VMware hjá Advania

Við sérhæfum okkur í að veita VMware lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að hámarka afköst, auka öryggi og bæta sveigjanleika í rekstri.  VMware er þroskað og áreiðanlegt kerfi sem styður við gagnaver, öryggi og skalanleika. Lausnirnar eru samþættar og studdar af fjölda samstarfsaðila.

Spjöllum saman
Skýjalausnir og innviðir
Með VMware Cloud Foundation og tengdum lausnum geta fyrirtæki byggt upp hybrid eða fullkomnar skýjalausnir. Þetta felur í sér stjórnun gagnavera, netvirkjanir, öryggi og sjálfvirkni sem styður framtíðarvöxt og lækkar heildarkostnað
Öryggi og vernd gagna
VMware leggur áherslu á háþróaða öryggiseiginleika, þar á meðal dulkóðun gagna og varnir gegn ógnum. Þetta tryggir öruggt umhverfi fyrir sýndarvélar og skýjaþjónustu, sem er lykilatriði fyrir fyrirtæki sem vilja vernda viðkvæm gögn.
Sveigjanleiki og skalanleiki
Lausnir VMware eru hannaðar til að vera mjög skalanlegar og styðja bæði hefðbundna innviði og nútímalegar skýjatengingar. Fyrirtæki geta auðveldlega stækkað umhverfi sitt, innleitt ný forrit og nýtt sjálfvirkni til að bæta afköstí rekstri.

VMware er heildarlausn

Í dag snýst samkeppnishæfni um að geta brugðist hratt við breytingum. Fyrirtæki þurfa lausnir sem gera þeim kleift að þróast, vaxa og nýta nýja tækni án þess að fórna stöðugleika. VMware býður upp á hugbúnaðarlausnir sem gera þér kleift að samræma gagnaver, skýjaumhverfi og forrit í eina heildstæðan, öruggan og sveigjanlegan innviða.

Með VMware færðu frelsi til að nýta skýið á þínum forsendum, auka öryggi og draga úr rekstrarkostnaði. Lausnirnar eru hannaðar til að styðja við stafræna umbreytingu og veita þér stjórn á flóknum umhverfum – án þess að missa yfirsýn eða skilvirkni.

Sjáðu úrvalið

Í góðu samstarfi

Við erum þinn VMware þjónustuaðili á Íslandi

VMware hefur í meira en tvo áratugi verið hornsteinn í innviðarekstri hjá fjölda fyrirtækja á Íslandi. Fyrirtæki hafa byggt upp verulegar fjárfestingar í vélbúnaði, leyfum og þekkingu starfsmanna í kringum VMware-lausnir. Þessi reynsla og stöðugleiki er ekki eitthvað sem fæst á einni nóttu – og það er ein helsta ástæða þess að mörg fyrirtæki velja að halda sig við VMware.

Spjöllum saman
Viltu vita meira?

Skráðu þig á póstlista

Við sendum reglulega út áhugaverðar fréttir og fróðleik um það nýjasta í tækniheiminum og spennandi tilboð.

Við erum þínir sérfræðingar

Sölusérfræðingar Advania áratuga reynslu af ráðgjöf og sölu á miðlægum búnaði og þjónustu. Ekki hika við að hafa samband og fá ráðleggingar varðandi þínar áskoranir.

sölusérfræðingur
Valtýr Gíslason
Innviðalausnir Advania
sölusérfræðingur
Arnar Þór Kjærnested
Innviðalausnir Advania
ráðgjafi miðlægra lausna
Guðmundur Ólafur Birgisson
Innviðalausnir Advania

Fréttir af miðlægum lausnum

Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.