Margrét Lárusdóttir

Kerfisstjóri hjá Advania

Hver er bakgrunnur þinn og af hverju fórst þú í kerfisstjórnunarnám?

Eftir að hafa unnið hjá kreditkortafyrirtæki í 25 ár ákvað ég að tími væri kominn til að breyta til. Ég hafði alltaf verið tæknilega sinnuð og var dugleg að koma mér í verkefni sem tengdust tölvukerfum og aðgangsstjórnun. Þegar ég rakst á streymi frá Advania með ákall um fleiri konur í tækni, vakti það áhuga minn. Þarna uppgötvaði ég möguleikann á að læra kerfisstjórnun og skráði ég mig í nám hjá Prómennt.

Hvernig er að starfa sem kerfisstjóri?

Það er stöðugur skóli. Þrátt fyrir að byrja með þekkingu og þjálfun úr náminu þá er lærdómsferlinn rétt að byrja. Tæknin og tölvukerfi eru alltaf á hreyfingu svo að ég er alltaf af læra eitthvað nýtt, bæði gegnum starfið sjálft og í gegnum frekari nám innan Microsoft. Kerfisstjórinn vinnur að því að aðstoða og leiðbeina viðskiptavinum ásamt því að rannsaka og finna lausnir á tæknivandamálum.

Hvaða vandamál eru þið að leysa fyrir viðskiptavini?

Í starfi mínu sem kerfisstjóri í notendaþjónustu Advania er ég í beinum samskiptum við notendur og aðstoða þá með að framkvæma þær tæknilegu breytingar sem beðið er um ásamt því að leysa úr vandamálum sem koma upp. Sem dæmi þá er ég að stofna og gera breytingar á aðgöngum, pósthópum og aðgangshópum í umhverfi fyrirtækja, bæði á netþjónum og í skýjaumhverfinu, aðstoða með vandamál varðandi nettengingar, VPN, tvöfalda auðkenningu, öryggisatvik og ýmis tæknileg vandamál vegna vélbúnaðar.

Hverjir eru kostirnir við þetta starf?

Fyrir lærdómsfúsa og þjónustulundaða grúskara er þetta besta starfið. Ég fæ að aðstoða og hjálpa fólki á sama tíma og ég þroskast og eflist sem kerfisstjóri. Starfið er mjög fjölbreytt og dagarnir eru aldrei eins. Það eru alltaf að koma upp ný mál og aðstæður sem þarf að vinna með og leysa.

Hvað leiddi þig til Advania?

Advania hefur það orðspor að vera góður vinnustaður og það kom aldrei neitt annað til greina en að senda þangað fyrstu umsóknina mína þegar ég lauk náminu.

Hvernig er stemningin í deildinni?

Deildin mín samanstendur af yndislegu fólki sem tók mér opnum örmum þegar ég byrjaði. Menningin í deildinni byggir á samvinnu og hjálpsemi við hvort annað og við náum öll vel saman. Föstudagskaffi og gott félagslíf innan deildarinnar gerir vinnudagana skemmtilega.

Deildarstjóri kerfisþjónustu og þróunar
„Áhugi minn á tölvum vaknaði mjög snemma. Fyrsta minningin mín tengd þeim var þegar pabbi minn keypti tölvu á heimilið þegar ég var fjögurra ára og leyfði mér að spila tölvuleiki á henni.“
Kerfisstjóri hjá Advania
„Þegar ég rakst á streymi frá Advania með ákall um fleiri konur í tækni, vakti það áhuga minn. Þarna uppgötvaði ég möguleikann á að læra kerfisstjórnun og skráði ég mig í nám “
Deildarstjóri í Business Central SaaS
„Ég hlakka til að mæta í vinnuna hvern einasta dag, enda einstaklega góður starfsandi hérna sem skapast af öllu því góða fólki sem vinnur hér“
Ráðgjafi í gagnagreind
„Við höfum einstakt samansafn af frábærum sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum, þannig það eru ávallt líflegar samræður. Og ekki má gleyma að við erum með besta mötuneytið“
Eigum við samleið?

Sjáðu laus störf hjá Advania

Sjá störf