14.02.2019

Hvernig aukum við vitund og áhuga?

Ef þú vilt selja vöru eða þjónustu er algjört grundvallaratriði að væntanlegur viðskiptavinur öðlist vitneskju um vörumerkið þitt. Í þessari grein verður fjallað um hvernig hægt er að komast fyrr inn í vegferð viðskiptavinarins

Ef þú vilt selja vöru eða þjónustu er algjört grundvallaratriði að væntanlegur viðskiptavinur öðlist vitneskju um vörumerkið þitt. Í þessari grein, sem Andri Már Helgason, vörustjóri CRM og SharePoint hjá Advania skrifaði, verður fjallað um hvernig hægt er að komast fyrr inn í vegferð viðskiptavinarins

Við hvetjum áhugasama um að skrá sig á Microsoft póstlista hjá okkur og tryggja sér þannig allar greinarnar í tölvupósti um leið og þær verða gefnar út. Þeir sem skrá sig á Microsoft póstlistann tryggja sér einnig aðrar upplýsingar um þessa lausn og gera okkur kleift að láta vita þegar við stöndum fyrir viðburðum sem snertir þessa lausn. Smelltu hér til að skrá þig á Microsoft póstlistann

Vitund um vörumerki 

Ef þú vilt selja vöru eða þjónustu er algjört grundvallaratriði að væntanlegur viðskiptavinur öðlist vitneskju um vörumerkið þitt. Eins og komið var inn á í fyrstu greininni skiptir miklu máli að geta komist sem fyrst inn í vegferð viðskiptavinarins.

Samfélagsmiðlar, auglýsingar, leitarvélabestun og almannatengsl 

Til eru ýmsar leiðir til að skapa vitund um vörumerki, meðal annars með efnismarkaðssetningu, markaðssetningu á samfélagsmiðlum, auglýsingabirtingum, leitarvélabestun og ekki síst með almannatengslastarfi. 

Með efnismarkaðssetningu má útbúa upplýsandi efni og raundæmi um það hvernig varan þín leysir þarfir fólks. Eins geta auglýsingabirtingar, hvort heldur sem er á samfélasgmiðlum eða öðrum miðlum, hjálpað til við að koma vörumerkinu þínu á framfæri. 

En það er ekki nóg að búa til efni og birta það. Við þurfum að skrásetja upplýsingar um hver skoðar efnið og helst beina lesendum í ákveðinn farveg sem gerir þér kleift að miðla enn meiri fróðleik um vöruna þína. Þar koma lendingarsíður til sögunnar. 

Lendingarsíður 

Ef þú vilt fylgjast með því hver er áhugasamur um vöruna þína þarftu að skapa vettvang sem veitir upplýsingar um hana, og gera lesendum kleift að veita þér nánari upplýsingar um sig, t.d. með einhverskonar skráningarformi. Til að auka líkurnar á slíku þarf hinn áhugasami að njóta ávinnings af því að veita upplýsingarnar. Sem dæmi má bjóða upp á ítarupplýsingar sem annars eru ekki aðgengilegar öllum eða fría ráðgjöf. Nánar verður fjallað um slíkar leiðir í næstu grein.  

Markhópar 

Um leið og við höfum aflað okkur upplýsinga um áhugasama viðskiptavini þarf að flokka þá með skipulegum hætti. Þar koma til sögunnar vel skilgreindir markhópar. Ein leið til að flokka áhugasama í markhópa er að spyrja á lendingarsíðunum um þau atriði sem skipta máli. Með því að skilgreina markhópa getum við sent hverjum hópi hnitmiðuð skilaboð sem eiga eingöngu við þann tiltekna hóp. Hnitmiðuð og viðeigandi skilaboð auka líkur á að hinn áhugasami taki endanlega ákvörðun um að kaupa vöruna þína. 

Tölvupóstar á markhópa 

Ein algengasta leiðin til að koma skilaboðum beint á ákveðna markhópa er með tölvupóstsendingum. Þessi aðferð er enn talin skila gríðarlega miklu þegar kemur að stafrænni markaðssetningu. 

