Nýjasta nýtt - 05.07.2013
Norðurál innleiðir heildstætt upplýsingakerfi frá Advania fyrir framleiðsluferli sitt
Norðurál Grundartanga hefur tekið í notkun nýtt skráningar- og áætlunarkerfi fyrir framleiðslu fyrirtækisins. Kerfið var þróað af Advania, í samvinnu við starfsmenn Norðuráls.
Norðurál Grundartanga hefur tekið í notkun nýtt skráningar- og áætlunarkerfi fyrir framleiðslu fyrirtækisins. Kerfið var þróað af Advania, í samvinnu við starfsmenn Norðuráls. Það heldur utan um framleiðsluferli álversins; frá rafgreiningu, steypu og pökkun til gámahleðslu og útskipunar. Kerfið er í gangi allan sólarhringinn alla daga ársins og stór hluti starfsfólks í framleiðsludeildum Norðuráls notar það við dagleg störf.
„Advania hefur unnið ýmis verkefni af þessu tagi fyrir álver og iðnfyrirtæki gegnum árin. Við höfum frá upphafi lagt mikinn metnað í framsækna notkun upplýsingatækni og gerum miklar kröfur til okkar birgja. Samstarfið hefur gengið framar vonum og við höfum miklar væntingar til nýja kerfisins," segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls.
„Advania hefur öflugt þróunarteymi, sem hefur um langt árabil unnið að gerð viðamikilla kerfa fyrir hitaveitur, verksmiðjur og stór iðnfyrirtæki, sem byggja á umfangsmiklum gagnagrunnum, miklum fjölda notenda og ströngum kröfum um öryggi, uppitíma og hnökralausan rekstur. Nýja kerfið hjá Norðuráli fellur vel að því markmiði okkar að veita viðskiptavinum okkar forskot í samkeppni með útsjónarsamri notkun upplýsingatækni," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.
„Advania hefur unnið ýmis verkefni af þessu tagi fyrir álver og iðnfyrirtæki gegnum árin. Við höfum frá upphafi lagt mikinn metnað í framsækna notkun upplýsingatækni og gerum miklar kröfur til okkar birgja. Samstarfið hefur gengið framar vonum og við höfum miklar væntingar til nýja kerfisins," segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls.