Dynamics 365 Business Central Basic

Bókhaldskerfi sem veitir góða yfirsýn yfir rekstur fyrirtækja. Kerfið er hannað fyrir minni fyrirtæki og einyrkja.

Spjöllum saman
einfalt kerfi fyrir minni fyrirtæki

Bókhaldskerfi eiga að vera basic

Einfalt og þægilegt

Bókhald getur verið tímafrekt og flókið. Dynamics 365 Business Central Basic er sérstaklega hannað til að vera einfalt og notendavænt. Rekstrarkostnaður er alltaf fyrirsjáanlegur. Kerfið aðlagast þörfum notandans. Uppfærslur koma sjálfkrafa mánaðarlega beint frá Microsoft.

Í skýinu

Sama upplifun hvort sem þú notar lausnina staðbundið, í skýinu eða bæði. Fáðu aðgang hvar og hvenær sem er með Business Central forritum fyrir Windows, Android og iOs. Frír aðgangur fyrir bókara eða endurskoðanda. Engin þörf er á uppsetningum á hugbúnaði.

Innleiðing eftir þörfum

Advania afhendir Basic kerfið tilbúið til notkunar. Það er í höndum notenda að klára uppsetningu í samræmi við sínar þarfir. Með viðbótum eru leiðbeiningar fyrir lokauppsetningu. Fyrir þau sem kjósa, býður Advania aðstoð við grunnuppsetningu. Fyrir það er greitt fast gjald.

Viðbætur frá Advania gefa forskot

Advania býður upp á sérstakar lausnir sem smíðaðar eru fyrir íslenskan markað og hægt er að nálgast í AppSource.


Lausnin er grunnlausn Advania og fylgir öllum uppsetningum frítt. Lausnin er önnur af tveimur sem styður Dynamics 365 Business Central svo það uppfylli skilyrði um íslenskt bókhald. 

 • Kennitölur á viðeigandi stöðum
 • Talnasniðmát stillt af 
 • Vaxtaútreikninga
 • Talnarúnun
Prófaðu frítt

Lausnin er ein af tveimur lausnum sem bæta við virkni Dynamics 365 Business Central svo kerfið uppfylli skilyrði um íslenskt bókhald. Með lausninni eru nokkrar skýrslur með séraðlögunum, svo sem fyrir pöntunarstaðfestingu, reikninga og kreditreikning svo fátt eitt sé talið.

 • Séraðlögun fyrir íslenskt bókhald
 • Skýrslur með viðbætu
Prufaðu frítt

Grunnlausn fyrir allar bankalausnir Advania. Lausnin sér um rafræn samskipti við banka og vinnur skv. IOBS2005 sambankastaðli sem allir banka nota. Lausnin sér um innlestur hreyfinga, útgreiðslur, kröfusamskipti og notendastýrð bankaauðkenni.

 • Grunnlausn fyrir bankalausnir Advania
 • Rafræn bankasamskipti
 • Notendastýrð bankaauðkenni
Prófaðu frítt

Með lausninni er einfaldara að stofna og halda utan um allar innheimtukröfur. Ýmist um leið og sölureikningar eru stofnaðir eða með mánaðarlegum keyrslum. Samskipti við banka eru síðan með rafrænum hætti í gegnum rafræn bankasamskipti (Advania Banking Services) sem er viðbótarlausn.

 • Rafrænar innheimtukröfur
 • Útbúið frá stökum sölureikningum eða mánaðarkeyrslum
Prófaðu frítt

Lausnin byggir á samskiptum við skeytamiðlun Advania og getur bæði sent frá sér söluskjöl og tekið á móti rafrænum innkaupaskjölum. Söluskjöl eru bókuð og send. Innkaupaskjöl eru flutt inn í innkaupareikninga, innkaupakreditreikninga eða færslurbækur eftir því sem við á.

 • Rafrænar sendingar
 • Rafrænar móttökur
 • Möguleiki á að fletta upp afritum
Prófaðu frítt

Lausnin heldur utan um virðisaukaskattsuppgjör og sendir með rafrænum hætti til yfirvalda. Lausnin reiknar uppgjörið og sannvottar áður en möguleiki er á að senda það inn rafrænt.

 • VSK afstemmingarskýrsla
 • Rafræn sannvottun og skil
 • Kvittun frá RSK
Prófaðu frítt

Lausnin heldur utan um allt sem viðkemur launabókhaldi fyrirtækja; launþega, vinnuframlag, kjarasamninga gagnvart fyrirtækjum, lífeyrissjóði og skil til ríkisskattstjóra.

 • Launþegaupplýsingar
 • Útborganir
 • Skilagreinar
Prófaðu frítt

Lausnin merkir lánardrottnafærslur eftir verktakamiðakótum sem settir eru á lánardrottna. Lausnin vinnur þannig að þegar tegund fylgiskjals er Reikningur eða Kreditreikningur þá kemur verktakamiðakótinn með í bókun inn í lánardrottnafærslu. Þetta gerist bæði í innkaupaskjölum og færslubók. Hægt er að prenta út skýrslu yfir þá sem eru með þessa merkingu út úr bókuðum færslum. Þessum upplýsingum er síðan skilað rafrænt og þegar því er lokið er hægt að lesa pdf skrá frá skattinum og prenta út og senda.

 • Verktakamiðakóti á lánardrottnafærslur
 • Skýrsluyfirlit yfir bókaðar færslur út frá kóta
 • Rafræn skil
Prófaðu frítt

Tenging við Þjóðskrá gerir notendum kleift að fletta upp í miðlægum gagnagrunni þjóðskrár sem vistaður er hjá Advania. Þegar stofna á viðskiptavini, lánardrottna, tengiliði og starfsmenn er hægt að finna þær upplýsingar sem þörf er á. Kerfið fyllir síðan út viðeigandi reiti út frá fyrrgreindum upplýsingum.
Greiða þarf fyrir hverja uppflettingu í þjóðskrá skv. gjaldskrá Advania.

 • Einföld leit í gagnagrunni
 • Aðgangur að nýjustu upplýsingunum
Prufaðu frítt

Lausnin færir öll viðhengi sem eru skönnuð eða lesin inn yfir í sérstaka viðhengjageymslu í Microsoft Azure umhverfi. Með þessu er hægt að spara dýrmæt gagnapláss í Dynamics 365 Business Central en gagnaplássið í Microsoft Azure er hagkvæmara.

 • Viðhengi færð í Microsoft Azure
 • Hagkvæmari gagnageymsla
Prófaðu frítt

Kynning frá sérfræðingum Advania

Business Central sérfræðingar Advania kynna hvað breytingin frá Navision yfir í Business Central felur í sér.

Greinar um bókhaldskerfi

Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin.
Fyrir fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér næstu skrefum í uppfærslu á eldri NAV útgáfum þá mælum við hjá Advania eindregið með því að Business Central skýjaútgáfan sé skoðuð, bæði m.t.t. þess hagræðis sem skapast í kringum rekstur og viðhald kerfisins en sömuleiðis m.t.t. þeirra gátta sem opnast fyrir samþættingu við aðrar virðisaukandi lausnir og þjónustu í Microsoft skýinu.
Advania hefur samstarf við danska ráðgjafar- og þjónustufyrirtækið Pingala sem er sérhæft í Dynamics 365. Með samstarfinu eflist þjónusta við viðskiptavini Advania í innleiðingum á viðskiptakerfum.
Viltu vita meira?

Spjöllum saman

Viltu vita meira um bókhaldskerfi? Sendu okkur fyrirspurn.