýsinga þinna samkvæmt þeim leiðum sem gefnar eru upp í kafla 12 hér að neðan. Hins vegar hefur þú alltaf rétt á að leggja fram kvörtun vegna vinnslu persónuupplýsinga þinna til viðkomandi persónuverndaryfirvalda. Upplýsingar um persónuverndaryfirvöld fyrir hverja EES-lögsögu má finna hér. Upplýsingar um Persónuvernd á Íslandi má finna hér.
Ábyrgðaraðili vegna persónuverndarstefnu þessarar er:
Fyrirtæki ábyrgaðaðila | Tengiliðaupplýsingar |
---|---|
Advania Ísland ehf. | Kennitala: 590269-7199, Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík. |
Advania hefur skipað persónuverndarfulltrúa sem hefur það hlutverk að aðstoða Advania við að fara að gildandi persónuverndarlögum. Þér er alltaf velkomið að hafa samband við fulltrúa okkar með því að senda póst á netfangið personuvernd@advania.is.
- “ábyrgðaraðili” er einstaklingur, lögaðili, stjórnvald eða annar aðili sem ákveður einn eða í samvinnu við aðra tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga. Í mörgum ríkjum ber ábyrgðaraðilinn meginábyrgð á því að fara eftir gildandi persónuverndarlögum.
- “Persónuvernd” merkir sjálfstætt opinbert yfirvald sem hefur lagalega það hlutverk að hafa eftirlit með því að farið sé að gildandi persónuverndarlögum.
- “EES” merkir Evrópska Efnahagssvæðið.
- “GDPR” merkir almenna persónuverndarreglugerðin (e. the General Data Protection Regulation) (ESB) 2016/679.
- “persónuupplýsingar” eru upplýsingar um einhvern einstakling, eða um einhvern sem unnt er að persónugreina, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti.
- “vinnsla” merkir aðgerð eða röð aðgerða þar sem persónuupplýsingar eru unnar, hvort sem vinnslan er sjálfvirk eða ekki, svo sem söfnun, skráning, flokkun, kerfisbinding, varðveisla, aðlögun eða breyting, heimt, skoðun, notkun, miðlun með framsendingu, dreifing eða aðrar aðferðir til að gera upplýsingarnar tiltækar, samtenging eða samkeyrsla, aðgangstakmörkun, eyðing eða eyðilegging.
- “vinnsluaðili” merkir einstaklingur eða lögaðili, stjórnvald eða annar aðili sem vinnur með persónuupplýsingar á vegum ábyrgðaraðila (aðrir en starfsfólk ábyrgðaraðila).
- "SCC" eða Stöðluð ákvæði um Persónuvernd (e. Standard Contractual Clauses) merkja stöðluð samningssniðmát um flutning gagna sem samþykkt eru af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eða samþykkt af Persónuverndaryfirvöldum og samþykkt af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
- “PVRG” merkir persónuverndarreglugerð (ESB) 2016/679 sem innleidd var með lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og tók gildi 15. júlí 2018.