Skeytamiðlun

Sendu og taktu á móti rafrænum reikningum og pöntunum frá birgjum og viðskiptavinum um allan heim. 

Lausnin byggir á áratuga reynslu Advania í meðhöndlun rafrænna gagna.

Spjöllum saman
segjum pass við pappírnum

Miðlun rafrænna reikninga og pantana

Skeytamiðlun Advania sér um að miðla skeytum á XML formi milli bókhaldskerfa í stað pappírs. Þannig er hægt að lágmarka það umhverfisfótspor sem bréfpóstur hefur, lækka kostnað við sendingu skeyta og flýta fyrir því ferli.

Flest nýleg bókhaldskerfi styðja sjálfvirkan innlestur á rafrænum skjölum. Þannig getur þú sparað þínum viðskiptavinum sporin. Reikningarnir einfaldlega berast beint í bókhaldskerfið þar sem hægt er að flokka þá og bóka.

Minna kolefnisfótspor

Með því að minnka notkun pappírs er hægt að minnka kolefnisfótspor fyrirtækja umtalsvert. Um það bil 5.500 reikningar sem sendir eru rafrænt frekar en á pappír spara um 100 kíló af CO2.
Hér eru dæmi um hluti sem hægt er að gera í staðin fyrir að prenta út 5.500 reikninga:

1250 bananar 🍌

Þú gætir fengið þér einn banana á dag í næstum þrjú og hálft ár. Bananar eru vitaskuld meinhollir og ekkert af því að fá sér 1250 stykki - yfir langt tímabil auðvitað.

12.164 símahleðslur 📱

Að því gefnu að þú hlaðir símann þinn einu sinni á dag, eru þetta lítil 33 ár af fullri hleðslu á farsímann. Maður ætti nú að geta spjallað eitthvað fyrir það.

143 kg af rusli 🗑

Það er ansi myndarlegur ruslahaugur, en hann verður auðvitað bara minni með hverju skiptinu sem ekki þarf að prenta eitthvað út á pappír.

Þjónustuvefur Skeytamiðlunar

Allir viðskiptavinir fá aðgang að þjónustuvef Skeytamiðlunar þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir alla reikninga sem hafa borist viðskiptavini eða hafa verið sendir. Hægt er að áframsenda reikninga í tölvupósti með rekjanleika og skoða dagbók skjals. Skeytamiðlun Advania var búin til á Íslandi í samvinnu við Fjársýslu ríkisins, með íslensk bókhaldslög að leiðarljósi.

Gakktu frá áskrift að Skeytamiðlun rafrænt

Gengið er frá áskrift í Signet forms

  • Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum til að komast áfram
  • Sláðu inn kennitölu fyrirtækisins
  • Sláðu inn netfang þitt
  • Veldu bókhaldskerfi þitt í fellilista
  • Veldu hvort Advania sé að þjónusta bókahaldskerfið þitt
  • Aðgangur að Skeytamiðlun felur ekki í sér neitt áskriftargjald. Eingöngu er greitt fyrir þá reikninga eða skeyti sem eru send eða móttekin.
Kaupa aðgang

Já. Þannig tryggjum við stuðning á móttöku reikninga frá öllum birgjum.

Navision, Business Central, Dynamics 365 (AX), Agresso, Payday, Netbókhald

Já. Skeytamiðlun styður bankabirtingu og getur þannig hjálpað umtalsvert við minnkun á prentuðum reikningum.

Binditíminn er 6 mánuðir samkvæmt almennum viðskiptaskilmálum Advania nema annað sé tekið fram í samningum.

Já, öllum sem hafa skráð sig fyrir móttöku á rafrænum reikningum.

Já. Skeytamiðlun styður móttöku og sendingu erlendra reikninga.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um Skeytamiðlun? Sendu okkur fyrirspurn.