Samkvæmt rannsókn sem Gartner gerði árið 2017 er markaðssetning með tölvupósti enn talin vera gífurlega hagkvæm, árangursrík og auðmælanleg leið í markaðsstarfi. Það er því engin furða að mikil áhersla sé lögð á þennan þátt í markaðsstarfi. 

Hvernig kemur Dynamics 365 Customer Engagement inn í þetta? 

Nú þegar við höfum farið yfir fyrstu tvö stig sölu- og markaðspípunnar er kominn tími til að fjalla um hvernig nýta megi Dynamics 365 Customer Engagement í þetta allt og þá sérstaklega nýju viðbótina, Marketing. 

Marketing fæst í nokkrum áskriftarleiðum sem færa þér aðgang að ólíkum tólum og möguleikum en í þessari greinaröð fjalla ég um heildarvirkni kerfisins, en ekki einstakra áskriftarleiða. Viljir þú nánari upplýsingar um slíkt bendi ég þér á að hafa samband við mig og ég get farið yfir það með þér. 

Sameiginleg gögn 

Einn af lykilkostum Dynamics 365 Customer Engagement er að öll fyrirtækja- og tengiliðagögn eru sameiginleg. Kerfið vinnur á einum grunni sem kallast Common Data Service. Það skiptir því engu máli hvort þú vinnur í sölu, þjónustu eða í markaðsmálum. Öll mikilvægustu gögnin eru samþætt og allar upplýsingar um viðskiptavini og tengiliði uppfærast sjálfkrafa allstaðar. Þetta er grundvöllur fyrir því ná heildaryfirsýn yfir viðskiptavininn. 

Vegferð viðskiptavinarsins 

Marketing býður upp á sjálfvirknivæðingu aðgerða. Þetta þýðir að þú getur teiknað upp ferlana í samskiptavegferðinni og látið kerfið sjá um að ýta úr vör ákveðnum aðgerðum eftir því hvernig viðskiptavinir þínir bregðast við efni. Til að útskýra þetta tól er gott að horfa á þetta myndband frá Microsoft

Tölvupóstur 

Í Marketing hluta kerfisins fylgir gríðarlega öflugt kerfi til að hanna og senda út tölvupósta á skráða tengiliði. Hægt er að hanna tölvupóst út frá skilgreindum sniðmátum sem fylgja frítt með en einnig er hægt að sérsníða útlit að þörfum fyrirtækisins. Þegar útlitið liggur fyrir er hægt að stilla upp tölvupóstsendingu með ýmsum möguleikum svo sem myndum, textablokkum, hnöppum, myndböndum, lendingarsíðum og fleiru. 

Eftir að tölvupóstur hefur verið sendur út er hægt að rýna ýmsar tölfræðiupplýsingar, svo sem hversu margir opnuðu tölvupóstinn eða smelltu á tengla í póstinum. Aðgangur að upplýsingum sem þessum gefur markaðsfólki vísbendingar um hvernig best sé að nálgast markhópinn með ákveðnum skilaboðum og þar af leiðandi er hægt að laga skilaboðin að markhópum fyrir næstu sendingu. Ef þú hefur áhuga á að fræðast meira um þessa virkni þá mæli ég með þessu myndbandi.

---


Í næstu grein verður fjallað um kaupákvörðun og eftirfylgni, Við hvetjum áhugasama til að skrá sig á póstlista hjá okkur og tryggja sér þannig allar greinarnar í tölvupósti um leið og þær verða gefnar út. Smelltu hér til að skrá þig.

 


Fleiri fréttir

Fréttir
14.05.2025
Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni, Innovation Week, í dag. Advania LIVE upptökuverið verður í þetta skiptið í bíl fyrir utan Kolaportið, þar sem aðalsvið Iceland Innovation Week er í ár.
Fréttir
14.05.2025
Íslendingar létu ekki framhjá sér fara tækifæri til að læra af gervigreindarsérfræðingum þrátt fyrir sólríka daga í Reykjavík.
Fréttir
12.05.2025
Advania Group hefur birt ársskýrslu sína fyrir árið 2024, sem markar ár af miklum vexti og áframhaldandi árangri. Í skýrslunni er dregin upp heildstæð mynd af rekstri, stefnu og sjálfbærnimarkmiðum samstæðunnar og hvers lands fyrir sig.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.