Dynamics 365 Business Central

Dynamics 365 Business Central er viðskiptakerfi sem byggt er á traustum grunni Dynamics Nav. Kerfið er öflug lausn fyrir fjárhag, viðskiptatengsl, mannauð og birgðarstýringu.

Spjöllum saman
Allt sem þú þarft

Viðskiptakerfi nútímans

Í áskrift og í skýinu

Með kerfinu er rekstarkostnaður alltaf þekktur. Kerfið aðlagast þörfum notandans. Mánaðarlegar uppfærslur koma sjálfkrafa beint frá Microsoft.

Samþætting við Microsoft 365

Það hefur aldrei verið auðveldara að halda utan um sölutækifæri, vinna í tilboðum, pöntunum og reikningum á einum stað.

Aðgangur hvar sem er

Sama upplifun – hvort sem þú notar lausnina staðbundið, í skýinu eða bæði. Fáðu aðgang hvar og hvenær sem er með Business Central forritum fyrir Windows, Android og iOs.

Betri yfirsýn á reksturinn

Dynamic 365 Business Central er heildstætt viðskiptakerfi með samtengdum kerfiseiningum fyrir sölu, innkaup, fjárhag, mannauð og viðskiptavini. Allt talar saman og gefur notandanum frábæra yfirsýn.

Öflugt verkbókhald

Business Central gefur notandanum góða yfirsýn yfir öll skráð verk ásamt tekjum og kostnaði. Hægt er að taka upplýstari ákvarðanir sem byggðar eru á stöðu verkefna og arðsemi. Dynamics 365

Öryggi gagna og persónuupplýsinga

Tryggðu að GDPR kröfur séu uppfylltar með rekjanleika og réttri aðgangsstýringu að gögnum. Meðhöndlaðu, geymdu og sendu gögn á öruggan máta með innbyggðri dulkóðun.

Leyfi í boði

Þrjú leyfi af Dynamics 365 Business Central eru í boði sem henta öllum stærðum og gerðum fyrirtækja:

Basic

 • Fjárhagur 
 • Dýpri fjárhagsvirkni
 • Viðskiptatengsl 
 • Rafræn þjónusta
 • Mannauður
 • Verkefnastýring
 • Birgðastýring

Essential

 • Fjárhagur 
 • Dýpri fjárhagsvirkni 
 • Gervigreind
 • Viðskiptatengsl 
 • Rafræn þjónusta
 • Mannauður
 • Verkefnastýring
 • Birgðastýring
 • Vöruhúsastýring

Premium

 • Fjárhagur 
 • Dýpri fjárhagsvirkni 
 • Gervigreind
 • Viðskiptatengsl 
 • Rafræn þjónusta
 • Mannauður
 • Verkefnastýring
 • Birgðastýring
 • Vöruhúsastýring
 • Þjónusta
 • Framleiðsla

Viðbætur Advania

Advania býður upp á sérstakar lausnir sem smíðaðar eru fyrir íslenskan markað og hægt er að nálgast í AppSource.


Rafræn VSK skil

Lausnin heldur utan um virðisaukaskattsuppgjör og sendir með rafrænum hætti til yfirvalda. Lausnin reiknar uppgjörið og sannvottar áður en möguleiki er á að senda það rafrænt inn.

*   VSK afstemmingarskýrsla
*   Rafræn sannvottun og skil
*   Kvittun frá RSK

Prufaðu frítt

Advania verkbókhald

Verkbókhald heldur utan um kostnað og tekjur verka og starfsmanna. Tenging er við aðra kerfishluta svo sem fjárhag, innkaup, sölu birgðir og forða.  Forðar geta bæði verið starfsmenn, vélar og tæki. Tímaskráningar fara fram í verkbók og unnt er að skrá vörur sem keyptar hafa verið á lager á ákveðið verk. Í gegnum innkaupareikninga má einnig skrá aðkeyptan kostnað og vörur. Sölureikningar eru gerðir í gegnum verkbókhald.

 • Verkbeiðnir og verkbeiðnaskýrslur
 • Verkbók notanda
 • Vinnutímasniðmát
 • Öflugar tímaskýrslur
Prufaðu frítt

IS365 (innifalið)

Lausnin er grunnlausn Advania og fylgir öllum uppsetningum, frítt. Lausnin er önnur af tveimur lausnum sem ætlað er að styðja við Dynamics 365 Business Central þannig að það uppfylli skilyrði um íslenskt bókhald. 

*   Kennitölur á viðeigandi stöðum
*   Talnasniðmát stillt af 
*   Vaxtaútreikninga
*   Talnarúnun

Prufaðu frítt

Íslenskar sérskýrslur (innifalið)

Lausnin er ein af tveimur lausnum Advania sem bæta við virkni Dynamics 365 Business Central þannig að kerfið uppfylli skilyrði um íslenskt bókhald. Lausnin innifelur nokkrar skýrslur með séraðlögunum, þ.á.m pöntunarstaðfestingu, reikninga og kreditreikning svo fátt eitt sé talið.

