Eyrún Lára Hansen

Tæknimaður

Við erum einstaklega góð heild hérna á Akureyri og höfum mjög gaman hvert af öðru

Hæ Eyrún! Hvernig hefur dagurinn þinn verið?

Já góðan og blessaðan daginn! Þetta er búinn að vera frekar öðruvísi en jafnt framt skemmtilegur morgun. Byrjaði einmitt í myndatöku fyrir þetta viðtal sem kom nú frekar vel út þó ég segi sjálf frá. Því næst þurfti ég að vera mætt á vettvang hjá fyrirtæki sem ég er með umsjón með og kíki til þeirra í hverri viku til að þjónusta þau og aðstoða við ýmis verkefni. Ég krækti mér því næst í sushi í bakaleiðinni þar sem við erum ekki með mötuneyti hér Akureyri, en í staðinn höfum við valmöguleika á að sækja okkur mat hjá ýmsum veitingarstöðum, alltaf nóg um að velja í hádeginu!

Það sem eftir lifir dags sest ég við tölvuna mína uppi og fer yfir verkefnastöðuna mína ásamt beiðnum frá okkar viðskiptavinum og verð þar til taks ef þeir hringja inn og þurfa aðstoð.

Hvenær byrjaðir þú hjá Advania?

Ég hóf störf fyrir ári síðan þar sem minn fyrst vinnudagur var fyrsti dagur í samkomubanni á Íslandi, þann 16. mars 2020. Það var frekar öðruvísi að byrja í þannig aðstæðum og ég viðurkenni að því fylgdi ákveðið stress. En þegar í vinnuna var komið þá tóku allir svo vel og skemmtilega á móti mér að stressið var fljótt að fara. Allir voru mjög skilningsríkir, hjálpsamir og duglegir að heyra hljóðið í nýliðanum þar sem ég sat ein heima að vinna að verkefni sem mér var falið.

Hvað felst í starfinu þínu?

Starfið mitt felst helst í því að þjónusta starfsmenn fyrirtækja sem eru í rekstri hjá okkur. Við sjáum s.s. um rekstur tölvukerfa og útstöðva hjá viðskiptavinum. Þjónustan felst í því að hjálpa fólki með vandamál sem geta komið upp í þeirra daglegu vinnslu eins og til dæmis póst vandræði, tengingar við önnur kerfi, vandamál við prentun, VPN tengingar og miklu fleira. Það getur komið svo ýmislegt upp hjá fólki sem tengist þeirra daglega starfi og við gerum okkar besta í að halda því gangandi og leysa þau vandamál sem upp koma. Það einmitt gerir það að verkum að engir tveir dagar eru eins því flóran af verkefnum getur verið svo mismunandi. Einnig hef ég umsjón með einu fyrirtæki hér á Akureyri og sé um að fara til þeirra á vettvang í hverri viku og aðstoða við ýmsa hluti.

Gaman að bæta líka við að það er ekki hægt að vita allt og nánast endalaust hægt að bæta við sig. Ég tók fljótt eftir því í daglegu amstri að tölvunarfræði námið fór ekki mikið í þessa hluti sem tengjast kerfisstjórnun beint. Þrátt fyrir að ég nýti mér mikið úr því námi í vinnunni fann ég að mig langaði að skerpa betur á því sem tengist starfinu mínu sem slíku. Ég ákvað því að skella mér í nám í kerfisstjórnun sem ég er í núna og stefni að útskrift í desember á þessu ári.

Hvað hjá Advania kallaði á þig?

Ég fór í mína fyrstu vísindaferð með háskólanum einmitt til Advania á mínu fyrsta ári í tölvunarfræði. Það sem heillaði mig strax var mórallinn og einnig að það væri starfstöð á Akureyri sem ég sá fyrir mér að gæti hentað mér ef ég vildi snúa aftur á heimaslóðir, sem ég gerði. Það kviknaði því mjög snemma í mínu tölvunarfræði námi löngun að byrja vinna á jafn stórum og spennandi vinnustað eins og Advania er.

Hvernig myndir þú lýsa vinnustaðnum Advania?

Ótrúlega fjölbreyttum vinnustað. Þrátt fyrir að vera búin að vera vinna mikla mína vinnu heima síðan ég hóf störf þá finn ég fyrir miklum stuðningi og samvinnu milli teyma fyrirtækisins þar sem allir eru að vinna saman að því að leysa verkefnin. Þú stendur aldrei einn á báti ef þú strandar á einhverju, þá er bara leita til næsta aðila og finna lausnina saman. Ég held það lýsi vinnustaðnum lang best.

Nú er þín aðalstarfsstöð á Akureyri, hvernig er að vinna þar?

Það er algjörlega frábært! Við erum einstaklega góð heild hérna á Akureyri og höfum mjög gaman hvert af öðru. Við erum með okkar eigin starfsmannafélag innan Advania og er ég einmitt partur af stjórn þess þetta árið. Við getum ekki beðið eftir að hrista upp í liðinu eftir langt og strembið tímabil takmarkanna. Oft þarf það ekki að vera stórt og mikið til að hafa gaman, sem dæmi tókum við pílukeppni eftir vinnu einn föstudaginn þar sem allir fengu að sýna sína takta (förum ekkert út í hvaða sæti ég í lenti í haha!).

Deildarstjóri kerfisþjónustu og þróunar
„Áhugi minn á tölvum vaknaði mjög snemma. Fyrsta minningin mín tengd þeim var þegar pabbi minn keypti tölvu á heimilið þegar ég var fjögurra ára og leyfði mér að spila tölvuleiki á henni.“
Kerfisstjóri hjá Advania
„Þegar ég rakst á streymi frá Advania með ákall um fleiri konur í tækni, vakti það áhuga minn. Þarna uppgötvaði ég möguleikann á að læra kerfisstjórnun og skráði ég mig í nám “
Deildarstjóri í Business Central SaaS
„Ég hlakka til að mæta í vinnuna hvern einasta dag, enda einstaklega góður starfsandi hérna sem skapast af öllu því góða fólki sem vinnur hér“
Ráðgjafi í gagnagreind
„Við höfum einstakt samansafn af frábærum sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum, þannig það eru ávallt líflegar samræður. Og ekki má gleyma að við erum með besta mötuneytið“
Eigum við samleið?

Sjáðu laus störf hjá Advania

Sjá störf