Bókhaldskerfi eiga að vera basic
Einfalt og þægilegt
Bókhald getur verið tímafrekt og flókið. Dynamics 365 Business Central Basic er sérstaklega hannað til að vera einfalt og notendavænt. Rekstrarkostnaður er alltaf fyrirsjáanlegur. Kerfið aðlagast þörfum notandans. Uppfærslur koma sjálfkrafa mánaðarlega beint frá Microsoft.
Í skýinu
Sama upplifun hvort sem þú notar lausnina staðbundið, í skýinu eða bæði. Fáðu aðgang hvar og hvenær sem er með Business Central forritum fyrir Windows, Android og iOs. Frír aðgangur fyrir bókara eða endurskoðanda. Engin þörf er á uppsetningum á hugbúnaði.
Innleiðing eftir þörfum
Advania afhendir Basic kerfið tilbúið til notkunar. Það er í höndum notenda að klára uppsetningu í samræmi við sínar þarfir. Með viðbótum eru leiðbeiningar fyrir lokauppsetningu. Fyrir þau sem kjósa, býður Advania aðstoð við grunnuppsetningu. Fyrir það er greitt fast gjald.