* Séraðlögun fyrir íslenskt bókhald
* Skýrslur með viðbætur

Prufaðu frítt

Verktakamiðar lánardrottna

Lausnin merkir lánardrottnafærslur eftir verktakamiðakótum sem settir eru á lánardrottna. Lausnin vinnur þannig að þegar tegund fylgiskjals er Reikningur eða Kreditreikningur þá kemur verktakamiðakótinn með í bókun inn í lánardrottnafærslu. Þetta gerist bæði í innkaupaskjölum og færslubók. Hægt er að prenta út skýrslu yfir þá sem eru með þessa merkingu út úr bókuðum færslum. Þessum upplýsingum er síðan skilað rafrænt og þegar því er lokið er hægt að lesa pdf skrá frá skattinum og prenta út og senda.

 • Verktakamiðakóti á lánardrottnafærslur
 • Skýrsluyfirlit yfir bókaðar færslur út frá kóta
 • Rafræn skil
Prufaðu frítt

Þjóðskrártenging

Þjóðskrártengin gerir notendum kleift að fletta upp í miðlægum gagnagrunni þjóðskrár sem vistaður er hjá Advania. Þegar stofna á viðskiptavini, lánardrottna, tengiliði og starfsmenn er hægt að opna þjóðskrárleitina og finna þær upplýsingar sem þörf er á. Kerfið fyllir síðan út viðeigandi reiti út frá fyrrgreindum upplýsingum.  
Greiða þarf fyrir hverja uppflettingu í þjóðskrá skv. gjaldskrá Advania.

*   Einföld leit í gagnagrunni
*   Aðgangur að nýjustu upplýsingunum

Prufaðu frítt

Advania innheimtukröfur

Með lausninni er einfaldara að stofna og halda utan um allar innheimtukröfur, ýmist um leið og sölureikningar eru stofnaðir eða með mánaðarlegum keyrslum. Samskipti við banka eru síðan með rafrænum hætti í gegnum rafræn bankasamskipti (Advania Banking Services) sem er viðbótarlausn.

 • Rafrænar innheimtukröfur
 • Útbúið frá stökum sölureikningum eða mánaðarkeyrslum
Prufaðu frítt

Advania boðgreiðslur

Lausnin býr til og heldur utan um boðgreiðslur í gegnum Valitor og Borgun. Hægt er að setja upp boðgreiðslur út frá sölureikningum eða sölukreditreikningum. Til að einfalda uppsetningu á samningum er hægt að nýta boðgreiðslusniðmát og tengja við greiðslumáta.

 • Einfaldar boðgreiðslur
 • Valitor
 • Borgun
Prufaðu frítt

Advania útgreiðslur

Lausnin les inn upplýsingar um ógreiddar kröfur úr heimabanka og birtir í samantektarvalmynd í Dynamics 365 Business Central. Út frá innkaupaskjölum er síðan hægt að tengja kröfur og jafnvel hengja bankaupplýsingar við innkaupaskjölin. Með útgreiðslubunkum er síðan einfalt að greiða kröfur. Lausnin vinnur einnig með launakerfi Advania (Advania Payroll) og sækir óbókuð og bókuð laun.

 • Ógreiddar kröfur fluttar inn úr heimabanka
 • Útgreiðslubunkar
 • Tengingar við launakerfi
Prufaðu frítt

Advania bankaafstemmingar

Lausnin sækir bankafærslur og bankahreyfingar og ber saman við afstemmingarlista í Dynamics 365 Business Central út frá ákveðnum forsendum. Lausnin kemur síðan sjálfkrafa með tillögur að afstemmingum sem hægt er að bóka út frá. 

 • Færslur og hreyfingar úr banka
 • Sjálfvirkar keyrslur
 • Tillögur að afstemmingu
Prufaðu frítt

Advania bankagrunnþjónustur

Lausnin er grunnlausn fyrir allar bankalausnir Advania. Lausnin sér um rafræn samskipti við banka og vinnur skv. IOBS2005 sambankastaðli sem allir banka nota. Lausnin sér m.a. um innlestur hreyfinga, útgreiðslur, kröfusamskipti og notendastýrð bankaauðkenni.

