Nýjasta nýtt - 20.01.2012

Advania verður til

Skýrr, HugurAx og norræn dótturfyrirtæki sækja nú fram undir nýju nafni: Advania.

Skýrr, HugurAx og norræn dótturfyrirtæki sækja nú fram undir nýju nafni: Advania.

Advania er eitt stærsta upplýsingafyrirtæki Norðurlanda með 1.100 starfsmenn og 20 starfstöðvar í fjórum löndum: Íslandi, Lettlandi, Noregi og Svíþjóð – en þar af starfa um 600 manns hér á landi.

Nafnbreytingin er lokahnykkur tveggja ára sameiningarlotu níu fyrirtækja og liður í umbreytingu fyrirtækisins í alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með víðtæka starfsemi. Við nafnbreytinguna hverfa vörumerkin Skýrr, HugurAx og EJS á Íslandi, ásamt Hands í Noregi, Kerfi í Svíþjóð og Aston-Baltic í Lettlandi.

„Við höfum unnið hörðum höndum í tvö ár að samþættingu Skýrr og dótturfélaga hér heima og á Norðurlöndum. Nú sameinum við okkar frábæra starfsfólk undir einu merki, fullnýtum slagkraft stærðar fyrirtækisins og sækjum til framtíðar. Orðið „Advania“ er dregið af enska orðinu „advantage“, sem þýðir forskot. Og þetta er það sem við viljum veita okkar góðu viðskiptavinum: forskot á sínum vettvangi með traustri þjónustu og skapandi lausnum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

Advania býður fjölbreyttar lausnir og þjónustu, sem svara kröfum og þörfum 110 þúsund viðskiptavina um allan heim. Verkefni Advania spanna öll svið upplýsingatækni: hugbúnað, vélbúnað, hýsingu og rekstrarþjónustu. Stærsti eigandi Advania er Framtakssjóður Íslands. Aðrir eigendur eru meðal annars Skúli Mogensen og fjárfestingafélagið Títan, Landsbankinn, VÍS og um 40 smærri hluthafar. Forstjóri Advania er Gestur G. Gestsson. Framkvæmdastjórar Advania á Norðurlöndum eru þeir Aivars Burtnieks í Lettlandi, Ole Morten Settevik í Noregi og Mikael Noaksson í Svíþjóð. 

Skoða myndband þar sem nýtt merki Advania er kynnt til sögunnar: http://youtu.be/6OhLRIT1iNg



Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.