Nýjasta nýtt - 03.09.2012

ÍSÍ semur við Advania um hýsingu, rekstur og vefsvæði

ÍSÍ hefur samið við Advania um viðamikla rekstrarþjónustu og útvistun á sviði upplýsingatækni.

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur samið við Advania um viðamikla rekstrarþjónustu og útvistun á sviði upplýsingatækni. Um er að ræða hýsingu og rekstur Advania á skrifstofukerfum ÍSÍ og fjölda aðildarfélaga sambandsins. Samhliða þessu hefur ÍSÍ samið við Advania um hönnun og hýsingu á nýju vefsvæði fyrir sambandið.

ÍSÍ þarf hagkvæmni og hátt þjónustustig

„ÍSÍ leggur mikið upp úr því að vanda til vals á samstarfsaðilum og birgjum í því skyni að tryggja hagkvæmni og hátt þjónustustig. Við gengum til samstarfs við Advania þar sem tilboð þeirra mætti þessu markmiðum okkar og náði til óvenju margra þátta í okkar upplýsingatækniumhverfi. Við væntum mikils af samstarfinu og ég er viss um að það verður farsælt,“ segir Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ.

Framsækin og útsjónarsöm notkun á upplýsingatækni

„ÍSÍ er heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og svo umfangsmikið hlutverk kallar á framsækna og útsjónarsama notkun á upplýsingatækni. Advania hefur á undanförnum misserum þróað mjög öflugt lausnamengi á sviði rekstrarþjónustu og veflausna og við teljum þennan samning til marks um góða stöðu okkar í þeim efnum. ÍSÍ sýnir okkur mikið traust með svo viðamiklum samningi og það er tilhlökkunarefni að standa undir þeim væntingum," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.