Jóhanna Gautsdóttir

Ráðgjafi

Hjá okkur starfa sérfræðingar á öllum sviðum og það er auðvelt að sækja sér þekkingu og aðstoð til þeirra.

Hæ Jóhanna! Hvernig hefur dagurinn þinn verið?

Dagurinn er alltaf fjölbreyttur og fullur af krefjandi verkefnum. Hef verið að vinna að innleiðingar verkefni fyrir stórt fyrirtæki.

Hvenær byrjaðir þú hjá Advania?

Ég hóf störf hjá Landsteinum Streng árið 2006 sem svo sameinaðist Skýrr árið 2009 og varð að Advania árið 2012.

Hvað felst í starfinu þínu?

Sem ráðgjafi í Business Central þá felst starfið mitt í hnotskurn í því að hanna og greina lausnir sem og að leysa vandamál viðskiptavina okkar. Dagarnir eru alltaf fjölbreyttir og verkefnin bæði stór og smá sem þarf að leysa.

Hvernig myndir þú lýsa vinnustaðnum Advania?

Advania er góður staður til að vinna á, hann er líflegur og fjölbreyttur. Innan starfsmannafélagsins er mikið af afþreyingu í boði fyrir þá sem sækja eftir því og ættu allir að geta fundið eitthvað sem þeir hafa áhuga á. Hjá okkur starfa sérfræðingar á öllum sviðum og það er auðvelt að sækja sér þekkingu og aðstoð til þeirra. Frábært mötuneyti.

Hvernig er stemningin í deildinni?

Almennt er mjög góð stemming í deildinni okkar og það er alltaf hægt að treysta á samstarfsfélagann ef aðstoðar er þörf.

Hver er bakgrunnurinn þinn?

Ég er viðskiptafræðingur, með áherslu á vörustjórnun. Hef einnig menntað mig í fjármálatengdum greinum og unnið lengi við bókhald og ýmist tengt því. Það kemur sér mjög vel að hafa þá reynslu þegar ég er að aðstoða viðskiptavini okkar.

Deildarstjóri kerfisþjónustu og þróunar
„Áhugi minn á tölvum vaknaði mjög snemma. Fyrsta minningin mín tengd þeim var þegar pabbi minn keypti tölvu á heimilið þegar ég var fjögurra ára og leyfði mér að spila tölvuleiki á henni.“
Kerfisstjóri hjá Advania
„Þegar ég rakst á streymi frá Advania með ákall um fleiri konur í tækni, vakti það áhuga minn. Þarna uppgötvaði ég möguleikann á að læra kerfisstjórnun og skráði ég mig í nám “
Deildarstjóri í Business Central SaaS
„Ég hlakka til að mæta í vinnuna hvern einasta dag, enda einstaklega góður starfsandi hérna sem skapast af öllu því góða fólki sem vinnur hér“
Ráðgjafi í gagnagreind
„Við höfum einstakt samansafn af frábærum sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum, þannig það eru ávallt líflegar samræður. Og ekki má gleyma að við erum með besta mötuneytið“
Eigum við samleið?

Sjáðu laus störf hjá Advania

Sjá störf