Almennir viðskiptaskilmálar
Almennir viðskiptaskilmálar gilda um viðskipta- og samingskjör Advania. Fyrirtækið áskilur sér einhliða rétt til að breyta viðskiptaskilmálum þessum en um viðskiptin gilda þeir skilmálar sem birtir voru á vef Advania þegar viðskiptin fóru fram.
Umhverfisstefna
Advania leggur áherslu á að starfa í sátt við umhverfið og hefur sjónarmið umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi í rekstri félagsins. Stefna Advania er að lágmarka neikvæð áhrif starfseminnar á umhverfið og styðja beitingu varúðarreglu í umhverfismálum.
Jafnréttisstefna
Markmið jafnréttisstefnu Advania er að stuðla að jafnri stöðu starfsfólks innan samstæðu Advania og jöfnum tækifærum einstaklinga á sem flestum sviðum, óháð kyni, aldri eða uppruna. Þetta á m.a. við um rétt til starfa, aðstöðu, menntunar og kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.
Meðferð persónuupplýsinga
Advania er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu Advania kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með gögnin. Markmið okkar er að starfsfólk, viðskiptavinir og samstarfsaðilar séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur með persónuupplýsingar.
Advania hefur einnig sett sér sérstakar reglur um rafræna vöktun og ábyrga vinnslu persónuupplýsinga með gervigreind. Stefnurnar má nálgast á sömu síðu og persónuverndarstefnu Advania.
Skattastefna
Í starfsemi Advania er mikil áhersla lögð á sjálfbærni og ábyrgð fyrirtækja. Markmiðið með skattastefnu Advania er að tryggja skýran ramma fyrir meðferð skattamála innan Advania samstæðunnar og skapa grundvöll fyrir skýrri og gagnsærri miðlun á upplýsingum um afstöðu Advania til skatta. Skattastefnan gildir fyrir öll fyrirtæki Advania samstæðunnar og starfsfólk þess, og fjallar um meginreglur hlítingar við kröfur um skatta og skýrslugjöf, milliverðlagningu og aðferðir við að draga úr skattaáhættu. Skattastefnan nær til allra tegunda skattlagningar, þ.m.t. tekjuskatts, virðisaukaskatts og tryggingagjalds.
Öryggisstefna
Við höfum markað okkur stefnu til að standa vörð um öryggi gagna viðskiptavina okkar og þess búnaðar sem gögnin eru rekin á.
- Að vera leiðandi fyrirtæki í öryggi upplýsingakerfa.
- Að gera réttar upplýsingar aðgengilegar fyrir rétta aðila með öruggum
hætti. - Að tæknileg þróun þeirra auki en dragi ekki úr öryggiskröfum.
- Að fylgja góðum viðskiptaháttum, landslögum og lögum um persónuvernd
til að tryggja hagsmuni viðskiptavina. - Að starfrækja skilvirk aðgangsöryggiskerfi að húsnæði og upplýsingakerfum fyrirtækisins með það að markmiði að vernda gögn og búnað gegn rekstrartruflunum, misnotkun, þjófnaði, skemmdarverkum og glötun.