Skilmálar, stefnur og vottanir

Almennir viðskiptaskilmálar

Almennir viðskiptaskilmálar gilda um viðskipta- og samingskjör Advania. Fyrirtækið áskilur sér einhliða rétt til að breyta viðskiptaskilmálum þessum en um viðskiptin gilda þeir skilmálar sem birtir voru á vef Advania þegar viðskiptin fóru fram.

Umhverfisstefna

Advania leggur áherslu á að starfa í sátt við umhverfið og hefur sjónarmið umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi í rekstri félagsins. Stefna Advania er að lágmarka neikvæð áhrif starfseminnar á umhverfið og styðja beitingu varúðarreglu í umhverfismálum.

Jafnréttisstefna

Markmið jafnréttisstefnu Advania er að stuðla að jafnri stöðu starfsfólks innan samstæðu Advania og jöfnum tækifærum einstaklinga á sem flestum sviðum, óháð kyni, aldri eða uppruna. Þetta á m.a. við um rétt til starfa, aðstöðu, menntunar og kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.

Meðferð persónuupplýsinga

Advania er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu Advania kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með gögnin. Markmið okkar er að starfsfólk, viðskiptavinir og samstarfsaðilar séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur með persónuupplýsingar.

Advania hefur einnig sett sér sérstakar reglur um rafræna vöktun og ábyrga vinnslu persónuupplýsinga með gervigreind. Stefnurnar má nálgast á sömu síðu og persónuverndarstefnu Advania.

Skattastefna

Í starfsemi Advania er mikil áhersla lögð á sjálfbærni og ábyrgð fyrirtækja. Markmiðið með skattastefnu Advania er að tryggja skýran ramma fyrir meðferð skattamála innan Advania samstæðunnar og skapa grundvöll fyrir skýrri og gagnsærri miðlun á upplýsingum um afstöðu Advania til skatta. Skattastefnan gildir fyrir öll fyrirtæki Advania samstæðunnar og starfsfólk þess, og fjallar um meginreglur hlítingar við kröfur um skatta og skýrslugjöf, milliverðlagningu og aðferðir við að draga úr skattaáhættu. Skattastefnan nær til allra tegunda skattlagningar, þ.m.t. tekjuskatts, virðisaukaskatts og tryggingagjalds.

Öryggisstefna

Við höfum markað okkur stefnu til að standa vörð um öryggi gagna viðskiptavina okkar og þess búnaðar sem gögnin eru rekin á.

  • Að vera leiðandi fyrirtæki í öryggi upplýsingakerfa.
  • Að gera réttar upplýsingar aðgengilegar fyrir rétta aðila með öruggum
    hætti.
  • Að tæknileg þróun þeirra auki en dragi ekki úr öryggiskröfum.
  • Að fylgja góðum viðskiptaháttum, landslögum og lögum um persónuvernd
    til að tryggja hagsmuni viðskiptavina.
  • Að starfrækja skilvirk aðgangsöryggiskerfi að húsnæði og upplýsingakerfum fyrirtækisins með það að markmiði að vernda gögn og búnað gegn rekstrartruflunum, misnotkun, þjófnaði, skemmdarverkum og glötun.

Jafnlaunastefna Advania

Advania hefur innleitt jafnlaunakerfi og jafnlaunastefnu. Tilgangurinn er að tryggja að jafnrétti sé gætt í launamálum starfsfólks og að engum sé mismunað eftir kyni og öðrum óviðkomandi breytum. Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við lög um jafna stöðu og rétt kynjanna.

Launajafnrétti

Með stefnunni er staðfest að hæfileikar og færni alls mannauðs Advania eigi að fá að njóta sín. Kynjunum skulu greidd jöfn laun og þau njóta sömu kjara og hlunninda fyrir sambærileg störf. Við launaákvarðanir er stuðst við starfsmatskerfi fyrirtækisins, skilgreind launaviðmið og persónubundið mat á hæfni og frammistöðu. Mannauðsstjóri Advania ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og sér til þess að kerfið sé skjalfest, innleitt og stöðugt uppfært. Yfirstjórn félagsins skal árlega setja fram jafnlaunamarkmið og rýna jafnlaunakerfið. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar og annarra gagna um launamyndun á vinnustaðnum. Allir stjórnendur Advania eru skuldbundnir til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun.

Jafnlaunavottun

Advania vinnur eftir jafnlaunakerfi, hefur hlotið jafnlaunavottun og styðst við jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012

Vottun á stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Advania

Til staðfestingar á því að Advania vinni eftir viðurkenndum aðferðum hefur félagið farið í gegnum úttekt og fengið ISO vottun sem snýr að stjórnkerfum upplýsingaöryggis (Information Security Management System ISO/IEC 27001:2013)

ISO 27001

Advania er með ISO 27001 vottun. Við fylgjum lögum um persónuvernd og upplýsingaöryggi í okkar innra starfi og gagnvart viðskiptavinum.

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.