Jón Gunnar Hannesson

Hugbúnaðarsérfræðingur í samþættingu og ferlum
Maður fær næg tækifæri til að öðlast nýja reynslu og kunnáttu í hverju verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur

Hæ Jón! Hvernig hefur dagurinn þinn verið?

Dagurinn hefur verið mjög fínn, planið í dag er aðallega að fara í prófanir og uppsetningu á hugbúnaði sem er búinn að vera í þróun hjá okkur. Svo er ég að fara í að kynna mér betur val á tækni fyrir næsta verkefni sem við förum í, finna svona út úr því hvað hentar best fyrir nákvæmlega þetta verkefni áður en við förum í að þróa tæknina.

Hvenær byrjaðir þú hjá Advania?

Ég byrjaði hjá Advania í byrjun júní þessa árs. Fyrir það hafði ég verið í hugbúnaðarverkfræði við HÍ og er núna að vinna í því að klára bachelor gráðuna ásamt vinnu.

Hvernig myndir þú lýsa vinnustaðnum Advania?

Ótrúlega líflegur og hvetjandi vinnustaður, sem býður upp á verkefni sem eru bæði krefjandi og skemmtileg. Mér leiðist aldrei að koma til vinnu og það skemmir ekki fyrir að félagslífið er virkilega gott.

Hvað felst í starfinu þínu sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania?

Við erum í rauninni að vinna að því að þróa og viðhalda hugbúnaði fyrir viðskiptavini til að einfalda reksturinn þeirra. Í mínu tilfelli er það þá hugbúnaður sem er sérsniðinn að fyrirtækinu sjálfu til að einfalda vinnuferla hjá þeim, en á deildinni sjálfri erum við líka að setja upp t.d. íslenskumælandi spjallmenni sem eru í raun þjónusta sem viðskiptavinir okkar veita sínum viðskiptavinum.

Hvað leiddi til þig Advania?

Eftir að hafa farið í starfskynningu hjá Advania þóttist ég sjá að það væri góður vinnustaður og möguleikar til að þróast í starfi. Þar talaði starfsmaður um að hafa fengið skipulagt aðhald og þjálfun frá reyndara samstarfsfólki þegar hann kom til starfa beint úr háskólanámi. Ég hugsaði með mér að þetta væri nákvæmlega það sem ég væri að leitast eftir. Þetta hefur reynst satt, maður fær næg tækifæri til að öðlast nýja reynslu og kunnáttu í hverju verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur.

Hvernig myndir þú lýsa vinnustaðnum Advania?

Ótrúlega líflegur og hvetjandi vinnustaður sem býður upp á verkefni sem eru bæði krefjandi og skemmtileg. Mér leiðist aldrei að koma til vinnu og það skemmir ekki fyrir að félagslífið er virkilega gott.

Hvaða vandamál eru þið að leysa fyrir viðskiptavini?

Viðskiptavinir okkar eru í rauninni bara góður þverskurður fyrirtækja og stofnanna innan samfélagsins, það virðist vera að fyrirtækin sem sjá hag í því að snjallvæða ferla sína, þá aðallega í mínu tilviki vinnuferla starfsmanna, eru frekar fjölbreytt. Að einhverju leyti erum við að spara þeim handavinnu í starfi sínu, einfalda vinnuna fyrir starfsmenn og þess háttar. Með því erum við líka að hjálpa þeim bæði að viðhalda og auka gæði þeirrar þjónustu sem þau geta boðið upp á fyrir viðskiptavini sína.

Hvernig er lífið á skrifstofunni?

Lífið á skrifstofunni er mjög gott, það er almennt góður andi yfir fólkinu. Það er náttúrulega mikilvægt að manni líði eins og samstarfsfólk sitt standi með sér og geti verið innan handar, hvort sem þau eru yfirmenn eða ekki. Mín upplifun hefur í það minnsta verið að maður geti alltaf leitað til annarra á skrifstofunni og innan fyrirtækisins til aðstoðar við hin ýmsu verkefni, sem er náttúrulega ótrúlega mikilvægt í skrifstofulífinu.

Eigum við samleið?

Sjáðu laus störf hjá Advania

Sjá störf