 • Grunnlausn fyrir bankalausnir Advania
 • Rafræn bankasamskipti
 • Notendastýrð bankaauðkenni
Prufaðu frítt

Advania samþykkt

Lausnin vinnur á stöðluðum innkaupaskjölum og stöðluðu samþykktarkerfi í NAV en með sérstökum viðbótum. Kerfið notar staðlað verkflæði sem setja þarf upp m.v. hvaða innkaupaskjöl er verið að vinna með. Hægt er að velja um í uppsetningu hvort einn samþykkjandi er á innkaup eða samþykkt er niður á línur. Búnir eru til notendaflokkar verkflæðis þar sem samþykkjendur eru settir í flokka. Hægt er að vera með einn eða fleiri í flokki. Möguleiki er á því að láta úthluta sjálfkrafa notendaflokki á innkaupaskjölin miðað við fjárhagslykla eða víddir.  

 • Útvíkkun á staðlaðri samþykkt
 • Vinnuborð samþykkjanda
Prufaðu frítt

Advania víddarbreytingar

Lausnin gerir notendum kleift að breyta víddum á bókuðum færslum án þess að þurfa að bakfæra færslurnar áður.
Með lausninni er hægt að breyta víddum á fjárhagsfærslum, viðskiptamannafærslum, lánardrottnafærslum, bókðum söluskjölum og innkaupaskjölum.

 • Sparaðu tíma
Prufaðu frítt

Advania Creditinfo tenging

Kerfið sér um samskipti við Creditinfo þar sem viðskiptamenn eru merktir og settir í vöktun hjá Creditinfo. Verkröð sér síðan um samskipti og safnar upplýsingum um viðskiptamenn. Eins er hægt að sækja stöðu handvirkt.

 • Uppfletting hjá Creditinfo
 • Vöktun á viðskiptavinum
Prufaðu frítt

Advania rafrænir reikningar

Lausnin byggir á samskiptum við skeytamiðlun Advania og getur bæði sent frá sér söluskjöl sem og tekið á móti rafrænum innkaupaskjölum. Söluskjöl eru bókuð og send en innkaupaskjöl eru flutt inn í innkaupareikninga, innkaupakreditreikninga eða færslurbækur eftir því sem við á.

 • Rafrænar sendingar
 • Rafrænar móttökur
 • Möguleiki á að fletta upp afritum
Prufaðu frítt

Advania innkaupaviðbætur

Lausnin heldur utan um aðgerðir sem tengjast bókun innkaupaskjala og athugar meðal annars hvort reikningsnúmer lánardrottins hafi verið notað áður. Einnig athugar lausnin hvort upphæð reiknings sé rétt miðað við innslegnar línur. Hún tryggir ákveðið öryggi í innslætti og lágmarkar áhættu við tvíbókanir.

 • Athugar reikningsnúmer lánardrottins.
 • Ber saman reikningsupphæð við línur.
Prufaðu frítt

Advania áskriftarreikningar

Lausnin heldur utan um samninga viðskiptavina vegna áskriftar á ákveðinni þjónustu eða vöru og einfaldar reikningakeyrslu. Lausnin hentar fyrirtækjum sem selja reglubundna þjónust og vörur, svo sem húsaleigu, þrifaþjónustu, blaðaáskrift, bílaleigu o.s.frv.
Búnir eru til áskriftarreikningar í samræmi við samning á milli fyrirtækis og viðskiptavinar. Þessir reikningar eru búnir til í upphafi viðskiptasambands og haldast fastir í lausninni eða þar til samningur er fellur úr gildi.
Lausnin auðveldar utanumhald um reikningsviðskipti og einfaldar reikningagerð en í stað þess að þurfa að stofna fjölda reikninga um hver mánaðarmót þarf eingöngu að uppfæra reikninga og reikninsgfæra þá í samræmi við samning, með einu haki.

 • Hægt að stilla tíðni reikninga
 • Vísitölutenging
 • Gjaldmiðlatenging
 • Einfalt að breyta upphæðum
 • Einfalt að breyta upplýsingum í haus reiknings
Prufaðu frítt

Advania vöru- og viðskiptamannaafslættir

Með lausninni er möguleiki á margbreytilegum afsláttum viðskiptamanna umfram það sem staðlað Business Central býður upp á. Hægt er að gefa afslátt niður á stakt vörunúmer, kóta yfirflokks vöru, afsláttarflokk viðskiptamanna, verðflokk viðskiptamanna. Einnig er hægt að vera með mismunandi afslátt á viðskiptamann eftir sendist til aðsetrum ásamt því að setja gildistíma á afsláttinn. Þá er einnig hægt að setja takmörkun á hvað ákveðnir notendur geta handvirkt gefið mikinn afslátt í söluskjölum.

 • Margbreytilegir afslættir
 • Hámark afslátta starfsmanna
Prufaðu frítt

Advania EDI

EDI tenging sem byggir á samskiptum við Staka í gegnum vefþjónustu. Kerfið byggir á því að fyrirtæki útbýr innkaupapantanir og sendir í gegnum EDI gáttina til síns lánardrottins. Lánardrottinn móttekur síðan pöntunina og stofnast hún sem sölupöntun hjá honum og er unnið með hana sem slíka. Sölupöntun er síðan bókuð og verður þá til sem bókaður sölureikningur. Pöntunin fer þá sem slík inn í EDI gáttina og þá getur sá sem sendi upprunalega inn innkaupapöntunina móttekið hana og bókað inn í kerfið hjá sér.
 

