Advania er tilnefnt til tveggja auglýsingaverðlauna
Ímark, félag íslensks markaðsfólks, í samráði við SÍA hafa tilnefnt athyglisverðustu auglýsingar ársins. Advania er tilnefnt í tveimur flokkum.
Advania tilnefnd í tveimur flokkum
Ímark, félag íslensks markaðsfólks, í samráði við SÍA (Samtök íslenskra auglýsingastofa) hafa tilnefnt athyglisverðustu auglýsingar ársins. Advania er tilnefnt í tveimur flokkum:
- Ásýnd fyrirtækis
- Umhverfisauglýsingar
Mikill heiður og viðurkenninga á okkar störfum
„Með tilnefningunum er okkur sýndur mikill heiður og viðurkenning á störfum okkar. Fyrir það erum við bæði þakklát og stolt. Árið 2012 var annasamt þar sem við lögðum niður góð og gild fyrirtækjanöfn og sameinuðumst undir einu heiti og einni ásýnd. Það var stórt verkefni sem er síður en svo lokið. Það að fá tilnefninguna í þeim flokki er sérstaklega ánægjulegt“, segir Elísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri Advania.
Íslenski markaðsdagurinn og verðlaunaafhendingin er 1. mars
Verðlaunaafhendingin fer fram á Íslenska markaðsdeginum sem í ár verður haldinn 1. mars næstkomandi þá kemur í ljós hverjir hneppa Lúðurinn. Nánar um málið á www.imark.is