í takt við umhverfið

Sjálfbærni

Stefna Advania er að stuðla að jákvæðum áhrifum upplýsingatækninnar og draga úr þeim neikvæðu. Hér má sjá helstu mælikvarða og verkefni tengd sjálfbærnimálum hjá Advania. Í ársskýrslu Advania Group fyrir 2024 er farið yfir bæði fjárhagslegt uppgjör og sjálfbærni.
Ársskýrsla Advania 2024

Sjálfbærnistefnan okkar

Advania er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni og við leggjum áherslu á sjálfbærni. Við trúum því að tæknin sé hluti af lausninni og vinnum markvisst að því að draga úr neikvæðum áhrifum af okkar starfsemi. Við höfum skipt sjálfbærnistefnu okkar í fjóra áhersluflokka.

Vinnustaðurinn

  • Eftirsóknarverður vinnustaður
  • Fjölbreytileiki án aðgreiningar
  • Viðskiptasiðferði og gagnsæi
  • Jákvæð áhrif á umhverfið

Virðiskeðjan

  • Ábyrg stjórnun virðiskeðju
  • Ábyrg meðhöndlun raftækja

Vöruframboðið

  • Persónuvernd og upplýsingaöryggi
  • Hringrásarhagkerfið
  • Stafræn þróun og nýsköpun fyrir sjálfbært samfélag

Samfélagið

  • Vera jákvæður drifkraftur fyrir samfélagið

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Þessi 9 af 17 heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eiga sérstaklega við okkar starfsemi, þau mynda grunninn að sjálfbærnistefnu Advania.

Sjálfbærniskýrsla Advania

Advania hefur gefið út sjálfbærniskýrslu árlega síðan árið 2019. Skýrslan er COP skýrsla (e. Communication on Progress). Að gefa út upplýsingar um framgang í sjálfbærnimálum er eitt af skilyrðum sem ætlast er til af meðlimum UN Global Compact. Skýrslan útskýrir hvernig okkur miðar í sjálfbærni og hvaða vinnu við höfum ráðist í til þess að gera betur.

Ársskýrsla Advania 2024
helstu áhersluatriði

Tölum um tölur

Sérfræðingar á Íslandi
605
Konur
30%
Starfsmenn hjá Advania samstæðunni
4500
Í starfsánægju starfsmanna
4,4 af 5

Advania er hluti af

Siðferði og gagnsæi

Starfsfólk Advania er þjálfað í viðskiptasiðferði og að taka eftir og vinna gegn spillingu. Advania hefur innleitt siðareglur starfsfólks (Code of Conduct), stefnu gegn spillingu og peningaþvætti. Advania hefur gefið út leiðbeiningar um hvert starfsfólk geta leitað ef þá grunar að misferli viðgangist innan fyrirtækisins. Til viðbótar hefur Advania einnig samið við uppljóstrunarþjónustu sem sérhæfir sig í að taka á móti ábendingum um misferli, tryggir nafnleysi uppljóstrara og að kemur ábendingum í rétt ferli.

Siðareglur birgja

Árið 2021 uppfærði Advania siðareglur birgja og við biðjum birgja okkar að staðfesta að þeir starfi eftir okkar siðareglum.

Fréttir af sjálfbærnimálum

Advania hlaut í dag Sjálfbærniásinn 2025 í flokki upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi. Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania tók við viðurkenningunni ásamt Þóru Rut Jónsdóttur forstöðumanns sjálfbærni og umbóta hjá Advania.
Advania Group hefur birt ársskýrslu sína fyrir árið 2024, sem markar ár af miklum vexti og áframhaldandi árangri. Í skýrslunni er dregin upp heildstæð mynd af rekstri, stefnu og sjálfbærnimarkmiðum samstæðunnar og hvers lands fyrir sig.
Advania hefur skrifað undir að gerast þátttakandi í Global Compact Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Global Compact er sáttmáli Sameinuðu þjóðanna og atvinnulífs um ábyrga starfshætti og stærsta sjálfbærniframtak heims, þar sem fyrirtæki og stofnanir eru hvött til góðra verka í þágu samfélagsins með sjálfbærni að leiðarljósi.

Spjöllum saman

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar um samfélagslega ábyrgð eða sjálfbærnistefnu Advania.