 • Senda pantanir með EDI samskiptum
 • Móttaka panta með EDI samskiptum
Prufaðu frítt

Advania laun

Lausnin heldur utan um allt sem við kemur launabókhaldi fyrirtækja, þ.e. launþega, vinnuframlag, kjarasamninga gagnvart fyrirtækjum, lífeyrissjóði og skil til ríkisskattstjóra.

 • Launþegaupplýsingar
 • Útborganir
 • Skilagreinar
Prufaðu frítt

Advania H3 launatenging

Lausnin býður upp á skáarflutninga úr Dynamics 365 Business Central á viðskiptamannafærslum, þ.e. vöruúttekt og fyrirframgreiðslum yfir í H3. Vefþjónustutenging úr H3 launum yfir í Dynamics 365 Business Central með bókuðum launagögnum, þ.e. fjárhags, lánardrottna og viðskiptamannafærslum yfir í færslubók.
 

 • Skráarflutningur úr Business Central í H3
 • Vefþjónustutenging úr H3 í Business Central
 • Flutningur á launagögnum úr H3
Prufaðu frítt

Advania viðhengjageymsla í Azure

Lausnin færir öll viðhengi sem eru skönnuð eða lesin inn yfir í sérstaka viðhengjageymslu í Microsoft Azure umhverfi. Með þessu er hægt að spara dýrmæt gagnapláss í Dynamics 365 Business Central en gagnaplássið í Microsoft Azure er mun hagkvæmara.

 • Viðhengi færð í Microsoft Azure
 • Hagkvæmari gagnageymsla
Prufaðu frítt

Advania skjalasendingarþjónusta

Lausnin sér um að senda söluskjöl á pdf formi á viðskiptavini, þegar þau eru bókuð, út frá forstillingum á viðskiptamannapspjaldi. Einnig er hægt að skilgreina hvort prenta eigi út skjalið, senda það í tölvupósti, senda sem rafrænan reikning í skeytamiðju Advania eða senda sem EDI skjal. Lausnin vinnur því með öðrum lausnum Advania.

 • Rafræn söluskjöl í tölvupósti
 • Forstillingar á viðskiptamannaspjaldi
 • Möguleiki á vistun skjala miðlægt
Prufaðu frítt

Advania skönnun viðhengja

Launin skannar skjöl, geymir þau í Skjölum á innleið og getur tengst ýmsum kerfishlutum s.s. tengdum innkaupaskjölum, söluskjölum, færslubók ofl. Lausnin vinnur með samþykktarkerfi með verkflæði ásamt því að hægt er að skanna beint inn í Skjöl á innleið og tengja síðan við skjöl og töflur þaðan eða skanna beint inn í innkaupaskjöl, söluskjöl ofl.

 • Skanna skjöl og vista
 • Útvíkkun á samþykktarkerfi
Prufaðu frítt

Advania póststoð

Póststoð er þjónusta á vegum Póstins sem auðveldar þér skráningu og utanumhald ásamt umsýslu sendinga. Lausnin gerir fyrirtækjum kleyft að tengja Business Central beint við Póststoð.

 • Sparar fyrirtækjum bæði tíma og vinnu við skráningu og utanumhald sendinga
 • Gerir notendum mögulegt að forskrá sendingar
 • Býr til miða með strikamerki sem hægt er að festa beint á sendingar
 • Minnkar allan innslátt á upplýsingum og vinnu á bak við sendingar
Prufaðu frítt

Til þjónustu reiðubúin

Með áratuga reynslu í bókhaldskerfum erum við boðin og búin að aðstoða viðskiptavini okkar. Þess vegna erum við ekki einungis með úrval þjónustuleiða, heldur einnig frían aðgang að ýmsu ítarefni.

Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þekkingargreinum
Einfaldur aðgangur í gegnum Þjónustugátt Advania

Þjónstugátt

Kynning frá sérfræðingum Advania

Business Central sérfræðingar Advania kynna hvað breytingin frá Navision yfir í Business Central felur í sér.

Fréttir af bókhaldskerfum

Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin.
Advania kaupir breskt fyrirtæki; fjöldi Microsoft Dynamics sérfræðinga fjórfaldast.
Það hefur verið lífsseig mýta að Business Central í skýinu sé aðeins fyrir lítil félög með einfaldan rekstur og alls ekki með sérbreytingar. Raunin er að skýið hentar jafnt stórum sem smáum og stærð kerfisins skiptir ekki máli.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.