Erla Harðardóttir
Það eru aðilar með 30 ára starfsaldur og fólk sem byrjaði beint úr skóla á síðustu vikum og kemur inn með ferskar hugmyndir og ný sjónarhorn á hlutina.
Hæ Erla! Hvernig hefur dagurinn þinn verið?
Á hverjum morgni hittist teymið mitt á stuttum stand-up fundi þar sem við gerum verkefni gærdagsins upp og skipuleggjum daginn. Annars eru spennandi hlutir framundan í dag! Teymið er að leggja loka hönd á að vefa upp nýtt útlit á annarri vörunni sem ég er í forsvari fyrir, Velkomin, auk þess sem að ég fæ kynningu á spennandi verkefni sem ég er búin að vinna á móti sjálfbærnisérfræðingnum okkar Þóru Rut. Að lokum eru það stöðufundir með viðskiptavinum og undirbúningur á kynningu á Cata söluappinu okkar. Sú kynning verður fyrir stjórnendur Advania á næstu vörumessu sem haldin er um miðjan mars mánuð.
Hvað felst í starfinu þínu?
Sem vörustjóri fæ ég að móta sýn, stefnu og vegvísi varanna sem ég er í forsvari fyrir. Þetta er gríðarlega skemmtileg og fjölbreytt vinna sem sífellt þarf að ítra og halda lifandi. Ég þarf að þekkja markaðinn sem snýr að mínum vörum, skipuleggja sölu-og markaðsstarf í samvinnu við rétta fólkið innan Advania og fylgja þróun varanna eftir með þróunarteyminu.
Hvernig er stemningin í deildinni?
Hún gæti ekki verið betri, hér er mikið líf og gaman alla daga, sérstaklega núna þegar fólk er farið að láta sjá sig í húsi aftur eftir að fjöldatakmörkunum var aflétt. Við erum með allan skalann af fólki sem gerir þetta svo fjölbreytt og skemmtilegt starfsumhverfi. Það eru aðilar með 30 ára starfsaldur og fólk sem byrjaði beint úr skóla á síðustu vikum og kemur inn með ferskar hugmyndir og ný sjónarhorn á hlutina.
Hver er bakgrunnur þinn?
Ég er útskrifaður tölvunarfræðingur úr Háskólanum í Reykjavík.
Hvernig hefur námið nýst þér í vinnu?
Ég vann fyrst sem forritari, en nú þegar ég sinni verkefna- og vörustýringu nýtist námið ekkert síður. Ég er miklu betur í stakk búin að meta verkefni á tæknilegum forsendum og eiga tæknileg samtöl við bæði teymið mitt og viðskiptavini. Auk þess get ég hoppað inn og aðstoðað teymið þegar álagið á þeim er mikið.
Hvað leiddi þig til Advania?
Ég þekkti mikið af fólki sem vann hjá Advania þegar ég sótti um. Það sem heillaði mig mest var hvað allir töluðu vel um vinnustaðinn. Aðstaðan, stemningin og sýnileiki fyrirtækisins gerði það að verkum að mig langaði til að vera með. Auk þess sá ég tækifæri í því að vaxa innan fyrirtækisins, sem ég hef með sanni gert.
Hvernig myndir þú lýsa vinnustaðnum Advania?
Það sem að mér finnst einkenna Advania er fjölbreytileikinn. Þetta er stórt fyrirtæki, margar deildir og margt fólk sem sinnir allt ótrúlega mismunandi störfum. Þetta þýðir, að ef manni langar til að prófa eitthvað nýtt, þá þarf maður alls ekki að leita langt, kannski bara í næstu deild. Fjölbreytileikinn kemur þó ekki í veg fyrir samheldnina, en ég dáist að því hvað Advania er mikil fjölskylda.