Rafræn viðskipti

Advania býður uppá heildarlausnir, þjónustu og ráðgjöf í rafrænum viðskiptum svo þú getur hagrætt hjá þér hratt og örugglega.

Rafrænar undirskriftir

Sparaðu þér og öðrum tíma og notaðu Signet við undirritun skjala. Þessi magnaða lausn gerir þér kleift að senda skjöl til undirritunar með rafrænum hætti og viðtakendur skjalanna skrifa undir þau með notkun rafrænna skilríkja. 

Rafrænar undirritanir með Signet eru lagalega jafngildar undirritunum með penna.

Signet hentar jafnt einstaklingum sem og fyrirtækjum við undirritun skjala á borð við lán, samninga, fundargerðir, eignaskiptayfirlýsingar, kaupmála eða hvað annað sem þarfnast undirritunar.

Signet Transfer

Signet Transfer tryggir öruggan, rekjanlegan flutning gagna á einfaldan hátt. Auk þess að auðkenna notendur fylgja tímastimplar til að tryggja fullan rekjanleika - hver gerir hvað og hvenær.

Þar sem gerðar eru kröfur um öryggi og trúnað, er tölvupóstur ekki rétta lausnin. Signet Transfer tryggir öryggi þinna gagna.

Þegar senda á gögn örugglega, tengist sendandinn Signet Transfer í gegnum vafra og auðkennir sig með rafrænum skilríkjum. Gögnunum er hlaðið upp og viðtakendur valdir. Tölvupóstur er sendur á viðtakanda um hvernig sé hægt að nálgast gögnin eftir auðkenningu. Einungis réttur viðtakandi getur nálgast gögnin eftir að hafa auðkennt sig. Þegar gagnaflutningi er lokið og réttur aðili hefur móttekið gögnin er þeim sjálfkrafa eytt úr Signet Transfer.

Upplýsingagáttin Skúffan

Skúffan er veflæg lausn sem gerir þér kleift að senda rafræna reikninga á fyrirtæki og er sniðin að þeim sem ekki hafa aðgang að kerfum sem senda út slíka reikninga.  

Það er einfalt að nota Skúffuna, þú bara slærð inn reikningsupplýsingarnar og sendir til móttakanda, ásamt rafrænum fylgigögnum gerist þess þörf.

Skeytamiðlun

Tilkostnaður við að taka upp pappírslaus viðskipti er lítill en hagræðingin mikil. Með Skeytamiðlun Advania getur þú sent og móttekið rafræna reikninga frá birgjum og viðskiptavinum hér heima og í Evrópu. 
 
Við bjóðum upp á ýmsa viðbótarþjónustu í kringum útsendingu rafrænna reikninga sem eykur gæði þjónustunnar við þína viðskiptavini. 

Hafðu samband við sérfræðinga okkar og fáðu tilboð sem er sérsniðið að þínum þörfum.

Helstu kostir rafrænna reikninga

  • Skjótvirkari skráning gagna og færri skráningarvillur
  • Örugg rafræn viðskipti og hraðari vinnsla á pöntunum
  • Rafrænir reikningar einfalda ferla og bæta upplýsingagjöf

Dæmi um ávinning

  • Viðskiptavinur okkar sem sendir um 300 reikninga á mánuði var áður að greiða 60.000 krónur fyrir útsendingu reikninga en með Skeytamiðlun Advania tókst honum að lækka þennan kostnað niður í 8.700 kr. sem samsvarar um 86% lækkun. 

Rafrænar uppflettingar

Hjá okkur getur þú fengið aðgang að Upplýsingaheimum Advania, þjónustuvef sem gerir þér kleift að fletta upp í gagnasöfnum frá hinu opinbera á einfaldan og skjótvirkan máta.

Við getum einnig útfært aðgang að þjóðskrá og fyrirtækjaskrá í gegnum t.d. FTP þjónustur eða XML. Hægt er að kaupa úrtök úr skránum að uppfylltum reglum eigenda upplýsinganna, þ.e. Ríkisskattstjóra og Þjóðskrá Íslands.

Meðal viðskiptavina okkar eru lögfræðistofur, fyrirtæki sem eiga í bílaviðskiptum eða sinna fjármálaþjónustu og tryggingasölu. Gagnasöfn sem þú færð aðgang að:

  • Þjóðskrá
  • Fyrirtækjaskrá
  • Veðbönd bíla og fasteigna
  • Símaskrá
  • Hlutafélagaskrá
  • Vinnuvélaskrá
xs13_9360t_holiday-letter-V_gold.png

Vefverslun Advania

Hjá okkur er gott úrval af tölvum, heyrnartólum, hátölurum og öðrum aukahlutum frá framleiðendum á borð við Dell, Samsung og Xerox. Kynntu þér úrvalið í vefverslun okkar.

Vefverslanir og „mínar síður“

Advania sérhæfir sig í gerð vefverslana og uppsetningu á „mínum síðum“ viðskiptavina. Netverslun hefur færst í aukana svo um munar og er nútímakrafan sú að viðskiptavinir geti afgreitt sig sjálfir um netið. 

Sérfræðingar okkar státa af mikilli reynslu í uppsetningu vefverslana og hjálpa þér að bæta aðgengi að vörum þínum og þjónustu í gegnum vefinn. 

Heyrðu í okkur um rafræn viðskipti

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn