Vala er byggð upp af nokkrum kjarnaeiningum sem vinna sem ein heild til að veita sveitarfélögum framúrskarandi lausn í tengslum við leikskóla, frístundastarf og vinnuskóla.

Umsóknarkerfi

Öll Völu kerfin eru með öfluga umsóknarferla bæði fyrir forráðamenn og fyrir starfsmenn. En ein af lykilforsendum Völu er að allt sem forráðamenn geta gert í kerfinu geta starfsmenn einnig og þar með veitt framúrskarandi þjónustu.

Dagleg störf

Í öllum Völu kerfum er mikil áhersla á að einfalda og auðvelda dagleg störf. Þetta er gert með ferlamiðuðu viðmóti sem endurspeglar þau verkefni sem starfsmenn inna af hendi á hverju degi.

Aðgengi og öryggi

Vala er vefkerfi og því aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Vala er óháð tæknibúnaði og er því jafnt fyrir tölvur, spjaldtölvur eða snjallasíma og allar nýjustu tegundir af vöfrum eru studdir.

Tölfræði

Tölfræði í Völu er með tvennum hætti, annarsvegar sérsniðnar skýrslur og svo listar sem notendur geta kallað fram víða í kerfinu. Í flestum skjámyndum er execl takki sem sækir gögn sem unnið er með hverju sinni og opnar í Excel.

Samþætting við íbúagáttir

Vala er með mjög yfirgripsmikið samþættingar lag þar sem önnur kerfi geta sótt og sent gögn inn í Völu. Þetta er t.d. vegna íbúagátta, samþætting við bókhaldskerfi eða við vefsíður sem vilja birta upplýsingar sem eru í Völu.

Vala leikskólaappið

Fyrir forráðamenn barna í leikskólum þá er Völu appið mikið þarfaþing. Þarna geta forráðamenn séð tilkynningar frá leikskólanum, sent og tekið á móti skilaboðum, séð matseðla og atburðadagatal leikskólans.

Reynsla Akraneskaupstaðar

Akraneskaupstaður hefur góða reynslu af Völu frístund og Völu leikskóla og er í óða önn að innleiða vinnuskólahluta kerfisins. Hér lýsir Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir, verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs hjá Akraneskaupstað, reynslu sveitarfélagsins af Völu.

Fjórar samstilltar en samhæfðar einingar

Vala samanstendur úr fjórum einingum sem eru sérstaklega lagaðar að ólíkum hlutverkum í skólastarfinu.

Vala leikskóli

Leikskólakerfi Völu auðveldar og einfaldar alla umssýslu varðandi leikskólarekstur fyrir sveitarfélagið, hvort sem um er að ræða eigin leikskóla, dagforeldra eða sjálfstætt starfandi. Allir ferlar eru vegna leikskóla eru til staðar í kerfinu. þ.e umsóknarferla (vistun, breytingar, flutningur, afslættir og fl.) Vinnsla og ferli vegna biðlista eru ítarleg og sendir kerfið sjálfvirkt skilaboð til forráðmanna og starfsmanna þegar umsóknir breyta um stöðu.

 

  • Sveigjanleg reikningagerð
  • Fjölbreyttir ferlar

Vala sumarfrístund

Vala sumarfrístund er til að annast umsjón, rekstur og greiðslur vegna sumarnámskeiða sem sveitarfélög og íþróttafélög eru að bjóða börnum á ýmsum aldri yfir sumartímann. Námskeið má flokka á ýmsa vegu, hafa fyrirframgreitt eða eftirágreitt, takmarka við ákveðin aldur og margt fl. Hægt er að skilgreina biðlista og veita undanþágur frá aldursviðmiði fyrir þá sem eru á undan í skóla.

Vala vetrarfrístund

Vala vetrarfrístund er til að annast umsjón og rekstur á þjónustu við börn á grunnskólaaldri sem geta fengið að dvelja í grunnskólanum sínum eftir að kennslu lýkur alla daga, og einnig er í boði dvöl allan daginn á ákveðnum frídögum. Foreldrar geta sótt um slíka dvöl í umsóknarvef Völu vetrarfrístundar eða í gegnum íbúagátt sem sendir þá gögnin um umsóknina. (Umsóknarferli, reikningagerð, tilkynningar, dagleg störf)

Vala vinnuskóli

Á sumrin streyma unglingar í vinnuskólana sem sveitarfélög bjóða. Hér þarf að sækja um, tilgreina hópstjóra, staðsetningar og skrá viðveru. Auk þess sem forráðamenn þurfa að geta séð umsagnir sinna barna. Vala Vinnuskóli annast viðveruskráningar, útreikning á tímum og sannreyningu á bankaupplýsingum til að geta reiknað út og sent í launakerfið þar sem launaútborgun á sér stað.

 

  • Öflugur umsóknarvefur
  • Sveigjanlegt reiknitól
  • Viðveruskráningar
  • Tilkynningar

Vala félagsmiðstöð

Vala félagsmiðstöð uppfyllir þarfir sveitarfélaga að halda utanum um alla minni og stærri viðburði á vegum félagsmiðstöðvarinnar. Hvort sem það sé opið hús, klúbbastarf eða Samfés. Starfsmenn félagsmiðstöðva geta með Vala félagsmiðstöð haldið utan um mætingu unglinganna á viðburði. Umsóknarvefur fylgir Völu félagsmiðstöð þar sem bæði unglingar og foreldrar geta skráð á viðburði. Foreldrar geta gefið greiðslusamþykki fyrir viðburðum og þannig gefið unglingnum meira sjálfstæði að skrá sig á viðburði sem þarf að greiða fyrir. Foreldrar geta einnig samþykkt leyfisbréf ef félagsmiðstöðin óskar eftir því fyrir stærri viðburði.

Örugg aðgangsstýring - þægilegar tengingar

Vala notast við innskráningu með Íslykli eða rafrænum skilríkjum og er því með öruggari lausnum í boði. Með Völu er auðvelt að hafa góða yfirsýn, taka saman hvers kyns tölfræði og flytja yfir í forrit á borð við Excel. Kerfið er með öflugri leitarvél og er skýjalausn, sem þýðir að ekki þarf að ráðast í kaup á sértækum búnaði. Vala býður einnig upp á mjög öflug vefþjónustuskil. Þannig er auðvelt að tengja Völu við íbúagáttir eða aðrar vefsíður. Það er hægt að nota Völu með nánast hvaða vefkerfi sem er án þess að binda sig við eitt kerfi.
Vala leikskólakerfi hefur auðveldað okkur að halda utan um allt frá reikningagerð til mætinga nemenda.  
Jóhannes Jóhannesson
Leikskólastjóri

Einfaldari uppgjör og reikningagerð

Uppgjör við foreldra og forráðamenn eru þægilegri með Völu, hvort sem um ræðir sjálfstætt starfandi leikskóla, dagforeldra eða á milli sveitarfélaga. Vala gerir sjálfkrafa ráð fyrir sveigjanlegri gjaldskrá. Á sama tíma er reikningagerð úr kerfinu hraðvirk og notendavæn. Sjálfvirkir afslættir (systkina, námsmanna, starfsmanna o.fl.) eru í kerfinu sem gerir reikningagerðina einfaldari og fljótlegri. Einfalt er að breyta og leiðrétta ef þörf á.

Vanskil eru alltaf erfið - Vala kemur til hjálpar

Vala býður einnig upp á sveigjanlegt vanskilakerfi og les inn vanskilaskrár frá innheimtufyrirtækjum. Til að annast vanskilatilfelli eru sérsniðnar vanskilauppsagnir og ítarlegir ferlar fyrir þær.

 

Heyrðu í okkur um Völu leikskólakerfi

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan