Fjarvinna

Að vinna þar sem þér hentar, hefur aldrei verið auðveldara. Advania býður fjölmargar lausnir sem stuðla að öflugri samvinnu fólks óhað staðsetningu þess.

nútíma vinnustaðurinn kallar á nútíma lausnir

Það getur allt verið skrifstofa

Microsoft Teams

Microsoft Teams er öflugt samvinnu- og samskiptatól sem hjálpar við skipulag hópa og verkefna, heldur utan um fundarboð, dagatöl, skjölun og margt fleira. Hægt er að hringja í aðra Teams notendur í gegnum öflugt mynd- og hljóðsímtalakerfi þess. Hægt er að tengja hin ýmsu forrit við Teams og eru möguleikarnir því endalausir.

Rétti búnaðurinn

Advania býður upp á mikið úrval endabúnaðar. Við erum sölu- og umboðsaðili DELL á Íslandi en bjóðum einnig upp á búnað frá mörgum varlega völdum birgjum. Til dæmis Yealink, Jabra, Microsoft, Logitech, Cisco og fleirum. Við finnum réttu lausnina hvort sem það er fyrir heimskrifstofuna eða fundarherbergin.

Rafrænar undirskriftir

Signet er mögnuð lausn sem gerir þér kleift að senda skjöl til undirritunar með rafrænum hætti. Viðtakendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og staðfesta undirritun rafænt. Rafrænar undirritanir með Signet eru lagalega jafngildar undirritun á pappír.

Netvörn Advania

Verndaðu notendur þegar þeir eru ekki VPN-tengdir. Vírusar, spam og phishing póstar nýta sér nafnaþjóna (DNS) til að breiða út óværur eða vísa fólki á sýktar eða falskar síður og hlekki. Kjarnahlutverk netvarnar Advania er að stoppa þessar fyrirspurnir og aðrar óværur ásamt Content filtering.

Öryggislausnir hjá Advania

Áhyggjulaus heima með Cisco AnyConnect

Gerðu starfsfólki kleift að tengjast innri kerfum fyrirtækisins á einfaldan hátt hvaðan sem það er statt.
AnyConnect VPN veitir fólki öruggt aðgengi að kerfum og frelsi til að vinna hvar sem því hentar.

Sjá nánar um AnyConnect

Ert þú að leita að okkur?

Ertu í leit að vinnustað sem leggur áherslu á nútímalegar vinnuaðstæður? Við viljum ráða til okkar metnaðarfullt starfsfólk af öllum kynjum. Við bjóðum áhugaverð verkefni, tækifæri til starfsþróunar og frábæran starfsanda.

Sjáum hvort við eigum samleið

Fréttir um fjarvinnu

Það var þétt setið á morgunverðarviðburðinum okkar Heildarsýn á samskipti á Hilton í gær. Fjallað var um samskipti, gervigreind og mikilvægi þess að hafa heildarsýn yfir þjónustuupplifun viðskiptavina.
Það hefur verið mikill gangur í heimi samskiptavera undanfarið hjá Advania og hefur Genesys samskiptaverslausnin slegið í gegn enda leiðandi í heiminum á þessum markaði.
Á dögunum hélt Advania samsteypan Nordic CX Forum í annað sinn og að þessu sinni var það haldið í Kaupmannahöfn í Danmörku.
Viltu vita meira?

Spjöllum saman

Viltu vita meira um möguleika í fjarvinnu? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.