Bestu vinir bókarans
Þegar öllu er á botninn hvolft er einn mikilvægasti þáttur í rekstri fyrirtækja að tryggja tekjuflæði og rétt uppgjör á bókhaldi.
Þegar öllu er á botninn hvolft er einn mikilvægasti þáttur í rekstri fyrirtækja að tryggja tekjuflæði og rétt uppgjör á bókhaldi. Stöðlun samskipta milli bókhaldskerfis og banka með svokallaðri sambankalausn og notkun rafrænna reikninga auðveldar þessi brýnu verkefni og má með sanni segja að þessar nýjungar séu bestu vinir bókarans.
Sambankalausn tryggir einföld samskipti við bankakerfið
Með sambankalausninni er hægt að nota eina hugbúnaðareiningu til að eiga samskipti við allar helstu bankastofnanir landsins. Þetta þýðir á mannamáli að auðvelt er að stofna kröfu vegna reiknings því um leið og reikningur er stofnaður stofnast krafan í bankakerfinu. Þegar krafa er greidd fer sjálfvirkur innlestur á henni inn í bókhald og reikningur er merktur í bókhaldinu sem greiddur. Jafnframt má nota sambankalausn til að lesa inn bankayfirlit.
Virkni innheimtukerfis:
- Kröfur myndaðar við bókun sölu-, texta-, eða verkreiknings
- Markmiðið er að bæta reikningagerð og innheimtu greiðslna
- Innheimtukerfið tengist öllum helstu bankastofnunum landsins og færir starfsemina nær notandanum.
- Sambankalausn - innheimtuþjónusta
- Birtingakerfi bankanna
- Samskipti við helstu milliinnheimtuþjónustur á Íslandi með vefþjónustu
- Starfsskilríki – fullgild skilríki með örgjörvalesara
- Búnaðarskilríki – bein samskipti við banka
- Meðhöndlun textaskrár er úr sögunni
- Tekur skemmri tíma
- Aukið öryggi
Birtingarkerfi bankanna
Þegar fyrirtæki nota þessa lausn geta viðtakendur reikninga séð rafræn skjöl eins og til dæmis reikninga og greiðsluseðla. Þá höfum við hannað stílsnið fyrir bæði reikninga og greiðsluseðla, en dæmi um slíkt má sjá hér fyrir neðan.
Milliinnheimtutenging með vefþjónustu
- Höfuðstóll kröfu
- Innborgun
- Áfallinn kostnaður málsaðila
- Aðgerðir sem hafa verið framkvæmdar
- Hægt að senda fresta, breyta, afturkalla og fleira
Rafrænir reikningar
- Móttaka rafrænna reikninga
- Sending rafrænna reikninga
Smærri aðilar sem vilja ekki fjárfesta í stuðningi við rafræna reikninga í sínu bókhaldskerfi geta nýtt lausnir eins og Skúffuna til að senda og móttaka rafræna reikninga handvirkt. Nánari upplýsingar og aðstoð færðu hjá okkur - ekki hika við að hafa samband!
Tengt efni
Olga Helena flutti kynningu um þetta málefni á morgunverðarfundi um Microsoft Dynamics AX viðskiptalausnina á dögunum.